Fréttablaðið - 29.05.2010, Blaðsíða 71

Fréttablaðið - 29.05.2010, Blaðsíða 71
SVAMPTERTA MEÐ MIKIÐ AF RJÓMA OG ÁVÖXTUM 6 egg 140 g sykur 140 g hveiti Þeytið eggin og sykurinn saman þar til orðið er stíft. Sigtið hveitið og hrærið saman. Bakið við 180 gráðu hita í 30 til 35 mínútur í hringlaga formi. 9 dl rjómi 1 vanillustöng Svolítill sykur Þeytið rjómann. Skerið kökuna í þrennt. Fyllið hvert lag með rjóma og ávöxtum eða berjum. Hægt er að setja sultu í rjómann í staðinn. Efsta lagið er skreytt með rjóma og berjum. Norðmenn elska jarðarber og það er næstum alltaf skreytt með þeim. RAUTT LÍMONAÐI 1 kg rifsber 1 dl vatn 300 g sykur á lítra af límonaði 1 tsk. rotvarnarefni Setjið rifsberin og vatnið í pott og látið sjóða hægt og rólega. Látið það krauma í 15 mínútur. Safinn er sigtaður í gegnum klút og látinn standa í eina klukkustund. Mælið safann og bætið viðeigandi magni af sykri við. Látið sjóða og svo krauma í 5 mínútur. Takið froðuna af og bætið rotvarnarefninu við. Hellið á hreinar flöskur og setjið tappann á um leið. CANEPA CLASSICO CABERNET SAUVIGNON Flott angan af plómum, sólberjum og þurrkuðum ávöxtum. Mikil fylling i munni sem brýst út í fersku berjabragði með hóflegu en góðu tanníni. Þægilegt eftirbragð. Passar með t.d. lambalæri með kraftmikilli sósu, svínakjöti, þroskuðum ostum og meira að segja gráðostum og súkkulaði. Prófið einnig Merlot eða Carmenere frá Canepa. Verð 1.691 kr. BACARDI MOJITO Mojito frá hinum heims- þekkta rommframleiðanda Bacardi getur ekki klikkað. Hérna ertu með tilbúinn Bacardi Mojito og það eina sem þú þarft til að búa til frábæran Mojito er klaki og Sprite/sódavatn – Bacardi Mojito „Ready to Serve“. CANEPA CLASSICO SAUVIGNON BLANC Tært vín með léttri sítrus angan, ferskt og létt í munni með þægilegri sýru. Þessi Sauvignon Blanc gefur svo epla-, ananas- og ferskjutóna sem gerir vínið ákaflega ferskt og þægilegt. Passar með t.d sushi, hörpuskel, ostrum, grilluðum laxi, kjúklingi og sumarsalötum. Prófið einnig Chardonnay eða Reserva Pinot Grigio frá Canepa. Verð 1.691 kr. SUNRISE CABERNET SAUVIGNON Frábært vín við flest tækifæri og magnað yfir kosningavökunni – vín fyrir alla. Engin spurning hvað skal kjósa!!!! Verð í Vínbúðinni: 5.699 kr. LA HABANERA TEMPRANILLO Eitt af fáum vínum frá Spáni sem eru fáanleg í boxi. Frábært vín með grill- matnum og hentar sérstaklega vel með lambakjöti. Verð í Vínbúðinni: 5.499 kr. ARTHUR METZ RIESLING Flauelsmjúkt og frísklegt vín frá Alsace í Frakklandi „Je Ne Sais Quoi“ – frábært við flest tækifæri. Fær pottþétt 12 stig. Verð í Vínbúðinni: 5.199 kr. Góð kaup Góð kaup Góð kaup Góð kaup Góð kaup RAUÐVÍN • HVÍTVÍN NÝTT TILBÚIÐ MOJITO Við hátíðleg tilefni fáum við okkur norska bløt-kake sem er svamp- terta,“ segir Helle Birkeli frá Noregi, sem búið hefur á Ís- landi síðustu tvö ár. „Norðmenn gera þessa köku þegar sumar- ið kemur. Þá er hægt að fá fersk jarðarber, hindber og bláber og kakan lítur mjög sumarlega út.“ Að sögn Helle er kakan oft gerð við sérstök tilefni í Nor- egi til dæmis í afmælum eða á Eurovision. „Fólk elskar hana. Hún getur þó stundum orðið þreytandi fyrir krakka því það er alltaf þessi kaka í boði,“ upp- lýsir Helle hlæjandi. Helle segir að kakan sé vin- sæl á heimili hennar en hún fann hana í uppskriftabók með þjóðlega norska rétti. „Við gerum líka stundum límonaði með kökunni. Það er eitthvað sem fólk fær sér á góðum sum- ardegi og er frábært á meðan horft er á Eurovision. Upp- skriftin að því er reyndar feng- in frá tengdamóður minni. Ég get ekki eignað mér það.“ Helle hyggst búa til límon- aðið og svamptertuna í kvöld þegar hún horfir á Eurovision. Hún segist jafnvel ætla að skreyta tertuna með glimm- eri. Helle hefur reyndar hvorki heyrt íslenska lagið né það norska áður. „Ég er að spara þau fyrir kvöldið. Ég hef það frá þeim tíma þegar ekki mátti heyra lögin fyrir sjálfa keppn- ina,“ segir Helle sem kann þó enn að meta norska lagið frá því í fyrra. Helle ætlar að horfa á Eurovision ásamt norskum vinum sínum. „Við ætlum auð- vitað að horfa á Eurovision á norsku sjónvarpsstöðinni NRK með norskum kynnum. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur,“ útskýrir Helle og bætir við að til langs tíma hafi sami kynn- irinn alltaf verið á Eurovision. „Ég held að hann hafi verið rek- inn því hann móðgaði drottning- una okkar ef ég man rétt. Það var samt ekki tengt Eurovision. Honum var skipt út fyrir tískugúrú frá Norður-Noregi.“ Sumarleg svamp- terta og svalandi norskt límonaði Norðmenn fagna Eurovision í kvöld og því er tilvalið að skella í þjóðlega norska svamptertu og rautt límonaði á meðan horft er á keppnina. Helle Birkeli gefur uppskrift að hvoru tveggja. NORSKT GÓÐGÆTI Helle segir að Eurovision sé vinsælla í Noregi núna heldur en síðast þegar það var haldið þar árið 1995. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Helle ætlar jafnvel að skreyta svamptertuna með glimmeri í kvöld á meðan hún horfir á Eurovision með norskum vinum sínum. GAMLIR DÚKAR FÁ FRAMHALDSLÍF Tauservéttur gefa veislunni hátíðlegra yfirbragð þegar lagt er á borð. Þó má draga úr hátíðleikanum án þess að einnota bréfsérvéttur komi til, til dæmis með því að hafa tauservétturnar í mismunandi litum við diskana og lífga þannig upp á veisluborðið. Til að koma sér upp safni af skemmtilegum tauservéttum í línskúffunni er ráð að nýta gamla dúka og viskustykki sem farin eru að að trosna á köntum eða eru með föstum blettum sem nást ekki úr. Þá eru klipptir ferningar úr þeim hluta efnisins sem er heill, heppileg stærð gæti verið 30 x 30 sentimetrar. Gera skal ráð fyrir 1 sentimetra saumfari allan hring- innn og svo eru kantarnir faldaðir í saumavél. Látið tilviljun ráða hvernig blúnda eða mynstur sníðast inn í ferninginn, það er skemmtilegast þegar engin servétta verður eins. Norsk bløtkake
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.