Fréttablaðið - 28.05.2010, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 28.05.2010, Blaðsíða 26
PARTÝ OG GRILL Börn og unglingar eru yfirleitt mjög hrifin af mexíkóskum mat eða réttum og því tilvalið að útbúa mex- íkósk snittubrauð sem eru ljúffeng og jafn góð nýkomin úr ofninum og þótt þau hafi kólnað. Þau eru falleg á partíborðið og gott að narta í þau yfir sjónvarpinu. snittubrauð ólífuolía (má sleppa) rjómaostur, hreinn salsa- eða tacosósa ostur, rifinn nachosflögur Sneiðið snittubrauðið, penslið með örlítilli ólífuolíu, raðið brauðsneið- unum á ofnplötu og ristið í ofni við 200 gráður í um 6-7 mínútur eða þar til brauðið verður gullinbrúnt. Kælið og smyrjið með rjómaosti. Setjið síðan salsa- eða tacosósu þar ofan á og stráið rifnum ostinum yfir. Myljið síðan nokkrar nachosflögur og sáldrið yfir brauðsneiðarnar. Bakið við 200 gráður í um 5-6 mínútur þangað til osturinn hefur bráðnað. Hversu bragðsterkur rétt- urinn er fer eftir því hvort notuð er mild eða miðlungssterk salsa- eða tacosósa, svo ekki sé talað um þá bragðmestu. Einnig er gott að strá örlitlu paprikudufti yfir brauðið ef vill. Það er heldur ekki nauðsynlegt að rista brauðið fyrst en þá þarf að baka það í um 10 mínútur svo það verði stökkt. MEXÍKÓSK SNITTUBRAUÐ Poppkorn er jafnan vinsælt meðal barna og komið í litskrúðugan búning er það sérlega freistandi. 8 dl poppkorn (poppað) 4 msk. síróp 50 g smjörlíki 4 msk. flórsykur 1-2 dl litríkt sælgæti, til dæmis M&M Bræðið síróp, smjörlíki og flórsykur saman í potti við vægan hita. Setjið poppkornið í skál og hellið blöndunni yfir og hrærið vel saman við poppið. Blandið sæl- gætinu loks saman við og skiptið öllu í 12 múffuform. Kælið í a.m.k. 1-2 klukkustundir. POPPKORNSKÖKUR Hver stenst freistandi poppkornskökur meðan beðið er eftir Heru á sviðið? „Á Eurovision-kvöldi tilheyrir að koma saman og hafa eitthvað gómsætt til að maula með og þá skemmtilegt að hafa eitthvað fyrir alla og útbúa óvænta rétti til til- breytingar ef maður hefur tíma í stað þess að hella bara sælgæti og snakki í skál,“ segir Rósa Guð- bjartsdóttir, rithöfundur og bæj- arfulltrúi í Hafnarfirði, en hún er kunn fyrir freistandi uppskriftir að spennandi réttum. „Ég byrjaði að gera poppkök- urnar fyrir fyrsta barnaafmæli minna fjögurra barna fyrir fimmt- án árum og þær eru alltaf jafn vin- sælar. Meira að segja sá fimmtán ára er enn jafn hrifinn og sama á við um alla aldurshópa barna. Mín reynsla er svo sú að bæði börn og unglingar hrífast af mexíkóskum mat, en ferskt og kryddað bragð- ið fellur jafnt ungum sem hinum eldri í geð og er sniðugt ef maður vill gera öllum til geðs,“ segir Rósa um réttina tvo sem hún gefur upp- skrift að og mælir með fyrir sjón- varpsveisluna miklu annað kvöld. „Poppið er fallegt sælgæti sem kemur á óvart. Það er fjör í því og skemmtilegar andstæður í söltu og sætu bragði saman. Um leið og það er komið í múffuform verður það enn meira freistandi en venju- legt popp í skál,“ segir Rósa sem leggst alfarið gegn sérfæði barna á venjulegum matmálstímum fjöl- skyldna, en nýtur þess að úthugsa og útbúa mat fyrir börn þegar veislan er þeirra. „Börn eru skemmtilegustu gest- irnir og fátt ánægjulegra en að útbúa krakkaboð því þau eru svo þakklát og ánægð með það sem fyrir þau er gert.“ Rósa segir Eurovision-kvöld hefðbundin hjá sinni fjölskyldu sem skiptist á að hittast í húsum vina og deila með sér góðgæti á borðin. „Þetta er eitt af mínum uppá- haldskvöldum. Ég hef yndi af öllu tilstandi þar sem fólk kemur saman, hvort sem það er yfir Eur- ovision eða íþróttakappleikjum því ég er mikil stemningsmanneskja og lifi mig inn í það alla leið. Að gera sér glaðan dag í góðra vina hópi er dásamlegt; það er bara lífið.“ thordis@frettabladid.is Lífið að gleðjast saman Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva er með vinsælustu sjónvarpskvöldum yngstu kynslóðanna og fjölskyldupartís beðið með óþreyju af börnum lands. Þá er gaman að gleðja maga þeirra sérstaklega. Rósa Guðbjartsdóttir er landsþekktur matgæðingur og margir sem njóta í faðmi fjölskyldunnar uppskrifta hennar úr matreiðslubókinni Eldað af lífi og sál, en þar er einmitt mexíkóskt lasagna sem hún hefur fengið feikilegt lof fyrir og fellur öllum aldri í geð. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SUSHI OG SÓL ! 60 BITA VEISLUBAKKI VERÐ KR. 8900,- OSUSHI -THE TRAIN Lækjargötu 2a og Borgartúni 29 sími 561 0562 / www.osushi.is Gunnlaugur Guðmundsson stjörnuspekingur verður með fyrirlestur á Krúsku, laugardaginn 29. maí frá kl. 13:00– 15:00 Fyrirlestur laugardaginn 29. maí kl. 11.00 – 13.00 VEITINGASTAÐUR - VERSLUN - TAKEAWAY Suðurlandsbraut 12 - Sími 557 5880 - www.kruska.is Opið alla virka daga frá 11:00 til 20:00 Fyrirlesturinn ber nafnið " Hvernig breytum við hugsun og nýtum gömlu gildin í uppbyggingu samfélagsins?” Láttu ekki þessa fræðslu fram hjá þér fara og skráðu þig í síma 557 5880 eða á netfang kruska@kruska.is. Verð kr. 1.500 og eru léttar veitingar innifaldar. Næring fyrir sál og líkama. Gunnlaugur Guðmundsson stjörnufræðingur Hvað ber framtíðin í skauti sér? Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is - sími 512 5473 Henný Árnadóttir henny@365.is - sími 512 5427 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is - sími 512 5447
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.