Fréttablaðið - 29.05.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 29.05.2010, Blaðsíða 2
2 29. maí 2010 LAUGARDAGUR Þorsteinn, gekkstu þá ljósum logum? „Jú, það logar alveg úr mér!“ Þorsteinn Jakobsson göngugarpur eyddi í gær um þrettán tímum til að ganga á tíu tinda. Tilgangurinn var að safna áheitum fyrir endurhæfingar- og stuðningsmið- stöðina Ljósið. SPURNING DAGSINS FÉLAGSMÁL Sigurlaug Viborg, for- seti Kvenfélagasambands Íslands, segir sambandið leggjast gegn frumvarpi um afnám húsmæðra- orlofs. „Þetta er sérstaklega mikils virði fyrir fullorðnar konur sem ekki eru með neina digra sjóði á bak við sig. Félagslegi þátturinn er ekki síður mikilvægur því sumar konur hafa ekki aðstöðu til að ferð- ast nema í svona hóp,“ segir Sig- urlaug. Að upphaflegu frumkvæði bæjarstjórnar Hveragerðis álykt- aði Samband sveitarfélaga um að afnema ætti húsmæðraorlof og liggur nú fyrir á Alþingi frum- varp þessa efnis. Eins og lögin eru í dag greiðir hvert sveitarfé- lag eitt hundrað krónur á hvern íbúa til orlofsnefnda í sínu héraði. Þannig á Hveragerði að greiða um 210 þúsund krónur á þessu ári. Sveitarfélögin í heild greiða ríf- lega 30 milljónir á ári. „Þessar greiðslur frá sveitarfé- lögunum eru ekki það háar að það skipti öllu máli fyrir þau en skipta máli fyrir konurnar sem fá örlitla niðurgreiðslu á orlofsferðir,“ segir Sigurlaug. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjar- stjóri í Hveragerði, segir hins vegar að húsmæðraorlofið sé arfur fortíðar og frá þeim tíma þegar fólk hafi yfirleitt ekki farið í ferða- lög. Furðuleg sé að skikka sveitar- félög til að borga í orlofið. „Bæjarstjórnin hér er einhuga í því að lög um húsmæðraorlof séu algjör tímaskekkja, út frá jafnrétt- is- og jafnræðissjónarmiðum. Með sama hætti mætti segja að það ætti að vera orlof fyrir námsmenn, þeir eru líka blönk stétt,“ segir Aldís. Sigurlaug Viborg segir Kven- félagasambandið skila Alþingi umsögn um frumvarpið í júní. „Mér skilst að þetta frumvarp byggi á því að nú sé jafnrétti náð og því sé ástæða til að fella þetta niður. Ég er algjörlega ósam- mála því vegna þess að það er svo fjarri því að jafnrétti sé náð. Konur eru ennþá með miklu lægri laun en karlar og hafa þar af leið- andi miklu minni lífeyrissjóði og annað upp á að hlaupa í sambandi við orlof,“ segir Sigurlaug og bætir við að rekstur á heimilum sé ennþá að mestu í höndum kvenna. „Hver hugsar um matinn á hátíð- um til þess að öll fjölskyldan geti haft það yndislegt? Það eru nátt- úrulega yfirleitt húsmæðurn- ar. Þær eiga það fyllilega skilið að húsmæðraorlofið sé ekki fellt niður.“ gar@frettabladid.is Kvenfélög vilja verja orlofsfé húsmæðra Forseti Kvenfélagasambandsins segir húsmæðraorlof mikils virði fyrir konur sem ekki eigi digra sjóði. Bæjarstjóri Hveragerðis segir orlofið tímaskekkju sem brjóti gegn jafnrétti. En jafnrétti er einmitt ekki náð, segir kvenfélagaforsetinn. SIGURLAUG VIBORG Rekstur á heimilum er enn að mestu leyti í höndum kvenna og þær hafa lægri laun, segir forseti Kvenfélagasambands Íslands sem kveður alls ekki rétt að jafnrétti sé náð og finnst að húsmæður eigi enn skilið að fá húsmæðraorlof. