Fréttablaðið - 29.05.2010, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 29.05.2010, Blaðsíða 42
2 vín&veisla Ég mæli með Esju-kokteilnum ef illa fer og við vinnum. Það er óbrigðull kokkteill sem styrkir taugarnar, hressir og er mjög hollur. Það þekki ég af eigin raun því ég fékk mér einmitt einn svona eftir að ég lenti í neðsta sæt- inu,“ segir Daníel sem vermdi neðsta sæti Eurovision-söngva- keppninnar 1989 með tónsmíðinni Það sem enginn sér eftir Valgeir Guðjónsson. „Ég var mjög hress með þau málalok og hafði engan áhuga á að vinna þessa keppni, var bara feg- inn. Hápunkturinn fyrir mig var að sjá Dieter Bohlen, annan gaur- anna úr Modern Talking bak- sviðs, en hann samdi lög Þjóðverja og Austurríkismanna það árið,“ segir Daníel Ágúst og upplýsir að Eurovision-ferðin sé sú besta af skemmtiferðum hans um ævina. „Þetta var stórgaman og alveg stórkostleg ferð, en ég var í slag- togi með Valgeiri Guðjónssyni sem er einn af skemmtilegustu mönn- um sem ég hef kynnst. Það var því hlegið frá upphafi ferðar til enda,“ segir Daníel Ágúst sem hlustar aldrei á Það sem enginn sér í dag. Ég horfi alltaf á keppnina með öðru auganu og öðru eyranu, en held það mundi teljast til stórslysa ef við myndum vinna. Við höfum einfaldlega ekki efni á því.“ ESJA Reyka vodki sódavatn mulinn ís límónubátur Í SKÝJUNUM MEÐ SHIRLEY TEMPLE Shirley Temple er víð- frægur óáfengur kokkteill sem ég drakk mikið þegar ég var yngri að syngja í New York og foreldr- ar mínir og umboðsmaður fengu sér rauðvínstár. Hann hefur því verið í uppáhaldi hjá mér lengi,“ segir söng- konan Jóhanna Guðrún Jóns- dóttir, sem lenti í öðru sæti Söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva með laginu Is It True fyrir ári. „Tilfinningin að bíða eftir úr- slitunum er afar taugatrekkjandi því á bak við þessar þrjár mínútur liggur þriggja mánaða látlaus vinna. Þess vegna vonar maður af öllu hjarta að hlut- irnir gangi upp og þegar úrslit lágu fyrir var maður í skýjunum og þurfti marga daga á eftir til að venjast tilhugsuninni um að hafa gengið svona vel,“ segir Jóhanna sem hafði engin tök á Shirley Temple eftir frækinn árangur í Rússlandi en fékk sér óáfengan Mojito í stað- inn, en Jóhanna snertir ekki áfengi. „Fólk sem drekkur ekki verður oftar en ekki útundan í svona partíum og gleymast þegar allir hinir eru komnir með glös. Því er gaman að gefa uppskrift að þessum góða vinningskokkteil því ef vel gengur hjá Heru er hann afar viðeigandi: freyðandi, bragðgóður og sætur.“ SHIRLEY TEMPLE 5 dl Ginger Ale 5 dl appelsínusafi 2 msk grenadine ísmolar vín&veisla fylgir laugardagsblaði Fréttablaðsins l Útgefandi: 365 miðlar l Forsíðumynd: NordicPhotos/Getty Telst til stórslysa að vinna Eurovision-fararnir Daníel Ágúst Haraldsson og Jóhanna Guðrún Jónsdóttir þekkja tap og sigur af eigin raun og luma á viðeigandi kokteilum hvernig sem úrslitin fara. ÓBRIGÐULL Daníel Ágúst Haraldsson tók þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 1989 með laginu Það sem enginn sér eftir Valgeir Guðjónsson. AUÐVELDUR VEISLUKOSTUR Þegar góða veislu gjöra skal er tilvalið að velja rétti sem er auðvelt og fljótlegt að gera. Tíminn er yfirleitt af skornum skammti í nútímaþjóðfélagi og því er til að mynda ostabakki ljómandi uppástunga sem virkar vel við hvaða tækifæri sem er. Hvort sem það er stúdentsveislan, Eurovision- partí eða kosningavaka, ostabakkinn virkar vel. Í sérstökum ostabúðum er hægt að kaupa tilbúnar ostakörfur eða velja sjálfur þá osta sem mann langar til að hafa á bakkanum. Gott er að hafa nokkra mis- munandi osta, íslenska og erlenda, mjúka og harða. Svo er ekki úr vegi að bera fram með ostunum vínber, kex og sultur og skola því niður með góðu víni. HRESST UPP Á BOÐIÐ Sumar veislur þarf að lífga upp á, til dæmis með leikjum. Einn slíkur er hinn víðfrægi stólaleikur sem hressir mannskapinn. Hér á eftir kemur lýsing á leiknum en taka skal fram að betra er að hafa nóg pláss þegar hann er leikinn. Raðið stólum í tvær raðir (eða hring) sem snúa stólbökunum saman. Stólarnir eiga að vera einum færri en þátttakendur. Allir raða sér kringum stólana en mega aldrei snerta þá með höndunum. Nú spilar einhver á hljóðfæri eða leikur tónlist. Þá eiga allir að ganga af stað í kringum stólana. Eftir smá stund þagnar tónlistin og þá eiga allir að setjast. Sá sem er úr tekur einn stól úr röðinni um leið og tónlistin byrjar aftur og halarófan gengur af stað. Þannig er alltaf einn úr í hvert skipti sem tónlistin þagnar. DJAMMAÐ MEÐ RUSLÖNU Gott þema er grund- völlur vel heppnaðs Eurovision-partís. Þemað getur verið af ýmsum toga. Til dæmis geta gestir mætt sem fulltrúar einnar þjóðar, klædd í fánaliti eða með fána. Þá má einnig fá gesti til að klæðast búningum á borð við þá sem söngvarar hafa komið fram í í gegnum tíðina í keppninni. Ekki væri amalegt að skemmta sér með Ruslönu, Silvíu Nótt, Eika Hauks og fleiri góðum. GERUM EINS OG NORÐMENN Í tilefni þess að Norðmenn halda Euro vision í ár er um að gera að leita í rann þeirra þegar veisluföngin eru ákveðin. Laxinn er til dæmis einkenn- andi fyrir Noreg og hæg heimatökin fyrir Íslendinga að nálgast reyktan lax úti í búð. Reyktur og grafinn lax er veislufæða sem fæstir fúlsa við. Hann hentar því einstaklega vel á hlaðborð veitinga sem boðið verður upp á í fínni Eurovision- boðum. EKKERT ÁFENGI Jóhanna Guðrún er bindindismanneskja en segist skemmta sér jafn vel fyrir það. Reyndar svo mjög að oft líti hún út fyrir að vera undir mestum áhrifum þótt aldrei bragði hún dropa. FR É TT A B LA Ð IÐ /A N TO N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.