Fréttablaðið - 29.05.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 29.05.2010, Blaðsíða 16
16 29. maí 2010 LAUGARDAGUR Kjörsókn 86,6% Mikil kjörsókn skýrist meðal annars af mjög spennandi kosningu í Reykjavík þar sem R-listinn, sameiginlegur listi vinstri flokkanna í Reykjavík, bauð fram á móti Sjálfstæðisflokknum sem tapaði þá meirihluta í Reykjavík í annað sinn, fyrra skiptið var 1978. Borgarstjóraefni R-list- ans, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, skipaði 8. sæti listans og náði kjöri. Tæplega 89 prósenta kjörsókn var í Reykjavík. Ríkisstjórnarflokkarnir Sjálf- stæðisflokkur og Alþýðuflokkur töpuðu fylgi á landsvísu miðað við næstu kosningar á undan sem voru þingkosningarnar 1991. 1962 1963 1964 1965 1966 1967 1968 1969 1970 1971 1972 1973 1974 1975 1976 1977 1978 1979 1980 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is Stór hluti kjósenda ákveður hvað hann ætlar að kjósa skömmu fyrir kosningar og 20 til 30 prósent á allra síðustu dögunum. Kjörsókn er almennt mjög mikil á Ís- landi en stjórnmálafræðing- ar búast við heldur minni kjörsókn en vanalega. „Það er augljóslega ríkjandi mikið vantraust í þjóðfélaginu núna, van- traust á stjórnmálaflokka og stjórn- málamenn. Þetta vantraust getur birst á ýmsa vegu og gæti til dæmis birst í því að fleiri ákvæðu að sitja heima en ella, sérstaklega í þeim sveitarfélögum sem þeir hafa ekki annan valkost en fjórflokkinn,“ segir Ólafur Þ. Harðarson prófess- or í stjórnmálafræði við Háskóla Ísland. Ólafur segir erfitt að spá fyrir um kjörsókn í kosningunum í dag. Baráttan hafi þótt daufleg og heldur lítið farið fyrir kosningaumfjöllun í fjölmiðlum. Minni aðsókn í utan- kjörfundaratkvæðagreiðslu sé vís- bending um að færri muni mæta á kjörstað. Um kvöldmat í gær höfðu um 7.600 kosið utankjörfundar en 11.900 fyrir fjórum árum. Að mati Ólafs hefur framboð Besta flokks- ins í Reykjavík og það mikla fylgi sem hann mælist með í könnunum gert það erfiðara að spá fyrir um bæði kjörsókn og niðurstöður kosn- inga en nokkru sinni fyrr. Efast um forspárgildi kannana Samkvæmt könnun Fréttablaðs- ins sem birt var í gær mælist fylgi Besta flokksins ríflega 40 prósent, og fengi flokkurinn sjö menn í borg- arstjórn. „Það er engin leið að vita hvort taka ber þessar tölur alvar- lega,“ segir Ólafur. „Vanalega hafa verið gerðar margar kannanir fyrir kosningar og þær hafa gefið býsna góða vísbendingu um úrslit kosn- inga. Nú getur maður ekkert sagt um forspárgildið því Besti flokk- urinn er svo sérstakur. Við höfum enga reynslu af sambærilegum flokkum. Það að hann mælist með rúmlega 40 prósenta fylgi rétt fyrir kosningar eru augljós skilaboð um mótmæli kjósenda gegn fjórflokkn- um, en hvort þau skili sér alla leið í kjörklefann er ómögulegt að segja. Það ræðst af því hversu reiðir kjós- endur eru, hvort þeir fara í kjör- klefann og kjósa Besta flokkinn eða skipta yfir í þann flokk sem þeir hefðu kosið annars, eða sitja heima. Það er ómögulegt að spá til um þetta.“ Minna hringt í kjósendur Stefanía Óskarsdóttir stjórnmála- fræðingur er sammála Ólafi um að líklega verði lakari kjörsókn nú en fyrir fjórum árum. „Íslend- ingar hafa almennt áhuga á því að kjósa en ég myndi telja að kjörsókn yrði lakari en oft áður. Annað er að stjórnmálaflokkar hafa alltaf verið mjög virkir hér að ná í kjósendur, hringt í þá sem eiga kannski ekki heimangengt og lagt mikið á sig að ná í atkvæði. Mér býður í grun að þessi starfsemi sé í lágmarki, stjórnmálaflokkar eru óvinsæl- ir núna og það er frekar hringt í harðasta kjarnann en þá sem eru á jaðrinum í stuðningshópnum,“ segir Stefanía. Margir ákveða sig seint Ólafur segir rannsóknir sýna að stór hluti kjósenda, allt að helming- Spá lakari kjör- sókn en áður „Ég er alveg óákveðin ennþá, ég hef ekki náð að kynna mér málin nægilega vel því ég var að klára prófin. En ég ætla að kjósa,“ segir Sigrún Rúnarsdóttir átján ára sem ætlar að kynna sér stefnumál flokkanna áður en hún fer á kjörstað. „Ég hef einhverja hugmynd um hvað ég ætla að kjósa en ekki mikla. Ég er að pæla í Sam- fylkingunni eða Vinstri grænum eða jafnvel Besta flokknum. Ég ætla að ákveða mig í kvöld [í gærkvöldi]. Ég ætla að skoða stefnumál flokkanna í málefnum ungs fólks,“ segir Halla Gunnarsdóttir átján ára. „Ég held að ég sé búin að ákveða mig þó ég sé ekki alveg viss. Ég held að Besti flokkurinn verði fyrir valinu. Það eru allir orðnir þreyttir á þessu kjaftæði og það er fínt að fá eitthvað nýtt fólk inn. Mér finnst þau í Besta flokknum sniðugust og býst við að þau verði mitt val,“ segir Þórunn María Einarsdóttir nítján ára. „Ég er svona nokkurn veginn búinn að ákveða mig,“ segir Kjartan Jón Bjarnason nítján ára. „En ég vil ekki gefa upp hvað ég ætla að kjósa. Ég ákvað þetta í vikunni þegar ég fór að skoða hvað flokkarnir hafa að segja. Ég kynnti mér stefnumálin en ég hef mestan áhuga á því hvernig er farið með miðborgina og skipulag hennar.