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON VIÐSKIPTI Stjórn Íslandsbanka hefur ákveðið að knýja í þrot eignar- haldsfélög í eigu níu núverandi starfsmanna sinna sem fengu sam- tals 4,2 milljarða að láni frá Glitni fyrir hrun til að kaupa bréf í bank- anum. Stjórn Íslandsbanka sendi frá sér tilkynningu um málið í gær. Í henni segir að einkafélögin hafi öll verið stofnuð fyrir tilstilli Glitn- is og hafi verið hluti af hvata- og tryggðarkerfi bankans. Stjórnin beinir því nú til starfsmannanna að félögin verði gefin upp til gjald- þrotaskipta. Fyrirkomulagið var kynnt starfsmönnum árið 2008 sem eins konar kaupréttur. Hlutabréf- in sem félögin keyptu mátti ekki selja næstu þrjú ár. Kaupin voru tilkynnt til regluvarðar Glitnis og samkvæmt upplýsingum stjórn- arinnar var enginn arður greidd- ur út úr félögunum. Fjárhagsleg- ur ávinningu starfsmannanna var því enginn. „Stjórn Íslandsbanka telur þessa tegund hvatakerfis gagnrýni- verða,“ er haft eftir John E. Mack, varaformanni stjórnar Íslands- banka, í tilkynningunni. Niður- staðan hafi þó ekki áhrif á störf nímenninganna í bankanum. - sh Íslandsbanki knýr í þrot félög starfsmanna sem fengu há lán til hlutabréfakaupa: Hlutafélög starfsmanna í þrot AF AÐALFUNDI ÍSLANDSBANKA Vara- formaður stjórnar segir hvatakerfið hafa verið gagnrýnivert. FRÉTTABLAÐIÐ / STEFÁN PAKISTAN Minnst 80 manns létust og fjöldi særð- ist í árás á tvær moskur Ahmati múslíma í borg- inni Lahore í Pakistan í gær. Í gærkvöldi var ekki vitað hverjir stóðu fyrir ódæðinu eða hversu marg- ir árásar-mennirnir voru. Þeir beittu bæði hríð- skotarifflum og handsprengjum áður en þrír þeirra sprengdu sprengjur sem þeir báru innanklæða. Samkvæmt fréttum BBC hafa Alþjóðlegu mann- réttindasamtökin Human Rights Watch upplýsingar um að árásin sé sprottin undan rifjum pakistanskra talibana. Ahmati múslímar eru í miklum minnihluta í landinu og sæta ofsóknum af hálfu bókstafstrú- aðra múslíma sem saka þá um guðlast. Trúarhópn- um var bannað að kalla sig múslíma af pakistönsk- um stjórnvöldum árið 1973 og árið 1984 var bannið lögfest. BBC hefur eftir sjónarvottum að nokkrir árás- armenn hafi gert árás úr turnum bænahúsanna á sama tíma og aðrir héldu hópum fólks föngnum inn- andyra. Skotbardagar brutust út þegar lögregla og hermenn komu að byggingunum skömmu eftir að árásin hófst. Árásin í gær er ekki sú fyrsta gegn Ahmati mús- límum í Pakistan. Um áratugaskeið hefur reglulega verið ráðist gegn þeim en árásin í gær er sú langal- varlegasta til þessa. - shá Hryðjuverkamenn beittu handsprengjum og hríðskotarifflum gegn fólki á bæn: Tugir myrtir í árás á moskur LAHORE Í GÆR Almennir borgarar voru skelfingu lostnir eftir blóðbaðið en árásin og skotbardagar stóðu klukkustundum saman. NORDICPHOTOS/AFP ÁSTRALÍA Áströlsk stjórnvöld undirbúa málsókn gegn Japan vegna hvalveiða þeirra í Suðurhöf- um. Rökin fyrir málsókninni eru að veiðarnar gangi gegn alþjóða- banni við veiðum í atvinnuskyni en Japanar halda því fram að um vísindaveiðar sé að ræða. . Þessi ákvörðun Ástrala er fram