Fréttablaðið - 29.05.2010, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 29.05.2010, Blaðsíða 37
menning [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM MENNINGU OG LISTIR ] g kom hingað út af Roni Horn. Hún bað mig um að koma og ég gerði það,“ segir banda- ríska fjöllista- konan Laurie Anderson í sam- tali við Fréttablaðið. Hún framdi lágstemmdan en skemmtilegan gjörning ásamt því að segja sögur úr eigin lífi með og án undirspils á Vatnasafninu í Stykkishólmi á laugardag í síðustu viku. Ekki er um margra ára vinfengi að ræða á milli þeirra Laurie Anderson og bandarísku listakonunnar Roni Horn, sem skapaði Vatnasafnið í gamla bókasafninu í Stykkis- hólmi. Laurie Anderson kynntist Vatnasafninu í gegnum kanad- íska skáldið Anne Carson og tón- listarmanninn Robert Currie, sem bæði höfðu aðstöðu í safn- inu í fyrra. Anderson féll fyrir hugmyndinni um jöklavatn í glersúlum og leitaði eftir því að koma hingað eftir að hún hitti Roni Horn. Um tveir mánuðir eru síðan ákvörðunin var negld niður. En stoppið var stutt, hún kom á föstudegi og var flogin út á ný tveimur dögum síðar. Þetta var fyrsta uppákoma Laurie Anderson hér á landi. Lítið fór fyrir henni en viðburð- urinn var nær eingöngu auglýst- ur í staðarblöðum í Stykkishólmi og innan þröngs hóps listamanna og fólks tengdu listaheimin- um. Tveir aðrir viðburðir voru honum tengdir; í forrétt hálftíma fyrr var upplestur rithöfundar- ins Oddnýjar Eirar Ævarsdóttur, sem aðsetur hefur í safninu í ár, úr bók sinni í Eldfjallasafninu – sem er spottakorn frá Vatnasafn- inu – en þingmaðurinn og skákk- onan Guðríður Lilja Grétarsdóttir bar eftirrétt á borð daginn eftir í formi fyrirlestrar um skák. Stefnt er að því að blása til viðburða sem þessa í safn- inu í maí ár hvert. Bresku listasamtökin ArtAngel, sem stóðu fyrir byggingu og fjár- mögnun Vatnasafns- ins, greiddu fyrir komu Laurie And- erson á Vatnasafn- inu og þurftu þeir almennu gestir sem komust að því aðeins að greiða 1.500 krónur fyrir upplifunina. Fáir komast fyrir á safninu í einu, líklega rétt um hundrað manns, og var viðburð- urinn því með afar vinalegu og heimilislegu yfirbragði. Frosin á báðum fótum Uppákoma Laurie Anderson hófst á því að Roni og Ragnheiður Óla- dóttir, forstöðumaður Vatna- safnsins, studdu listakonuna að litlu borði í einum enda safnsins, sem á var tækjabúnaður henn- ar. Reyndar var um lánsbúnað að ræða. Hennar eigin sem hún hafði flutt með sér hingað sprakk í loft upp þegar hún stakk honum í samband við íslenskt rafkerfi. Með hjálp góðra manna tókst að útvega ný tæki. Upphafleg til- högun uppákomunnar tók breyt- ingum í takt við óvænta spreng- ingu. Laurie Anderson var íklædd leggjaháum skautum sem stóðu fastir í ísklumpum og takmörk- uðu því mjög hreyfingar neðri hluta listakonunnar allan þann tíma sem viðburðurinn varði. Stóð hún því föst í báða fætur en misstyrkum þó á meðan hún sagði sögur úr eigin lífi og spilaði undir á raffiðluna, eitt af kenni- merkjum hennar í gegnum tíð- ina. FRAMHALD Á SÍÐU 2 maí 2010 Bandaríski listamaðurinn Laurie Anderson tróð upp á Vatnasafninu í Stykkishólmi fyrir viku. Uppákoman er stórviðburður hér á landi enda hefur Anderson, sem hefur verið í fremstu röð í bandarískum lista- heimi í um fjörutíu ára skeið, aldrei troðið upp hér á landi. Kraftur er í konunni, sem fagnar 63 ára afmæli eftir slétta viku. Sjöunda hljóðversplata hennar kem- ur út í afmælismánuðinum auk þess sem hún hefur skipulagt tónleika fyrir hunda í Sydney-borg í Ástral- íu með eiginmanni sínum, rokkgoðinu Lou Reed. MENNING JÓN AÐALSTEINN BERGSVEINSSON FÖST Í ÍSNUM Fjöllistakona Laurie Anderson á tónleikum sínum í Vatnasafninu í Stykkishólmi í síðustu viku MYND/ ANNA MELSTEÐ Krufning á samfélagi og móral (leysi) Dómar um barnadiskinn Pollapönk, dansverkið Bræður og kvæðakver Þórarins Eldjárns, Vísnafýsn SÍÐA 7 Rannsóknir í hljómheimum okkar daga og fyrri tíða Meistarar í tónsköpun útskrifast. SÍÐA 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.