“ „Ég ætla að kjósa Besta flokkinn því ég vil gefa nýjum frambjóðendum tækifæri. Ég ákvað þetta frekar nýlega, einhverjir aðrir komu til greina en ég vil sjá nýtt blóð í stjórnmálum,“ segir Haukur Einarsson átján ára. „Ég er ekki 100 prósent búinn að ákveða mig. Ég er ekki að spá í Besta flokkinn, mér finnst þeir vera bara brandari. Ég er að spá í að kjósa Samfylkinguna en ég ætla að kynna mér málin aðeins betur á morgun og hvaða stefnu þeir hafa í málefn- um unglinga,“ segir Pétur Jóhann Pétursson nítján ára sem segir að ef Samfylkingin verði ekki fyrir val- inu verði það Besti flokkurinn. „Þótt hann sé brandari. Flestallir sem ég þekki ætla að kjósa Besta flokkinn því það er bara fyndið.“ Ákveða sig í dag „Fólk er ekki jafn mikið á ferðinni í ár og til að mynda fyrir fjórum árum, utanlandsferðum hefur fækkað eins og vitað er,“ segir Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur spurð um skýringar á færri utankjörfundaratkvæðum í ár en fyrir fjórum árum. „Svo má búast við því að fólk vilji ekki vera í útilegu vegna Eurovision-keppninnar, það vill horfa á hana. Sumarbústaðafólkið drífur sig kannski á kjörstað í dag [föstudag] enda flestir með sjónvarp í bústaðnum. Það verður örugglega mikil partístemming og þá er spurning hvort fólk sem á eftir að fara að kjósa þegar keppnin hefst nennir að mæta á kjörstað,“ segir Stefanía. Þess má geta að í þingkosningum 2007 bar Eurovision-keppnina upp á kjördag en þá var Ísland ekki með í úrslitakeppninni. Eiríkur Hauksson og félagar duttu út í forkeppni. Fólk heima að horfa á Eurovision SVEITARSTJÓRNAR- KOSNINGAR Þriðjungur kjósenda gerir upp hug sinn rétt fyrir kjördag ur, geri upp hug sinn í kosningabar- áttunni og 20 til 30 prósent kjósenda ákveði á allra síðustu dögunum hvert valið verður. „Það er að segja kjósendur eru þá komnir niður á tvo til þrjá flokka og velja á milli á síð- ustu stundu.“ Rannsóknir sýna enn frem- ur að sögn Ólafs að málefnaleg afstaða ráði mestu um hvað fólk kýs, hvernig það meti mál á hægri- vinstri kvarðanum. „Besti flokk- urinn er hins vegar ekki á þessari vídd þannig að fái hann þetta mikla fylgi er eðlilegast að túlka það sem almenna óánægju,“ segir Ólaf- ur sem segir hið minnsta ljóst að fyrstu tölur í Reykjavík verði afar spennandi. Gott veður um land allt Veður er annar þáttur sem stund- um hefur verið haldið fram að hafi áhrif á kjörsókn og fylgi við ríkj- andi öfl. „Menn hafa fundið ein- hverja fylgni en sveiflurnar í kjör- sókn eru það litlar að það hlýtur að vera óverulegt,“ segir Ólafur. Samkvæmt upplýsingum Veð- urstofu Íslands verður gott veður um allt land á morgun. Kjörstaðir opna víðast hvar klukkan níu og eru opnir til klukkan níu annað kvöld. 225.930 eru á kjörskrá samkvæmt Hagstofu Íslands. Kosið verður í 72 sveitarfélögum af 76, listakosning er í 54 en óbundnar kosningar í 18. Sjálfkjörið er í fjórum. Kjörsókn 84,6% Kjörsókn 85,9% Kjörsókn 86,6% Kjörsókn 87,8% Kosið var bæði í sveitarstjórnar- og þingkosningum þetta árið sem var átakaár í pólitíkinni og skýrir það mikla kjörsókn að mati Ólafs Þ. Harðar- sonar sem rifjar upp að meðal annars hafi mikið verið tekist á um veru Bandaríkjahers á Íslandi þetta árið. Vinstri ríkisstjórn missti meirihluta en Sjálfstæðisflokkur vann mikinn stórsigur undir forystu Geirs Hallgrímssonar, bæði í sveitarstjórnar- og þingkosningum. Kjörsókn 85,4% Kjörsókn 85,1% Kjörsókn 81,9% Kjörsókn 82,0% Kjörsókn 82,3% Kjörsókn 78,7% Minni kjörsókn en nokkru sinni fyrr í sveitarstjórnar- kosningum á Íslandi. Minnkandi kjörsókn hér og erlendis hefur verið almenn vísbending um minni áhuga á stjórnmálum en stjórn- málafræðingar ítreka þó að að kjörsókn sé mjög góð á Íslandi og nær 80 prósent þátttaka í sveitarstjórnarkosningum teljist góð. Kjörsókn 83,2% Metkjörsókn í spennandi kosningum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.