Fréttablaðið - 29.05.2010, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 29.05.2010, Blaðsíða 74
MENNING 6 Leiklist ★★★ Bræður eftir Láru Stefánsdóttur og hópinn. Leikstjórn: Ástrós Gunnarsdóttir og Lára Stefánsdóttir. Texti: Hrafnhild- ur Hagalín. Leikmynd og búningar: Filippía Elísdóttir. Tónlist: Ragnhildur Gísladóttir. Lýsing: Lárus Björns- son og Halldór Örn Óskarsson Það þarf talsvert áræði til að setja á svið stóra dans- sýningu eins og Bræður sem frumsýnd var á föstu- dagskvöld á Stóra sviði Þjóðleikhússins. Pars pro toto Láru Stefánsdóttur á sér nokkuð langa sögu; fyrstu sýningar hópsins sem Lára kallar krafta í eftir efni og aðstæðum voru að mig minnir á níunda áratugnum. Ég hef ekki tölu á þeim verkefnum sem Lára hefur stofn- að til en hún rétt eins og stalla hennar Ástrós Gunn- arsdóttir hefur starfað við dans frá blautu barnsbeini. Saman settu þær á svið athyglisverða sýningu fyrir tveimur árum: Systur. Nú er markið sett hærra. Bræð- ur er merkileg tilraun í víðum hugmyndaramma karl- mennsku, eins og konurnar sem standa að sýningunni skynja hana og skilja, því auk þeirra tveggja koma að sýningunni fleiri konur: Filippía Elísdóttir gerir sýningunni skynsamlega þrönga sviðsmynd, klæðir rýmið af í ljósum tjöldum og leggur á gólfið spegil, býr til aflukta stúku í sviðsbotni og klæðir karlana í svört föt en þær Láru og Ástrós sem eiga báðar dans- parta í sýningunni í liti. Sýningin nýtir síðan texta- brot úr munni karlmanna sem þeir flytja dansararnir bæði í dansinum og af bandi, en hljómheimur verks- ins er skapaður af Ragnhildi Gísladóttur. Öll umgerð var unnin af smekkvísi og vel nýtt þau litlu efni sem verkinu gefast og hentar hún vel til útflutnings sem ég hef grun um að henni muni bjóðast. Þátttaka leikstjóra og höfunda í verki sem þessu er ekki gallalaus: þeir eru bæði inni og úti. Og þó að þátttaka kvendansara í verki um karlamenningu sé nauðsyn, hvað værum við án kvenna – hálfir menn – þá voru þeir partar í verkinu hálfvolgir, leikur hins falboðna líkama í stúkunni og umklæðning hinnar köldu konu sem er heit að innan og bar þar innyflis- bleikan lit væri snjöll hugmynd var dansparturinn ekki fullskýr. Það var aftur greinilegra á mörgum pörtum í beitingu karlahópsins hvað var á ferðinni. Og þá komum við að þeirri dirfskufullu ákvörðun að reyna að setja saman danshóp karla hér í fámenninu. Tveir erlendir gestir voru nánast skraut á tertuna: Jorma Uotinen fór með veggjum en gæddi sýninguna þokka þess þrautþjálfaða dansara sem hann er, djöful- legur í fáum skýrum dráttum. Öll hans lögn bar þess merki að hann vissi nákvæmlega hvað þurfti. Líkastil verður hans nafn sýningunni til framdráttar eitt og sér á erlendri grund. Dökkur dansari átti líka nokkra parta og sýndi mikla fimi en hafði ekki þá nærveru sem Jorma skóp. Finninn átti svo djúpa rödd í tón- smíðinni sem gaf mikinn lit. Tveir leikarar fóru með stóra parta í sýningunni og sýndu að þessi partur leikhússins er þeim jafn opinn og leikverkið: Ívar Sverrisson og Ívar Helgason. Báðir standa sig með prýði. Þá er mest lagt í dansi á Gunn- laug Egilsson og hann settur í stökk og látinn tala á meðan – sem raun sannar að er erfitt, texti hans hvarf, eðlilega. Veikari helmingur flokksins er ekki nýttur nema brýn þörf kalli á enda stenst hann ekki mál í atvinnuflokki. Þá má spyrja: Því ekki leggja fleiri til en Listahátíð, Leiklistarráð og Þjóðleikhús? Ef á annað borð er ráð- ist í svona verkefni ætti Íslenski dansflokkurinn að leggja sprotaflokkum til krafta – annað eins skuldar flokkurinn Láru. Og meðan flokkurinn býr við ónóga aðsókn sem hann gerir þá ætti það að vera metnaðar- mál liststjóra flokksins að styðja með alefli