Fréttablaðið - 28.05.2010, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 28.05.2010, Blaðsíða 64
32 28. maí 2010 FÖSTUDAGUR BAKÞANKAR Páls Baldvins Baldvins- sonar ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Úff, þetta gæti orðið erfitt mál að leysa. Fékkstu eitthvað flott í jólagjöf? Já held- ur betur! Aðalgjöfin var fondúsett sem Camilla fékk frá for- eldrunum! Jahá, það hlýtur að vera mikið notað! Hvað heldur þú? Ég get ekki beðið eftir að dýfa þurrum brauðbitum ofan í bræddan ost! Nammi! Er það rétt skilið hjá mér að Camilla hafði yfirum- sjón með jólagjafalist- anum? Algerlega! Til dæmis lenti ástralska útgáfan af sóló- plötu Peter Criss mjög neðarlega á listanum! Fyrir neðan sósukönnu og eggjalituð handklæði! Þú býrð með konu núna Jói minn, það er bara þannig! Með kostum og göllum? Jamm! PALLI?? Hvað fær þig til að fara á fætur og koma niður fyrir hádegi á laugardegi? Ætli það séu ekki hvatarnir tveir í lífi mínu... ... hungur og þyngdaraflið CSI: Jurassic Vá, það er geð- veik teppaút- sala þarna! Hugsaðu þér... mjúkt teppi sem er ekki með neina bletti eða göt. Eins og þetta myndi líta eitthvað öðruvísi út. Já, en UNDIR draslinu væri glænýtt teppi. Alltaf stinga upp kollinum nýir tískufrasar í tali þeirra sem fara með himinskautum í opinberri umræðu. Væri Orðabókinni sæmst að halda úti leppa- skrá á netinu sem mældi tíðni frasanna og skilgreindi um leið hvaða hugmynd virðist liggja að baki – nú eða hugmyndaleysi. Í útvarpsþætti á gufunni á fimmtudag varð málsnjallri ungri konu tíðrætt um orku, ekki orkumál í skilningi virkjunarmála eða orkuneyslu landsmanna, nei, hún var að tala um persónuleika og hæfni flytjenda í dansverki. Jón var með öðruvísi orku en Gunna og orka karlmanna var önnur í samstarfi hópdans en orka kvenna. Lík- ast til er þetta bráðdrepandi smit úr nýaldarfræðum sem er lagst á sinnið á leikhúsfólki þar sem ég hef rekist mest á leppinn upp á síðkastið en hætt er við að leppasæknir spjallmenn taki það upp á stærri vettvangi. ÞANNIG hlýtur Ögmundur Jón- asson að hafa orku ólíka Pétri Blöndal, Hanna Birna að hafa orku ólíka Sóleyju Tómasdótt- ur. Auglýsing hennar sýnir aðra orku en auglýsingar Dags. Orkuþvaðrið er ígildi margra nákvæmari lýsinga á hæfileik- um, geislun og áhrifamætti ein- staklinga. Tiltækið að misnota orkuna á þennan hátt skilur raunar eftir tóm í merkingu, gat sem allir geta spáð í – vitaskuld vegna þess að þeir hafa mis- munandi orku. VÍST gæti Orkustofnun sett mælitæki á menn. Af okkur stafar krafti í hverju sem við tökum okkur fyrir hendur. Arkitekt greindi frá því að hitakostnaði í breskum barnaskólum væri haldið lágum yfir nótt og orkumagn nemenda sem kæmu heitir inn í morguninn dygði til að hækka hita- stigið svo það yrði viðunandi til setu eftir tiltekinn mínútufjölda í skólastofunni að morgni dags. Við eigum örugglega heims- met í orkusóun á hverjum degi í hitun húsa, keyrslu bíla, áti á rafmagni, van- nýtingu á hæfileikum. Við erum jú vélar og á mörgum okkar sést í holdafari slak- ur orkubúskapur. Íslenskt samfélag gæti örugglega sparað mikið í orkuneyslu sinni og nýtt hana í annað og þarfara. EN til þess að breyta því þarf líka orku. Breytingar útheimta líka orku og marg- ir nenna því ekki, hafa ekki til þess þá hirðusemi sem þarf og þekkja ekki hvað orkan er okkur dýr af því að við hugsum ekki þannig. Við erum spreðarar á stór- um skala. Við höfum þannig orku og það er eyðslusemi sem kostar mikla orku. Eða þannig. Orðaleppar og angurgapar VILTU VINNA EINTAK? 10. HVERVINNUR! Á DVD OG BLU-RAY MEÐ ÍSLENSKU TALI! Vinningar afhentir í ELKO Lindum. 199 kr/skeytið. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. FULLT AF AUKAVINNINGUM TÖLVULEIKIR • DVD MYNDIR • GOS OG MARGT FLEIRA! SENDU SMS SKEYTIÐ EST SKV Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ EINTAK!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.