Fréttablaðið - 29.05.2010, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 29.05.2010, Blaðsíða 36
36 29. maí 2010 LAUGARDAGUR T om Staavi, ritstjóri fjármálaritsins Dine Penger, vill gera Ísland að 20. sýslunni í landinu og þeirri fjöl- mennustu, fyrir utan Óslóar-sýslu. Hann sér íslensku kreppuna sem tækifæri til að reka þjóðirnar á skynsamlegri máta – í sameiningu. „Þetta byrjaði sem brandari í mötuneytinu okkar og ég geri mér grein fyrir því að þetta er ekki að fara að gerast. En ég skrifaði um þetta og fékk heilmikil viðbrögð. Ég er áhugamaður um alþjóðlega samvinnu og trúi til að mynda að Noregur ætti að ganga í Evrópu- sambandið, þótt það virðist heldur ekki líklegt. Norðurlöndin ættu í það minnsta að vinna meira saman. Við erum sama fólkið.“ Tom tekur dæmi af fjölda Svía, sem heldur til Noregs til vinnu. Þeir sam- lagist svo vel að fólk hættir í raun að stimpla þá sem „Svía“. Þeir séu frek- ar fólk sem fæddist hinum megin við landamærin. Sama eigi við um Íslendinga, en ekki til dæmis Banda- ríkjamenn eða Þjóðverja. Noregur er að einangrast „Af hverju stofnum við ekki banda- ríki Skandinavíu? Það er margt sem Svíar gera betur en Norðmenn og svo framvegis. Við erum hver þjóð með sinn styrkleika og ættum að snúa bökum saman. En Norðmenn telja sig ekki þurfa á neinum að halda því þeir eru svo ríkir. Nor- egur er að einangrast vegna þessa, en það er röng hugsun, því það eina sem Norðmenn hafa er olía og fisk- ur. Ég tel því að þrátt fyrir ríki- dæmið myndu Norðmenn jafnvel græða meira á samvinnu en hinar þjóðirnar. Við erum heppnustu fimm milljónir mannkynssögunnar. Þegar landgrunnurinn var rissaður upp munaði engu að fyrsta olíulind- in okkar lenti utan svæðisins. Þrátt fyrir stoltið eru þó margir hér sem gera sér grein fyrir að við erum ekki með svör við öllu. Hvað vorum við að gera þegar Svíar bjuggu til bíla og Finnar Nokia- síma? Við dældum bara upp olíu. Síðan hefur verðið á olíu tífaldast. Og við erum eina vestræna þjóðin sem á heila þjóðarframleiðslu inni á bankareikningi. Þjóðarstolt Norð- manna byggist á heppni.“ Skynsamleg stýring auðlinda Norðmenn geti þó verið stoltir af því hvernig þeir hagnýttu sér auð- lindirnar. Þegar olían fannst hafi strax verið ákveðið að skattleggja þær duglega svo ríkið hefði yfirráð og hagnaðinn af svartagullinu. „Þá kunnum við ekkert á olíu og Ameríkanarnir vildu strax byrja að dæla henni upp. Við skattlögðum þetta upp í rjáfur og höldum bróð- urhluta auðsins innanlands. Aðrar þjóðir hafa ekki getað þetta, held- ur eru mörg olíulönd sárafátæk. Auðurinn streymir úr landi.“ Ritstjórinn skýtur því að að nú sé verið að rannsaka í Háskólanum í Ósló hvort há skattlagning kunni að vera grunnástæða þess að norrænu samfélögin í heild gangi svona vel. Í Noregi er 35 prósenta skattur á meðallaun (um 450.000 krónur á ári) en rúmlega 48 prósenta skattur á hæstu launin. Þessi skattlagning auðlinda hefur skilað sér vel, segir Tom. „Ef það er til dæmis samdráttur í einkageiranum notum við olíupening- ana til að fjölga störfum hjá því opin- bera. Þannig rekum við þessa búð. Við notum olíupeningana til að keyra hag- kerfið áfram, þótt við eyðum aldrei meira en ákveðnu sjálfbæru hlutfalli af peningunum.“ Norðmenn vilja hjálpa Í fyrstu var mikið rætt um íslensku vandræðin í Noregi, en Tom segir að það hafi minnkað, þar sem Íslendingar virðist vera að bjarga sér. „Þegar íslenska kerfið hrundi var það almenn skoðun hér að við ættum að gera eitthvað og styðja við Íslendinga. Þetta var erfitt að skilja vandræði Íslendinga fyrir venju- legt fólk, sem þekkir ekki alþjóða- hagkerfið. Íslenski forsetinn sagði eitthvað á þá leið að Bretar væru að bjarga breskum sparifjáreigend- um og rukka Ísland fyrir björgun- ina. Að Íslendingar ætluðu að borga skuldina, þeir vildu bara gera það á réttum kjörum, svo þeir færu ekki á hausinn. Venjulegt fólk sá að Íslendingar væru í vanda staddir, að þeir skulduðu of mikið, eyddu of miklu og leyfðu bönkunum að gera alls kyns vitleysu en taldi samt að það ætti að hjálpa þeim. Fólk álít- ur Íslendinga duglega, og borgunar- menn fyrir lánum.“ Sammála forsetanum Tom man ekki eftir ýkja mik- illi umræðu um gagnrýni forseta Íslands í garð Norðmanna í blað- inu Aftenposten í mars. Þar sagði Ólafur Ragnar Grímsson að Norð- urlöndin hefðu hjálpað Bretum og Hollendingum til að þvinga Íslend- inga til að sættast á slæman Icesa- ve-samning. „Nei, en ég tel nokkuð til í þessu hjá honum. Þetta hlýtur að hafa verið tilfinningin ykkar. Ég tel að við hefðum átt að gera meira.