Fréttablaðið - 28.05.2010, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 28.05.2010, Blaðsíða 34
2 • POPP er fylgirit Fréttablaðsins. POPP kemur út einu sinni í mánuði. Ritstjóri: Atli Fannar Bjarkason atlifannar@frettabladid.is Útlitshönnun: Arnór Bogason Sölustjóri auglýsinga: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is • sími 512 5411 Útgefandi: 365 hf. 4 7 10 14 Popp hvetur lesendur sína til að senda myndir eða sms í síma 696 6766 eða tölvu- póst á popp@frettabladid.is. Sendið sniðug- ar myndir, segið hvað ykkur finnst um efni blaðsins eða hvað þið viljið sjá í Poppinu. PÓSTUR! MYNDIR, SMS OG TÖLVUPÓSTUR ÉG ER Á RANGE ROVER … … Og ég má leggja hvar sem er, hvernig sem er. Pirraður les- andi sem fann ekki stæði fyrir utan vinnuna sína sendi okkur þessa. HVERNIG? Þetta minnir á atriði úr myndinni Austin Powers. Hvernig fer maður að þessu? Lesandi Popps útskýrði það ekki. Íþróttafréttamenn og hljómsveitin Who Knew voru efst í huga lesenda Popps þennan mánuðinn. Svo vildi ein/n komast á forsíðuna, en hvern eða hverja vilt þú sjá þar? Sendu okkur línu! VIÐ HÖFUM ENGU VIÐ ÞESSAR MYND- IR AÐ BÆTA EN VIÐ BIRTUM ÞÆR SAMT Kæra Popp Bein útsending af klóinu? Er ég einn um að vera ósáttur við íþróttafrétta- menn á Íslandi í dag? Þá er ég er aðallega að tala um þá sem vinna hjá Ríkinu því þeir eru skömminni skárri hjá Stöð 2 Sport. Þeir eru ekki allir góðir, en þeir sleppa. Það eru ekki oft beinar útsendingar frá boltanum á RÚV en nú er HM framundan og þá hefur maður áhyggjur. Hann er ágætur þessi nýi, Einar handboltamaður. Ég get hins vegar ekki sagt að ég hlakki til að hlusta á Adolf Inga í 90 mínútur. Og hvað þá þennan Hjört Hjartarson sem hljómar alltaf eins og hann sé á klósettinu þegar hann er að tala. Hann er kannski skæður fyrir fram- an markið en hann gæti fengið mann til að skipta um stöð í úrslitaleiknum. Eru pöbbarnir í bænum ekki með erlenda þuli? Brynjar, 25 ára úr Reykjavík Okkur þykir þetta leitt, Brynjar. Spurning um að lækka í hljóðinu og lýsa sjálfur fyrir fjölskyldu og vini? Kæra Popp Hver veit um Who Knew? Ég fór á útgáfutónleik- ana hjá Who Knew eftir að ég las viðtalið við þá. Skemmtileg hljómsveit en það truflar mig pínu hvað þeir minna mig á hljómsveit sem ég sá einhvern tíma á Airwaves. Ég man ekki hvað hljómsveitin heitir en tónleikarnir voru á Gaukn- um. Vitið þið hvað ég er að tala um? Anna úr Reykjavík Já. Wolf Parade. Frábær hljómsveit og Who Knew er líka frábær hljómsveit! Kæra Popp Hvar er ég? Af hverju er ég aldrei á for- síðunni ykkar? Mig langar að vera frægur. Hringið í mig. Einhver úr óskráðu símanúmeri. Takk fyrir ábendinguna ókunnuga manneskja. Við verðum í bandi. Hollenska dauðarokksveitin Pestilence spilar á Sódómu Reykjavík í kvöld. Pestilence var stofnuð 1986 og gaf út nokkrar áhrifaríkar plötur á árunum 1989 til 1993. Sveitin kom saman eftir langt hlé fyrir um tveimur árum og gaf út plötuna Res- urrection Macabre sem þótti heppnast vel. Í kjölfarið hefur sveitin verið bókuð til að spila á stærstu þungarokkshátíðum heims. Tónleikarnir í kvöld hefjast stundvíslega klukkan 23 og er miðaverð 2.000 krónur. Hljómsveitirnar Wistaria, In Memoriam, Atrum og Gruesome Glory hita upp. HOLLENSKT DAUÐAROKK Á SÓDÓMU PESTILENCE Dauðarokksveitin Pestilence spilar á Sódómu Reykjavík í kvöld. WHO KNEW Gleði hjá Ring í d ag Ringjarar geta náð sér í Komdu til bak a, sigurlagið í Söngk eppni framhaldssk ólanna, á farsímavefnum m .ring.is í dag. Gildir í dag, föstud ag Sigurlagið fyrir 0kr. Farðu inn á farsím avefinn m.ring.is og óskaðu eftir að fá lagið og hringitóninn bein t í símann. E N N E M M / S ÍA / N M 4 19 7 1 FYLGIRIT FRÉTTA BLAÐSINS • APR ÍL 2010 Hringdu í síma ef blaðið berst ekki Bar 11, eitt helsta rokkafdrepið í Reykjavík, opnar á nýjum stað um helgina. Barinn verður hér eftir þar sem Alþjóðahúsið var áður og hefur húsið þegar verið merkt merki Ellefunnar. Bar 11 hefur eins og nafnið gefur til kynna alltaf verið á Laugavegi 11 og hafa plötusnúðarnir Biggi í Maus, Óli Dóri, Matti af Rás 2 og Gulli Ósóma séð um stemn- inguna undanfarin misseri. Rokktónlist mun einnig ráða ríkjum á nýja staðnum og það verður forvitnilegt að sjá hvernig stað- urinn spjarar sig á nýjum stað, en hann hefur verið gríðar- lega vinsæll hingað til. PLÖTUSNÚÐ- UR Biggi í Maus verð- ur á Ellefunni á nýjum stað um helgina. BAR 11 Á NÝJUM STAÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.