Fréttablaðið - 28.05.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 28.05.2010, Blaðsíða 12
 28. maí 2010 FÖSTUDAGUR HRUNIÐ Slitastjórn Landsbanka Íslands viðurkennir svokölluð heildsöluinnlán sem forgangs- kröfur og túlkar neyðarlögin með öðrum hætti en slitastjórn Glitnis sem flokkar heildsöluinnlán þess banka með almennum kröfum. „Þetta er lagalegt mat okkar,“ segir Kristinn Bjarnason, for- maður slitastjórnar Landsbank- ans, spurður hvers vegna afstað- an sé önnur en við uppgjör Glitnis. „Okkar niðurstaða var sú að heild- söluinnlán féllu undir skilgrein- ingu íslenskra laga um innstæður og þar af leiðandi nytu þær for- gangs.“ Ljóst er að 300-400 dómsmál verða höfðuð vegna ágreinings kröfuhafa og slitastjórnar um meðferð krafna. Kristinn Bjarna- son sagði að kröfuhafar hefðu gert ágreining við hverja einustu kröfu sem slitastjórnin vill viður- kenna forgang á. Verðmæti heild- söluinnlána hjá Landsbankanum er 158 milljarðar króna. Þetta eru fjármunir sem ýmis samtök og opinberir aðilar, til að mynda bresk sveitarfélög, áttu á reikning- um hjá Landsbankanum við hrun bankans. Stærstur hluti forgangskrafna er innstæður á Icesave-reikningum. Þær nema 1.161 milljarði króna. Eignir bankans eru metnar á 1.159 milljarðar króna. Staðfesti dómstólar afstöðu slitastjórnar- innar um að Icesave-kröfur og heildsöluinnlán eigi að telja til for- gangskrafna munu eignir bankans duga til þess að greiða um 88% til forgangskröfuhafa. Heildarskuldir bankans eru 3.427 milljarðar króna. Almennir kröfu- hafar fá ekkert greitt upp í sínar kröfur. Miðað við það yfirlit sem kynnt var í gær munu kröfuhaf- ar tapa samtals 2.268 milljörðum króna á falli Landsbankans og eign- irnar duga fyrir greiðslu um 34 pró- sent af heildarskuldum bankans. Dómsmeðferð stærstu ágrein- ingsmálanna er þegar komin í gang, meðal annars mál þar sem reynir á gildi neyðarlaganna og stöðu Icesave-reikninga í kröfu- röðinni. Lárentsínus Kristjáns- son, formaður skilanefndarinn- ar, sagði að nokkur ár mundi taka að fá niðurstöður dómsmála um helstu ágreiningsefnin. Hann sagðist búast við að 8-10 ár gætu liðið áður en uppgjöri Landsbank- ans lýkur. peturg@frettabladid.is Angan af kaffi kemur bragðlauk- unum af stað og ilmurinn segir til um ríkt bragðið af BKI kaffi. Helltu upp á gott BKI kaffi. Sveitarstjórnarkosningar eru framundan og þá hafa borgarar tækifæri til að kalla stjórn- málamenn til ábyrgðar og velja sér nýja fulltrúa til næstu fjögurra ára. Hvort sem þú vilt meira af því sama eða eitthvað allt annað þá ættir þú að nýta atkvæðaréttinn og taka afstöðu. Sérvaldar baunir frá þekktustu kaffisvæðum heimsins tryggja hið mjúka bragð, lokkandi ilminn og fersklegt eftirbragðið. BKI Classic Undirbúðu þig fyrir kosningavökuna og kauptu gott BKI kaffi. Fylgstu með hvað kemur upp úr kjörkössunum til enda með ljúffengt BKI kaffi þér til trausts og halds. Nú er tækifæri fyrir gott BKI kaffi. sveitarstjórnarkosningar eru á morgun! Fagnaðu kosningaréttinum með BKI kaffi Það eru kosningar á morgun Kjóstu BKI kaffi BKI Extra Snöggristað við háan hita. Þannig næst fram ríkara kaffibragð við fyrsta sopa en léttur og mjúkur keimur fylgir á eftir. ?x Slitastjórnir ósam- mála um innlán Slitastjórn Landsbankans viðurkennir heildsöluinnlán sem forgangskröfur en Glitnir meðhöndlar þau sem almennar kröfur. 300-400 ágreiningsmál á leið fyr- ir dómstóla. Eignir duga fyrir 88% af forgangskröfum en 34% af heildarskuldum. ■ Skilanefnd og slitastjórn Landsbankans hafa ákveðið að rifta nokkrum ráðstöfunum sem stjórnendur Landsbankans gerðu fyrir hrun. Ekki var upplýst á blaðamannafundi í gær hvaða viðskiptum riftunarmálin tengj- ast og gegn hvaða einstaklingum þau verða höfðuð. Fleiri riftunarmál eru til skoðunar en frestur til að höfða þau rennur ekki út fyrr en haustið 2011. Endurskoðendur Deloitte hafa meðal annars rannsakað bókhald bankans fyrir skilanefnd og slitastjórn og er sú vinna enn í gangi. ■ Skilanefnd Landsbankans á nú um 220 milljarða króna í reiðufé. Það eru tæp 20 prósent af áætluðu verðmæti eigna bankans. Stærstur hlutinn hefur komið inn vegna afborgana af skuldum við bankann frá því eftir hrun. Vegna ágreinings um meðferð krafna og hvernig eigi að ráðstafa eignum er ekki hægt að greiða þessa peninga út fyrr en dómstólar hafa fjallað um ágreiningsmálin. Á meðan eru peningarnir ávaxtaðir á reikningum sem bera lága vexti, að sögn Lárentsínusar Kristjánssonar, formanns skilanefndar, en þeir möguleikar sem bjóðast til að ávaxta fé hér á landi eru ekki margir um þessar mundir. Eiga 220 milljarða í reiðufé UPPGJÖR Slitastjórn og skilanefnd Landsbanka Íslands héldu blaðamannafund að loknum kröfufundi á Hilton Nordica-hótelinu í gær. Á annað hundrað fulltrúa kröfuhafa mættu til þess fundar en mikill ágreiningur er um hvernig eigi að flokka kröfur í þrotabú bankans. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.