Fréttablaðið - 28.05.2010, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 28.05.2010, Blaðsíða 50
6 föstudagur 28. maí núna ✽ fegurð innan sem utan É g hef verið að kenna jóga, pilates og halda tónlistarnám- skeið fyrir börn í fimm ár og mig hefur alltaf dreymt um að stofna einhvers konar stúdíó utan um starfsemina,“ segir Hrafnhildur Sigurðardóttir, stofnandi heilsu- ræktarinnar Jafnvægis í Garðabæ. Hún er að mörgu leyti ólík öðrum heilsuræktarstöðvum sem í boði eru. „Ég vil að fólk geti komið hingað og kastað af sér stressinu sem truflar það dagsdaglega með því að komast inn í allt annað andrúmsloft. Hér er alltaf róleg tónlist og allt á þægilegu nótun- um. Það eru fáir í hverjum tíma og lögð áhersla á að laga æfingarnar að hverjum og einum.“ Tímarnir í Jafnvægi byggja flest- ir á Stott Pilates, jóga og æfingum með TRX-bönd. Allar miða æfing- arnar að því að þjálfa djúpvöðv- ana og hlúa að kjarna sínum. „Við erum að vinna með grunn- inn, bæði djúpvöðvana og grunn- inn í okkur sjálfum. Við vinnum innan frá og út, en ekki öfugt eins og er svo algengt.“ Morguntímarn- ir hennar hafa vakið mikla lukku, en þá kallar Hrafnhildur „orkugef- andi morgunjóga“ og byggir þá á Hatai-jóga, sem virkjar orkustöðv- ar l íkamans og gefur fólki kraft til að taka með sér út í daginn. Tónlistarnám- skeiðin fyrir börn, s e m H r a f n h i l d - ur hefur staðið fyrir í nokkur ár, fara líka fram í Jafnvægi. Og nú er hún líka búin að gefa út bók, Með á nót- unum 2, sem er framhald af fyrri bók Hrafnhildar. „Þetta er langþráð viðbót fyrir þá sem lásu og sungu upp úr hinni bókinni sem kom út árið 2006. Svo fylgir geisladiskur og nótur bók- inni, þannig að þetta er upplagt fyrir tónlistarkennslu, leikskóla, ömmur og afa og alla þá sem syngja með börnum.“ - hhs Í heilsuræktarstöðinni Jafnvægi er lögð áhersla á andlega og líkamlega heilsu: Í JAFNVÆGI ER EKKERT STRESS Með á nótunum 2 Hrafnhild- ur er ekki bara í heilsuræktinni heldur tónlistinni líka og hefur nýverið gefið út bókina Með á nótunum 2. Skóbúðin Manía sem áður var á horni Laugavegs og Bergstaða- strætis hefur nú verið flutt ofar á Laugaveginn í stærra og betra húsnæði. „Við byrjuðum að flytja 1. maí en opnuðum ekki fyrr en fyrir tveim vikum. Ástæðan fyrir flutningun- um var sú að það á að opna veit- ingastað í húsinu sem við vorum í áður. Í raun var þetta lán í óláni því við vorum búin að sprengja hitt húsnæðið utan af okkur og þess vegna er fínt að vera komin í stærra pláss,“ útskýrir María Birta Bjarnadóttir, eigandi versl- unarinnar. Manía er fyrst og fremst skó- verslun en þar má einnig finna fjölbreytt úrval af sólgleraugum auk annarra fylgihluta. „Við selj- um í raun allt sem byrjar á bók- stafnum s, skó, sólgleraugu, sokka- buxur og skart,“ segir María Birta og hlær. Aðspurð viðurkennir hún fúslega að vera veik fyrir falleg- um skóm líkt og flestar konur. „Jú, ætli ég sé ekki hálfgerður skófík- ill eins og flestar stelpur. Ég hef að minnsta kosti mjög gaman af því að panta þá inn,“ segir hún að lokum. - sm Skóbúðin Manía flytur sig um set: Selja allt sem byrjar á s Skófíkill María Birta Bjarnadóttir, eigandi skóverslunarinnar Maníu, segir ánægju- legt að vera komin í stærra húsnæði. MYND/ÚR EINKASAFNI HINN FULLKOMNI LITUR Sumarið er rétti tíminn til að hvíla sig á þekjandi farða og láta litað dagkrem duga á húð- ina. Með Color to mix frá Helenu Rubinstein er hægt að búa til sitt eigið litaða dag- krem. Með því að setja einn eða tvo dropa af efninu í dagkremið eða sólarvörnina er hægt að búa til sína eigin fullkomnu blöndu. FR É TT A B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Í Jafnvægi Hrafnhild- ur Sigurðardóttir, eig- andi heilsuræktarinnar Jafnvægis, segir að þar sé unnið innan frá og út, öfugt við hugmynda- fræðina sem sumar aðrar heilsuræktarstöðvar bygg- ist á. Opium frá Yves Saint Laurent kom fyrst fram á sjónarsvið- ið árið 1977 og hefur síðan verið fáanlegt í ýmsum útgáfum, allt eftir straumum og stefnum hvers tíma. Ilmurinn er afar kvenleg- ur og í honum má meðal ann- ars merkja keim af mandarínu, vanillu, myrru og patchouli. Nú er Opium fáanlegt í fallegri upp- runalegri hönnun, sem gerir hann að fullkominni gjöf fyrir hverja þá konu sem haldin er pínulítilli for- tíðarþrá og kann að meta fágað- an ilm. Aftur í tímann með Opium LEIÐSÖGUSKÓLINN ICELAND TOURIST GUIDE SCHOOL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.