Fréttablaðið - 28.05.2010, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 28.05.2010, Blaðsíða 30
2 föstudagur 28. maí núna ✽ listin í borginni augnablikið Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Forsíðumynd Valgarður Gíslason Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is sími 512 5462 Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 TÆKNIVÆDD Leikkonan og súperpæjan Kate Hudson leit út fyrir að vera í eigin heimi þar sem hún gekk um götur New York með andlit- ið ofan í iPad. ALDÍS PÁLSDÓTTIR LJÓSMYNDARI Ég ætla að eyða helginni úti á landi með myndavélina mína. Byrja föstudag- inn á því að mynda uppi á Skaga fyrir bók sem ég er að myndskreyta og fer svo upp í Tungu með tvær óléttar á laugardaginn. Kannski tek ég á móti einu lambi þar áður en ég bruna í bæinn aftur í útskriftarveislu. Jafnvel tek ég fjölskyld- una með mér í þessi útálandi-verkefni svo við getum öll notið sveitasælunnar. helgin MÍN Leikkonur á Lindargötu Elma Lísa Gunnarsdóttir er hald- in kaupgleði þegar kemur að fal- legum flíkum. Því er heppilegt fyrir aðrar konur hversu oft hún tekur til í geymslunni hjá sér og selur spjar- irnar sínar á markaði. Einn slík- ur verður haldinn á Lindargötu 6 á morgun á milli klukkan 11 og 18. Með Elmu Lísu verður leik- konan Nanna Kristín Magnúsdótt- ir sem einnig er smekk- kona mikil. Tilvalið er að heimsækja vin- konurnar á morgun, þiggja hjá þeim kaffi- bolla og plata þær til að dressa sig upp fyrir Eurovision- kosningapartí- ið. Með F.T. á línunni Umboðsmaður Heru Eurovision- drottningar, Valgeir Magnús- son, fékk óvenjulegt símtal til Óslóar í gærdag. Símtal- ið var frá blaðamanni Financi- al Times sem vildi vita hvernig áhrif það myndi hafa á sálarlíf landa hans að halda keppnina hér að ári. Valgeir sagði blaðamannin- um að það myndi auka hamingju Íslendinga til muna að halda hér keppnina. „Ég sagði honum að við værum þannig fólk að ef rútan fest- ist í drullu færum við öll saman út að ýta. Við myndum finna út úr þessu saman,“ sagði Val- geir í samtali við Fréttablaðið í gær. Í sumar verður hægt að slá tvær flug-ur í tískuvöruversluninni Kow og kaupa falleg föt á sjálfa sig og börn- in sín í leiðinni, en barnafatalínan Ígló verður með aðsetur í versl- un Kow í sumar. „Ígló passar vel við það sem ég er að gera. Þær nota pífur, slaufur og liti, eins og ég hrífst af sjálf,“ segir Kolbrún Ýr Gunnarsdóttir, sem rekur verslunina Kow á Lauga- vegi 51. Sjálf einbeitir Kolbrún sér alfarið að kvenfatnaði og ætlar sér ekki að hella sér út í barnafötin. „En ég hef rosalega oft fengið þá fyrir- spurn hvort ég ætli ekki að fara að gera barnaföt líka. Þetta er fín leið til að bregðast við því líka.“ Í gærkvöld var haldin vegleg veisla í verslun Kow, þar sem Ígló og sum- arið voru boðin velkomin í verslun- ina. Barnafötin frá Ígló verða til sölu hjá Kow í sumar: Pífur, slaufur og litir Að sjálfsögðu er ég hamingjusöm. Fjárhagslegi stuðn-ingurinn hjálpar mér að stunda það heilshugar sem ég hef verið á kafi í frá því ég var í bleiu – að gera mynd- list. Hann gerir mér líka kleift að koma í gegn ákveðnu verkefni sem ég er farin að hafa þráhyggju fyrir. Svo finnst mér það mikill heiður að vera talin á meðal þeirra bestu og sett í hóp þessara miklu kvenna sem hafa feng- ið verðlaunin á undan mér,“ segir myndlistarkonan Sara Riel, sem fékk á miðvikudaginn afhent verðlaunafé og viðurkenningu úr Listasjóði Guðmundu S. Kristinsdótt- ur fyrir framlag sitt á sviði myndlistar. Sjóðinn stofnaði Erró til minningar um frænku sína, Guðmundu S. Kristinsdóttur frá Miðengi. Er honum ætlað að efla og styrkja listsköpun kvenna. Þetta er í ellefta sinn sem styrkur er veittur úr sjóðnum en framlagið rennur til listakonu sem þykir skara fram úr. Á meðal þeirra kvenna sem áður hafa hlotið viðurkenningu úr sjóðnum eru Ólöf Nordal, Finna Birna Steinsson, Katrín Sigurðardóttir, Gabríela Friðriksdóttir og Hekla Dögg Jónsdóttir. Í sumar má búast við að sjá Söru einhvers staðar uppi í stiga með pensla og málningarfötu, en hún er þekkt fyrir draumkennd verk sín á húsveggi í miðbæ Reykjavíkur sem eru í miklu uppáhaldi margra veg- farenda, stórra sem smárra. Sara verður öll dularfull þegar reynt er að forvitnast um verkefnið sem hún er farin að fyllast svo djúpri þráhyggju yfir. „Þetta er dá- lítið leyndarmál enn þá. En við skulum segja að verkið muni spretta upp einhvers staðar í Reykjavík. Þannig gef ég þessa peninga beint aftur til borgarbúa,“ segir Sara, en verður svo þögul sem gröfin og segir ekki orð um það meir. - hhs Myndlistarkonan Sara Riel hlaut Guðmunduverðlaunin í ár fyrir framlag sitt á sviði myndlistar: STYRKURINN LÉTTIR Á ÞRÁHYGGJUNNI Mikill heiður Sara Riel tekur við Guðmunduverðlaununum úr hendi Hafþórs Yngvasonar, safnstjóra Listasafns Reykjavíkur. þetta HELST
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.