Fréttablaðið - 28.05.2010, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 28.05.2010, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 28. maí 2010 11 DÓMSMÁL Tveir karlmenn og ein kona hafa verið sýknuð af ólög- mætri sauðfjárslátrun með því að hafa slátrað lömbum í gámi. Hér- aðsdómur Vesturlands kvað upp dóminn. Fólkið var ákært fyrir að hafa í sameiningu slátrað nítján lömb- um í sendibíl og gámi aftan við hús í Stykkishólmi. Þrettán lambanna voru í eigu annars mannsins og sex í eigu konunnar. Var fólkið ákært fyrir brot á lögum um eldi og heil- brigði sláturdýra, slátrun, vinnslu og heilbrigðisskoðun og gæðamat afurða. Í september á síðasta ári gerði Heilbrigðiseftirlit Vesturlands lög- reglu viðvart um slátrunina. Þá var búið að hengja lambskrokk- ana nítján upp í gámnum, auk þess sem sami fjöldi hausa var á borði á sama stað. Einnig voru fjórir álbakkar með innyflum í gámn- um. Fram kom að lömbin hefðu þenn- an sama morgun verið flutt í lok- aðri sendibifreið að gáminum. þeim hefði síðan verið slátrað í bílnum með rotbyssu og frágangi lokið um hádegisbil. Dómurinn leit svo á að þar sem afurðirnar hefðu einungis verið ætlaðar til einkaneyslu en hvorki sölu né dreifingar bæri að sýkna fólkið. - jss Tveir karlmenn og kona sýknuð af ólögmætri slátrun sauðfjár: Slátruðu nítján lömbum í gámi LÖMBIN Fólkið slátraði lömbunum með rotbyssu. DÓMSMÁL Tveir karlmenn hafa verið ákærðir fyrir líkamsárásir í Reykjavík. Annar mannanna réðst á mann fyrir utan Hótel Hilton við Suðurlandsbraut og kýldi hann í andlitið. Fórnarlambið hlaut all- nokkra áverka. Hinn árásarmaðurinn réðst á mann fyrir utan veitingastaðinn Sólon, skallaði hann og sló í andlit- ið þannig að tvær tennur losnuðu. Síðara fórnarlambið gerir kröfu um að árásarmaðurinn greiði sér rúma milljón í skaðabætur. - jss Tveir karlmenn ákærðir: Réðust á menn við veitingastaði Atvinna er aðalmálið. Kynntu þér aðgerðaáætlunina okkar á www.xs.is/atvinna KOMUM VINNUFÚSUM HÖNDUM TIL VERKA! Kosningarnar á morgun snúast um mjög mikilvæg mál. Ef borgin beitir ekki öllu afl i til að skapa fl eiri störf þá bitnar það á þjónustunni við börn og eldri borgara og dregur úr öryggi fólksins í borginni. Samfylkingin er eini fl okkurinn með vel útfærða áætlun í atvinnumálum í Reykjavík. UTANRÍKISMÁL Viðbrögð Íslendinga við eldgosum var meðal þess sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, ræddi í viðtali við Alex- ander Chizhenok, fréttamann rússnesku sjónvarpsstöðvarinnar TV Center, í St. Pétursborg á þriðjudag. Á vef forsetaembætt- isins kemur jafnframt fram að í viðtalinu hafi forsetinn rætt áhrif eldgosa á menningu og viðhorf, sem og möguleika ferðaþjónust- unnar á komandi árum. „Auk þess var rætt um samvinnu Íslands og Rússlands á undanförnum ára- tugum, nauðsyn aukins samstarfs á norðurslóðum og um nýtingu hreinnar orku,“ segir þar. - óká Forsetinn í viðtali: Ræddi eldgos og samstarf AFGANISTAN Bandarískir hermenn sprengja í loft upp bifreið sem full var af sprengiefni nærri herflugvellinum í Jalalabad í Afganistan í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SAMSKIPTASÍÐUR Um 28 prósent yngstu netnotendanna sögðu aldrei hægt að treysta síðum á borð við Facebook. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA BANDARÍKIN, AP Yngri netnotend- ur eru varkárari á Netinu en þeir sem eldri eru, og ólíklegri til að treysta netsíðum á borð við Face- book fyrir persónulegum upplýs- ingum. Þetta kemur fram í niður- stöðum rannsóknar sem gerð var í Bandaríkjunum nýverið. Notendur Facebook og annarra samskiptasíðna á aldrinum 18 til 29 ára eru mun líklegri til að tak- marka aðgengi að persónulegum upplýsingum en aðrir hópar. Um 71 prósent sagðist meðvitað hafa takmarkað aðgengi að slíkum upplýsingum, samanborið við um 55 prósent fólks á aldrinum 50 til 64 ára. - bj Munur á netnotkun eftir aldri: Yngstu hóparn- ir varkárastir DANMÖRK Tveir menn hafa fund- ist látnir í Danmörku síðustu daga, eftir að hafa innbyrt e-töfl- ur. Lögreglan í Danmörku óttast að eitraðar e-töflur hafi komist í umferð á Vestur-Jótlandi. Á þriðjudag fannst átján ára gamall maður látinn í íbúð vinar síns og 37 ára gamall maður fannst svo látinn á heimili sínu í gær. Að sögn lögreglu var sá eldri þekktur í undirheimunum fyrir eiturlyfjasölu. Báðir mennirnir höfðu tekið e-töflu áður en þeir létust. - þeb Tveir menn látnir á Jótlandi: Lögregla óttast eitraðar e-töflur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.