“ Við erum heppnustu fimm milljónir mannkynssögunnar. Það munaði engu að fyrsta olíulindin lenti utan svæðisins. Heppnasta fólk í heimi Norski ritstjórinn Tom Staavi stakk upp á því í ljósi íslenska hrunsins að hluti olíusjóðsins yrði nýttur til að greiða niður skuldir Íslands. Þannig myndi Noregur í raun kaupa Ísland. Hann segir hugmyndina líklega óraunhæfa en telur einsýnt að Norðurlönd- in taki upp nánari samvinnu. Fréttablaðið hitti ritstjórann að máli í miðbæ Óslóar. R íkisstjórnin ykkar ber ábyrgð á því hvernig komið er fyrir ykkur, því hún leyfði nokkrum þegnum sínum að not- færa sér kerfið. Hér í Noregi eru ekki sömu tækifæri til að haga sér svona,“ segir verk- fræðingurinn Thor Eirik Ruud. Þrátt fyrir það telur hann að norska þjóðin vilji hjálpa Íslend- ingum út úr ógöngunum. „Við ættum kannski bara að kaupa Ísland? Ísland hefur alltaf verið Noregi mikilvægt. Okkur finnst í raun að Noregur og Ísland séu því sem næst sama landið. Við erum sama fólkið.“ Thor Eirik segir marga verk- fræðinga hafa komið til Noregs til að vinna fyrir sér að undan- förnu, sem hann segir gott mál. „Ég hef verið að vinna með einum verkfræðingi frá Íslandi frá því árið 2007. Hann var mjög stoltur af bankakerfinu á Íslandi, kvartaði mikið yfir því hvað norska bankakerfið væri þungt og svifaseint. Upp á síð- kastið hefur hann hins vegar lítið tjáð sig um bankamál!“ Við ættum kannski að kaupa Ísland? Thor Eirik Ruud verkfræðingur Vill borga 14.140 milljarða fyrir Ísland Noregur er þekkt fyrir að leggja mikið af mörkum til alþjóðasamfélagsins, ekki síst víða í þróunarlöndun- um. Hvers vegna ættum við þá ekki að veita almennilega hjálp þegar eitt af nágranna- löndum okkar á í hlut?“ segir Cicilie Romundstad, starfs- maður SOS-barnaþorpa. „Við eigum svo margt sam- eiginlegt með Íslendingum og svo mikla sögu. Ég held það sé útbreidd skoðun hér í Nor- egi, að minnsta kosti heyrist mér það af samtölum við fólk sem ég umgengst og almennri umræðu í samfélaginu, að við eigum að hjálpa Íslandi að komast út úr kreppunni. Ég man vel eftir því þegar forsetinn ykkar steig fram og gagnrýndi Norðmenn fyrir hvað þeir höfðu lítið aðstoðað Íslendinga í kreppunni. Mér fannst það sanngjörn gagn- rýni og ég skammaðist mín meira að segja dálítið. Mér fannst þetta sorglegt.“ Skammaðist sín undir ræðu íslenska forsetans Cicilie Romundstad, starfsmaður SOS barnaþorpa Norðmenn virðast ekki með öllu fráhverfir hugmyndinni um að Íslendingar gerist aftur þegnar „gamla landsins“. Í ljósi skrifa Toms Staavi var fjallað um hugmyndina í norska Dagbladet og skoðanir lesenda kannaðar á vef blaðsins. Samkvæmt könnuninni, með rúmlega 41.000 greiddum atkvæðum, vilja 54 prósent að Ísland verði sýsla í Noregi. Um átján prósent vilja að löndin sameinist á álíka hátt. Afgangurinn sagði svo nei, Íslendingar eiga að redda sér sjálfir eða nei, Íslandi er betur borgið í ESB. Yfir sjötíu prósent vilja nánara samstarf ■ HVAÐ SEGJA NORÐMENN? Fjárhagsstaða hinna stoltu Íslendinga er slæm og framtíðarhorfur ekki sem bestar. Náttúruauðlindir þeirra og mann- auður geta komið Norðmönnum vel. Á Íslandi er ekki bara fiskur, heldur orka, sem Norðmenn hafa sýnt og sannað að þeir kunna að höndla með. Að auki er von til að finna olíu og gas á íslensku hafsvæði. Með sameiningu fengju Íslendingar efnahagslegt jafnvægi, lítil sjálfstæð þjóð verður alltaf í meiri áhættu en þjóð í sambandi. Erfiði bitinn fyrir Íslendinga að kyngja væri að sjá á bak þjóðartáknum. En Ísland yrði næststærsta sveitarfélagið í Noregi, á eftir Ósló. Íslendingar myndu senda þingmenn á Stórþingið og mætti semja um hve marga þeir fengju. Ríkisstjórnin íslenska yrði að eins konar borgríkisstjórn. Í staðinn fengju Íslendingar allar skuldir sínar upp greiddar. Kannski 700 milljarða norskra króna, af 2.600 milljarða olíusjóðnum. Það gera 14.140 milljarða íslenskra króna. Þetta gæti verið allt eins góð fjárfesting og hver önnur, segir Tom Staavi í grein sinni, Tilby Island fusjon med Norge. RITSTJÓRINN Tom stýrir víðlesna viðskiptaritinu Dine Penger sem, eins og nafnið bendir til, einblínir á efnahag almennra borgara. Hann telur að bæði löndin hefðu hag af sameiningu. FRÉTTABLAÐIÐ/KLEMENS Fiskveiðar eru eitt af mörgu sem Íslendingar og Norðmenn eiga sam- eiginlegt, enda aðlagast Íslendingar sem setjast að í Noregi samfélaginu jafnan hratt og auðveldlega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.