Fréttablaðið - 28.05.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 28.05.2010, Blaðsíða 6
6 28. maí 2010 FÖSTUDAGUR FRÉTTASKÝRING Hvar standa samningaviðræður um Icesave-deiluna? Bjartsýnustu menn bjuggust jafn- vel við fundi um Icesave-deil- una fyrir helgi, en ljóst er að það gengur ekki eftir. Það var ekki síst vegna aðkomu Svía að málinu að þær vonir vöknuðu. Þeir hafa átt í óformlegum samskiptum við Breta og Hollendinga og von- uðust sjálfir til að þáttaskil yrðu fljótlega í málinu. Sama bjart- sýni ríkir ekki í íslenska stjórn- kerfinu. Samkvæmt áliti ESA, Eftirlits- stofnunar EFTA, sem Fréttablaðið greindi frá í gær, ber Íslendingum að endurgreiða Bretum og Hol- lendingum lágmarkstryggingu til innstæðueigenda vegna Icesave- reikninganna. Sú upphæð nemur 20.887 evrum á hvern reikning að hámarki. Heimildarmenn Fréttablaðsins telja að álitið rýri ekki málstað Íslendinga. Vissulega hafi rökum þeirra verið hafnað en þeir standi enn á því að þeim beri ekki lagaleg skylda til greiðslu reikninganna. Hins vegar samræmist þetta til- boði Íslendinga í deilunni, en pól- itísk samstaða er um að greiða lágmarkstrygginguna. Álitið hafi því ekki endilega neikvæð áhrif á stöðu Íslendinga í samningnum. Ekki hafa verið haldnir fundir meðal samninganefnda ríkjanna síðan upp úr viðræðunum slitnaði 4. mars, tveimur dögum fyrir þjóð- aratkvæðagreiðsluna á Íslandi. Nefndarmenn hafa hins vegar verið í óformlegu sambandi sín á milli. Af Íslands hálfu er litið svo á að allt sé klárt fyrir viðræður að nýju, engin skilyrði þurfi að setja fyrir þeim. Líkt og áður segir er pólitísk samstaða um að greiða lágmarks- trygginguna. Eftir standa viðræð- ur um vexti, en Íslendingar hafa verið reiðubúnir að greiða það sem þeir nefna hóflega vexti. Þeir laga- legu fyrirvarar sem Alþingi gerði við greiðslu skuldarinnar standa hins vegar enn í viðsemjendum þeirra. Þar stendur hnífurinn í kúnni, því þeir fyrirvarar eru einmitt forsenda pólitískrar samstöðu hér á landi um greiðsluna. Slík sam- staða er svo aftur forsenda þess að Bretar og Hollendingar samþykki nýjan samning. Heimildarmönnum Fréttablaðs- ins ber saman um að ekki verði boðað til fundar í deilunni í bráð. Málið sé einfaldlega ekki komið inn á borð nýrrar ríkisstjórnar í Bretlandi og embættismenn séu því tregir til aðgerða. Þeir vilji ekki gera samninga sem mögulega falli nýjum húsbændum illa í geð. Það gæti hins vegar breyst á næstu vikum og ráðherrarnir beint sjónum sínum að málinu. Ljóst er hins vegar að af nógu er að taka á þeim bænum. Það mun því ekki reyna strax á hvort samningar náist og hvort Bretar felli sig við lagalegu fyrirvarana, en þeir eru sérstaklega viðkvæmir fyrir þeim, samkvæmt heimildum blaðsins. kolbeinn@frettabladid.is Lagalegir fyrirvarar vefjast fyrir Bretum Svíar hafa hlutast til um Icesave-deiluna og bjuggust við fundi fljótlega. Þær vonir hafa dvínað. Álit ESA ekki talið Íslendingum fjötur um fót þar sem vilji til greiðslu lágmarkstryggingar var ljós. Lagalegir fyrirvarar óleystir sem og vextir. EKKERT BREYST Staðan í Icesave-málinu hefur ekki breyst síðan viðræðum var slitið tveimur dögum fyrir þjóðaratkvæðagreiðsl- una á Íslandi í byrjun mars. Svíar hafa komið að mögulegri lausn málsins, þótt óformlega sé. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Yfirlit yfir dóma EFTA-dómstólsins í samningsbrotamálum eykur ekki bjartsýni á jákvæða niðurstöðu fyrir Ísland, fari málið þangað. Er þar eingöngu horft til niðurstaðna dómsins, ekki lagalegra gagna. Alls hafa 28 samningsbrot komið til kasta dómstólsins og þar af eitt mál hvar fimm voru samein- uð í eitt. Í 26 þeirra féll dómurinn ESA í vil, en aðeins í tveimur þeirra var dæmt aðildarríki í hag, Noregi í báðum tilvikum. Af þessum 26 málum sem ESA hefur unnið fyrir dómnum hafa sex snúið að Íslandi. 26 sigrar tvö töp Mikið úrval af frábærum tilboðum - líttu við 28 afsláttur % 25 afsláttur % 25 afsláttur % 25 afsláttur % 28 afsláttur % ALÞINGI Reyna á að leggja frumvarp um breytingar á stjórnarráði fyrir Alþingi eftir helgi. Frumvarpið var rætt í þingflokkum stjórnarflokkanna í gær, en Vinstri græn frestuðu umræðunni fram á mánudag. Vonir standa til að frumvarpið verði að lögum á þessu þingi og breytingarnar að veruleika um áramótin. Nokkur styr hefur staðið um efni frum- varpsins og hefur Jón Bjarnason, sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðherra, opinberlega lýst sig andvígan breytingunum. Það hefur Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi, einnig gert. Samkvæmt heimildum blaðsins standa líkur þó til að þingflokkur Vinstri grænna muni samþykkja frumvarpið. Samfylkingin styður frumvarpið. Búast má við að Jón Bjarnason verði einn þeirra ráðherra sem víkja úr stjórninni við breytingarnar. Breytingarnar eru í takti við það sem kynnt var í stjórnarsáttmálanum, fækkun ráðuneyta úr tólf í níu. Ný og betrumbætt ráðuneyti yrðu umhverfis- og auðlindaráðuneyti, atvinnu- vegaráðuneyti og innanríkisráðuneyti. Í farvatninu eru einnig breytingar á starfs- háttum innan stjórnarráðsins. Snýr það að ábyrgð ráðherra. Skerpt verði á stjórnunar- og eftirlitsskyldum, skyldur ráðherra verða útfærðar enn frekar og verkstjórn forsætis- ráðherra verður skýrari, svo eitthvað sé nefnt. - kóp Þingflokkar stjórnarflokkanna funda um breytingar í ríkisstjórn: Frumvarp um stjórnarráð kemur eftir helgi RÍKISSTJÓRNIN Ráðherrum verður fækkað úr tólf í níu um næstu áramót, verði frumvarp forsætisráðherra að lögum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Eitt af því sem menn óttast innan íslenska stjórnkerfisins er að efnahags- þrengingar annars staðar í Evrópu muni hafa áhrif á það tilboð sem Bretar og Hollendingar kynnu að setja fram. OECD hefur hvatt til þess að vextir almennt á lánum verði ekki undir 3,5 prósentum. Þá hafa vandræðin í Grikklandi breytt hugsun margra leiðtoga í Evrópu gagnvart lánum til ann- arra ríkja. Hollendingar hafa verið mjög íhaldssamir í afstöðu sinni til lána til Grikklands og það sem menn óttast er að viðsemjendur Íslendinga spyrji hvers vegna Íslendingar ættu að fá önnur kjör en Grikkland fær. Þar er verið að ræða um 5,5 til 6 prósenta vexti. Áhyggjur af Grikklandi „Fylgdist þú með undankeppni Söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva á þriðjudagskvöld? JÁ 68% NEI 32% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ert þú hlynnt(ur) sameiningu háskóla í sparnaðarskyni? Segðu skoðun þína á visir.is KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.