Fréttablaðið - 28.05.2010, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 28.05.2010, Blaðsíða 78
46 28. maí 2010 FÖSTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 SJÓNVARPSÞÁTTURINN LÁRÉTT 2. heimili, 6. samþykki, 8. vandlega, 9. þrá, 11. í röð, 12. sæti, 14. ról, 16. nafnorð, 17. móðuþykkni, 18. námstímabil, 20. ólæti, 21. afli. LÓÐRÉTT 1. útihús, 3. átt, 4. skraut- planta, 5. angan, 7. frilla, 10. sönghús, 13. prjónavarningur, 15. þrátta, 16. bjargbrún, 19. ónefndur. LAUSN LÁRÉTT: 2. inni, 6. já, 8. vel, 9. ósk, 11. lm, 12. stóll, 14. kreik, 16. no, 17. ský, 18. önn, 20. at, 21. fang. LÓÐRÉTT: 1. fjós, 3. nv, 4. nellika, 5. ilm, 7. ástkona, 10. kór, 13. les, 15. kýta, 16. nöf, 19. nn. Þjóðin mun eflaust sitja límd fyrir framan sjónvarpið á laugardags- kvöldið þegar úrslitakvöld Euro- vision fer fram í Telenor-höll- inni. Eflaust voru margir með öndina í hálsinum á þriðjudaginn þegar níu lönd af tíu voru komin áfram í úrslitin. Hera segist sjálf hafa verið alveg pollróleg og hún hefði ekki kosið að hafa þetta á neinn annan hátt. „Það hefði ekki alveg verið nógu töff. Sú staðreynd, að við vorum síðust, er bara vitnis- burður um að okkur hafi geng- ið svolítið vel og orðið á götunni hérna úti er að við höfum unnið okkar riðil. Auðvitað vorum við ægilega ánægð en vorum líka með- vituð um að þessi möguleiki væri alltaf fyrir hendi, að við sætum eftir,“ segir Hera. En þótt Hera sjálf hafi verið róleg verður ekki sagt hið sama um manninn henn- ar. Halldór Eiríksson var nánast lamaður af stressi, að sögn Heru. „Hann missti eiginlega bara mátt- inn fyrir neðan mitti og sat bara,“ útskýrir Hera og hlær. Sú nýbreytni var höfð á að varpa myndum af keppendum áður en ljósin kviknuðu á stóra sviðinu. Hera segist hafa verið að vinka syni sínum sem sat heima í stofu og síðasta hugsun hennar var, taktu þig saman í andlitinu, stelpa. „Maður heyrði bara hrópin og köllin, áfram Ísland og ég varð bara hrærð,“ segir Hera. Athygli hefur vakið hversu vel samstillt- ur íslenski hópurinn er, góður andi svífur yfir vötnum svo eftir er tekið. Hera segir að þar vegi reynslan af svona keppnum þungt. „Ég hef lært það sem bakradda- söngkona í þessi tvö skipti sem ég hef tekið þátt að það skiptir öllu máli að vera með fólk sem heldur ró sinni, tekur ekki leiðindaskrif inn á sig og er bara prófessjónalt í alla staði,“ segir söngkonan. Laugardagskvöldið ætlar Hera síðan að gera eftirminnilegt. „Mesta stressið er kannski búið, að komast í úrslitin. Ég hef alveg dásamlega tilfinningu fyrir kvöld- inu og ég hef fulla trú á laginu. Ef ég hefði hana ekki þá hefur enginn hana. Ég held að Íslendingar þurfi hreinlega að búa sig undir þá stað- reynd að næsta Eurovision-keppni verði haldin heima.“ freyrgigja@frettabladid.is HERA BJÖRK: ÉG HEF DÁSAMLEGA TILFINNINGU FYRIR ÞESSU Eurovision-keppnin verður haldin á Íslandi á næsta ári STJARNA Í ÓSLÓ Hera Björk Þórhallsdóttir er umsetin af fjölmiðlafólki á Eurovisionkeppninni í Ósló. Hún segir að Eurovision- keppnin verði haldin á Íslandi á næsta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/EÁ „Þetta er fyrsta alvöru keppnin fyrir þenn- an aldurshóp,“ segir María Björk Sverrisdótt- ir en hún ásamt Sigríði Beinteinsdóttur ætlar að þvælast um allt Ísland og leita að næstu söngstjörnu landsins í söngvakeppninni Rödd- in. Keppnin er hugsuð fyrir krakka á aldrinum tólf til sextán ára og ætlar Stöð 2 að fylgjast grannt með gangi mála en þættir um keppnina verða sýndir á sjónvarpsstöðinni í haust. María og Sigríður eru auðvitað þaulreynd- ar báðar tvær í þessum bransa, María hefur rekið Söngskóla Maríu Bjarkar í áratug og var umboðsmaður Jóhönnu Guðrúnar og Sigríður á farsælan feril að baki í söng, bæði ein og með hljómsveitinni Stjórninni. Þær segja mikla þörf fyrir svona keppni enda hafi bæði Idolið og X-Factor stílað inn á eldri markhópa. „Ég var mikið spurð sem dómari í Idolinu af hverju það væri engin svona keppni fyrir yngra fólk- ið. Þar var alltaf verið að horfa á fólk sem væri orðið sextán ára,“ segir Sigríður og undir það tekur María Björk. Þær segja jafnframt að svona keppni sé holl fyrir ungt fólk, þetta styrki sjálfsmynd þeirra og æfi það í að koma fram. „Þau læra líka að taka uppbyggilegri gagnrýni, þarna verður enginn niðurlægður heldur fær viðkomandi bara að heyra eitthvað jákvætt sem hann getur byggt á.