komin vegna hugmynda innan Alþjóða hvalveiðiráðsins um að leyfa atvinnuveiðar með ströngum skilyrðum, þvert á þá stefnu sem hefur verið tekin á undanförnum árum. Ástralir hyggjast leggja fram kæru sína fyrir Alþjóðadóm- stólnum í Haag í næstu viku. - shá Hvalveiðar í Suðurhöfum: Ástralir í mál við Japana HVALVEIÐAR Í SUÐURHÖFUM Japanar hafa verið stórtækir í vísindaveiðum sínum og eru gagnrýndir fyrir vikið. NORDICPHOTOS/AFP SAMFÉLAGSMÁL Rúmlega 300 konur sátu ráðstefnuna Tengsla- net V - Völd til kvenna í háskólan- um á Bifröst í gær. Tvær formlega ályktan- ir voru samþykktar á ráðstefn- unni. Í þeirri fyrri var skorað á stjórnvöld að útrýma fátækt á Íslandi. Í þeirri síðari var hvatt til að tekin yrði upp kennsla í mannréttindum í grunnskólum landsins og áhersla lögð á mikil- vægi jafnréttis kynjanna. Þá kom fram tillaga úr sal um að ráðstefnan hvetti til þess að boðinn yrði fram kvennalisti í næstu Alþingiskosningum. Sú tillaga var einnig samþykkt af þorra kvenna í salnum. Þetta er í fimmta sinn sem Dr. Herdís Þorgeirsdóttir prófessor á Bifröst gengst fyrir Tengsla- netsráðstefnu sem í ár var haldin undir yfirskriftinni Sinnaskipti, samskipti & hugrekki. - ss Konur á Tengslaneti V: Vilja kvenna- framboð næst KOSNINGAR Kosningavaka Ríkis- sjónvarpsins hefst klukkan tíu í kvöld og er búist við því að fyrstu tölur verði lesnar þá þegar. Gert er ráð fyrir að þær komi úr Hafn- arfirði, þá úr Kópavogi og svo Reykjavík. Evróvisjón söngvakeppninni á að ljúka rétt um tíu en dragist hún um einhverjar mínútur þurfa aðdáendur ekki að hafa áhyggjur af því að klippt verði á spennandi atkvæðagreiðslu. Að sögn Sigríð- ar Hagalín Björnsdóttur ritstjóra kosningasjónvarps RÚV verður fylgst með til enda ef Hera Björk verður í toppbaráttunni. Oddvitar framboðanna í Reykjavík verða í viðtali í sjón- varpssal um hálftólf og formenn flokkanna um miðnæturbil. Aðrir oddvitar verða teknir tali heima í héraði. - sbt Kosningavaka eftir Evróvisjón: Fyrstu tölur úr Hafnarfirði DÓMSMÁL Refsing yfir manni sem sló annan mann með glerglasi í höfuðið með þeim afleiðingum að skurður kom á slagæð, hefur verið milduð í Hæstarétti. Héraðsdómur dæmdi manninn í sex mánaða fangelsi, þar af þrjá á skilorði. Hæstiréttur skilorðs- batt alla refsinguna, bæði með vísan til þess að dregist hafði um eitt ár að gefa úr ákæru, en einkum í ljósi ungs aldurs brota- mannsins. Hann var nítján ára þegar brotið var framið. -jss Refsingin var milduð: Skar á slagæð KOSNINGAR Veðmálasíðan Bets- son telur líklegast að Jón Gnarr, oddviti Besta flokksins, verði næsti borgarstjóri í Reykjavík. Jóni Gnarr er gefinn stuðullinn 2,35 en ekki fyrir svo löngu hafði hann stuðulinn 10. Oddvitar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar eru taldir hafa jafna möguleika á að hreppa hnossið með stuðulinn 4. Betsson telur mun líklegra að ópólitískur borgarstjóri verði ráðinn af næsta meirihluta en að Sóley Tómasdóttir gegni embætt- inu. Sóley hefur stuðulinn 15. - shá Stuðullin farinn úr 10 í 2.35: Betsson telur að Jón fái stólinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.