Fréttablaðið - 28.05.2010, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 28.05.2010, Blaðsíða 40
8 • Hljómsveitin Endless Dark var stofnuð á Ólafsvík árið 2004 af félögunum Agli, Kela, Daníeli og Atla. Árið 2006 gekk söngv- arinn Viktor í hljómsveitina og á síðasta ári bættist svo gítarleikarinn Gummi við. Hljómsveitin hefur tvisvar sinnum tekið þátt í hljómsveitakeppninni Global Battle of the Bands á Íslandi og til að gera langa sögu stutta þá töpuðu strákarnir í fyrra skiptið og unnu í það seinna. Undirritaður var í dómnefnd í báðum keppnunum og getur vottað það að Endless Dark tók stórstígum framförum á þessum þremur árum sem liðu á milli keppna. Í dag er hljómsveitin ein öflugasta tónleikasveit landsins. Ekki slæmt fyrir hóp af strákum þar sem aldurs- forsetinn er 22 ára gamall og þeir yngstu að skríða yfir sjálfræðisaldurinn. Vinna og spila tónlist Hvað gerðist á árunum 2007 til 2010? Hvernig tókst hljómsveitinni að stökkbreyt- ast eins og hún gerði? Atli: „Við æfðum rosalega oft og byrjuðum að hlusta á nýjar hljómsveitir.“ Keli: „Og við höfum ekkert annað að gera í Ólafsvík.“ Þið eruð sem sagt bara að spila tónlist og vinna? Atli: „Já. Og hlusta á tónlist. Hljómsveitin var enn þá að mótast þegar við kepptum árið 2007.“ Endless Dark er hljómsveit sem lítur út eins og hljómsveit. Húðflúrafjöldinn er á við hljómsveitina Mínus og klæðnaður- inn að mestu samstilltur. Þá mættu þeir með sléttujárn í myndatökuna og eru ekki hræddir við að viðurkenna að þeim finnst mjög skemmtilegt að hittast og hafa sig til. Hljómborðsleikarinn Egill neitar þó að taka þátt í stílæfingunum sem fela meðal annars í sér að skiptast á fötum. Ekki sjómenn Þið hljótið að eyða talsverðum tíma saman, þar sem þið búið í litlum bæ og eruð saman í hljómsveit. Hvernig er það? Atli: „Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri. Við eigum enga aðra vini í Ólafsvík. Þannig að við erum alltaf saman.“ Hvað gerið þið annað en að æfa? Eru þið á sjó? Atli: „Ég held að enginn okkar hafi farið á sjó.“ Keli: „Ég fór einu sinni út á sjó og ældi í tólf klukkutíma. Einn dag úti á trillu. Það var ekki gaman.“ Ég gef mér að þið séuð öðruvísi en annað fólk þarna … Allir: „Já (hlæja). Eruð þið sér á báti þarna í bænum? Atli: „Já.“ Eru fjölskyldur ykkar sjóarafjölskyld- ur? Atli: „Hans allavega (bendir á Kela). Okkar bræðranna er tónlistarfjölskylda (Atli, Egill og Viktor eru bræður). Daníel: „Mín er í skólanum.“ Atli: „Öll ættin hans er búin að kenna mér. Pabbi hans kenndi mér á gítar, mamma hans var aðstoðarskólastjóri, amma hans kenndi mér myndmennt og afi hans rak mig út úr tíma og hataði mig.“ Keli: „Fjölskyldan mín er sjóarafjöl- skylda. Svo er ætlast til þess að ég sé í fótbolta.“ Atli: „Einu sinni var ég að tjilla heima hjá honum þegar hann ákvað að fara ekki á fótboltaæfingu. Þá kom þjálfarinn brjálaður heim til hans og sagði honum að koma á æfingu.“ Ertu semsagt góður í fótbolta? Keli: „Nei … ég var kannski ágætur. Það er kannski erfitt að missa menn úr liðinu í Ólafsvík. Rúllaði upp Battle of the Bands Endless Dark er undir áhrifum frá hljómsveit- unum Under Oath, Asking Alexandria, Kills- witch Engage, Of Mice and Men, We Came as Romans. Fávísi blaðamaðurinn sem þetta skrifar hefur aðeins heyrt í hljómsveitinni Killswitch Engage. Hinar gætu alveg eins verið nöfn á kvikmyndum. Tónlistarstefnur á við metalcore og emó hafa ekki verið mikið brúkaðar af undirrituðum, en þrátt fyrir það fékk Endless Dark fullt hús stiga frá honum á Global Battle of the Bands. Eins og reyndar frá öllum dómurunum. Með öðrum orðum: Endless Dark rúllaði keppninni upp. Bjuggust þið við sigri þegar þið mættuð suður með hljóðfærin ykkar? Gummi: „Við bjuggumst alveg við að við ættum möguleika.“ Atli: „Við erum ekkert rosalega hógværir og bjuggumst við að komast í eitt af þremur efstu sætunum.“ Gummi: „Svo vorum við skíthræddir þegar það átti að reka okkur úr keppni.“ Endless Dark tók þrjú lög á lokakvöldi Battle of the Bands – einu of mikið. Dóm- nefndin bjóst í fyrstu við að hljómsveitin væri hreinlega að dissa keppnina og fulltrúi dómnefndar var strax sendur upp á svið að stöðva gjörninginn. Hann komst ekki í tæka tíð þar sem sta að komast up svipinn á dóm þeir yrðu rekn sleppti þeim m voru þátttöku Battle of the B lenti í öðru sæ Daníel: „Það lands.“ Atli: „Við fó til Glasgow. V þurftum að ta Ýmislegt ves það er að eitt h þessa sex man heilir heim og og Jóhanna G vasanum. Hve Reynir fyrir Atli: „Við tókum keppnina í Bo EKKERT AÐ GERA SPILA TÓNLIST ÞEIR ERU Í ST GRUNDARFI DARK LEIKU GLOBAL BAT AÐALKEPPN ORÐ: Atli Fannar Bjarkason MYNDIR: Valli ATLI: „ÞETTA ER ÞAÐ SKEMMTILEGASTA SEM ÉG GERI. VIÐ EIGUM ENGA AÐRA VINI Í ÓLAFSVÍK. ÞANNIG AÐ VIÐ ERUM ALLTAF SAMAN.“ KELI: „ÞA ATLI: „ÉG TELJA.“ KELI: „ÉG – EN ÉG T
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.