“ Fyrsta leitin verður í Reykjavík á Hótel Loft- leiðum 19. júní og þaðan verður förinni heitið út á land. Sigurvegarinn fær veglegan farand- bikar og lag á safnplötu frá Senu sem gefin verður út fyrir jólin en allar nánari upplýsing- ar er hægt að nálgast á roddin.is. - fgg María og Sigga leita að nýjum stjörnum LEITA AÐ NÆSTU STJÖRNU María Björk og Sigríður Beinteinsdóttir ætla að ferðast út um allt land og leita að næstu söngstjörnu Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Fjölskylda Heru Bjarkar styður þétt við bakið á sinni konu á Eurovision-keppninni í Ósló. Frétta- blaðið tók foreldra hennar og 12 ára dóttur söngkon- unnar tali í gærdag í anddyri Radisson-hótelsins þar sem þau dvelja. Dóttirin, Þórdís Petra Ólafsdóttir sem er 12 ára, segir að Eurovision-keppnin leggist mjög vel í sig. Hún viðurkennir að sér finnist ennþá skrítið að sjá mömmu sína á sviðinu. „Það er dálítið skrítið, en samt ekki.“ „Hún er orðin svo vön stelpan!“ segir amma henn- ar, Hjördís Geirsdóttir sem er bjartsýn fyrir keppn- ina á laugardaginn. „Hún verður í topp tíu ef ekki bara í topp þrem. Hún Hera vinnur alltaf á sinn hátt, það er bara þannig.“ Hvernig er svo planið fyrir laugardaginn? „Við söfnumst saman fjölskyldan, fáum okkur að borða og förum bara í strætó eins og hinir og syngj- um og tröllum úti í sal með íslensku fánana. Við vorum öll hérna á þriðjudagskvöldið; systkini Heru, foreldrarnir og stelpan og nú er yngri sonur hennar farinn heim en við reynum að vera hérna eins mörg og við getum. Það er bara gaman, stuð og stemn- ing,“ segir Hjördís mamma Heru. Pabbi söngkonunnar, Þórhallur Geirsson, er að lokum spurður út í orðróm þess efnis að hann hafi grátið þegar dóttir hans komst áfram. „Já, þær vilja nú meina það dætur mínar að ég sé svolítið svona meyr stundum og það má rétt vera. Á þriðjudags- kvöldið var ótrúlegur spenningur orðinn í manni þegar það var eitt land eftir og maður ætlaði varla að trúa þessu en þvílíkur léttir þegar Ísland kom up úr umslaginu. Þetta var með ólíkindum að upplifa stemninguna þegar Ísland birtist á skjánum og hún á sviðinu.“ - eá Pabbi Heru grét í höllinni í Ósló STOLT Hjördís og Þórhallur, foreldrar Heru, með barnabarnið Þórdísi Petru á milli sín. FRÉTTABLAÐIÐ/EÁ „Sá þáttur væri Vampire Diaries, nóg af blóði og öðrum skemmtilegheitum.“ Embla Grétarsdóttir, leikmaður Vals. Heba Þórisdóttir, einn fremsti förðunarmeist- ari þjóðarinnar, hefur verið ráðin í ansi skemmtilega mynd sem stendur til að framleiða í hinni stóru Hollywood. Myndinni hefur enn ekki verið gefið nafn en aðalstjarna hennar er Kirstein Wiig sem er einn af aðalleikurum Saturday Night Live. Meðal ann- arra sem koma fram í myndinni er Matt Lucas, þekktastur fyrir leik sinn í Little Britain. Þrír íslenskir kvikmyndagerðar- menn eru nú staddir á alþjóðlegri kvik- myndahátíð í Pól- landi, nánar tiltekið í Gdynia. Þetta eru þau Hanna Björk Valsdóttir, Júlíus Kemp og Friðrik Þór Friðriksson, en sérstöku kast- ljósi verður beint að íslenskum og norrænum kvikmyndum og alls verða sjö íslenskar kvikmyndir sýndar á hátíðinni. Þeirra á meðal Draumalandið, Sólskinsdrengur- inn og Reykjavík Whale Watching Massacre. Högni Egilsson, söngvari hljóm- sveitarinnar Hjaltalín, útskrifast á morgun með BA-gráðu í tónsmíð- um frá tónlistardeild Listaháskóla Íslands. Útskriftartónleikarnir fara fram í Þjóðmenningarhús- inu og hefjast klukkan fjögur. Sígildir tónar Högna eru væntan- lega notaleg hvíld áður en europoppið frá Eurovision og kosningatölur fara að dynja á þjóðinni. - fgg FRÉTTIR AF FÓLKI VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á síðu 8. 1 Eftirlitsstofnun EFTA. 2 Rakel Dögg Bragadóttir. 3 Exile on Main Street sem fyrst kom út árið 1972.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.