og mann- skap sýningar eins og þessa. Það er skylda bæði Íd og Þjóðleikhúss að standa vörð um þá sprotastarfsemi sem sjálfstæðir danshópar eru, ekki bara af söguleg- um ástæðum, heldur líka af þeim ástæðum að undir væng þessara stofnana á grasrótin líka að blómstra. Bræður er merkileg tilraun. Sýningin lýsir af metn- aði, smekkvísi og vilja til að taka fyrir stórt og flókið viðfangsefni. Seinni sýningin var í gærkvöldi og það er sárt að vita að innan við þúsund gestir munu hafa séð hana. Páll Baldvin Baldvinsson Niðurstaða: Merkileg tilraun og metnaðarfull en víða óljós í erindi. Stæltir strákar stíga dans Glutra karlarnir hinum bjarta heimi úr höndum sér? Þeirra hnöttur er svört lítil kúla. MYND PARS PRO TOTO/ RAKEL BJÖRT JÓNSDÓTTIR Bókmenntir ★★★★★ Vísafýsn eftir Þórarinn Eldjárn Lítið ljóðakver leit dagsins ljós í vikunni úr myrkum prentvélanna í Odda: Vísnafýsn eftir Þórarinn Eldjárn – 75 síður í snotru broti – og geymir yrkingar af ýmsu tagi, bragfastar en hugdjarfar, sumar í látleysi, aðrar í merkingar- og orðahverfingum. Eins og búast mátti við af Þórarni. Hann hefur jöfnum höndum lagst í flestar gerðir skáldskap- ar: smásögur og skáldsögur, leik- texta og söngtexta hefur hann þýtt og frumsamið en ljóðið er hans virki þaðan sem hann hefur sótt á ýmis mið. Hann er braghag- ur með afbrigðum en ræður ekki síður við texta sem eru lausir við hætti. Í þessum yrkingum sem fylla bókina er hann nær alveg að eltast við hætti af ýmsu tagi. Þeir eru hér fjölbreyttir, stuðlað og rímað en flest af svo mikilli list að málið rennur látlítið og að því virðist fyrirhafnarlaust. Margt af þessu virkar í fyrstu sem tækifærisskáldskapur, ort af tilefni fundar við orð eða staka hugsun sem fæðir af sér aðra, botnar hana, en þegar svo lesið er í striklotu í annað, þriðja sinn fellur kverið saman í sér- kennilega persónulegt stöðu- mat á lífi hins þroskaða huga, hughreystingar, heilræði, fyr- irbænir. Og heimsádeilur, svo sem opnan 30/31 með tveimur smákvæðum sem hæðast kurt- eislega að háskólaórunum. Því fylgja svo stökur um leikara og myndlist sem FÍL og SÍM mönn- um kann að þykja miður. Og endurnýjaður lestur leiðir í ljós að hér eru á víða ferðinni paradoksar og afórismar, klass- ísk form sem falin eru í stöku, viskusteinar sem hafa á sér yfir- bragð saklausrar hugsunar en eru dýpri, einhvers konar völur sem lesandinn getur velt í lófa hugans, spakmæli sett í hend- ingar. Páll Baldvin Baldvinsson Niðurstaða: Vísnafýsn er hentugt kver fyrir okkar tíma. Rím og rúm Þorarinn Eldjárn er bæði á dýpt og hæð og margt rúmast í hausnum á honum og hendist sumt út og allt spakt. Tónlist ★★★★ Meira Pollapönk Pollapönk Pönkið hefur löngum þótt margslungið fyrirbæri og vaf- ist fyrir mönnum að skilgreina það út í hörgul. Sé farin sú leið að líta á pönk sem ákveðinn hugsunarhátt og við- horf í efnistökum fremur en sérstaka tónlistarstefnu getur flest undir sólinni hæglega talist pönkað, og er barnaefni ekki undanskilið. Til að mynda ætlar enginn að segja mér að Ryksugan á fullu sé nokkuð annað en hörkufínt pönk. Svipað má svo segja um margar af þeim frábæru barnaplötum sem komið hafa út á Íslandi síð- ustu ár og áratugi. Margar þeirra höfða líka bæði til barna og fullorðinna, hvort sem sú var ætlunin eður ei, og vera má að það lýsi eigingirni foreldra að líta á slíkt sem risavaxinn kost. Sú er nú samt raunin og Meira Pollapönk smellur eins og flís við rass inn í þann hóp platna sem allir aldurshópar ættu að geta haft af gagn og gaman. Fyrri Pollapönksplatan kom út fyrir þremur árum og naut hylli, en þar var um að ræða útskriftarverkefni Botnleðjupiltanna Halla og Heiðars við Kennaraháskóla Íslands. Á Meira Pollapönk hefur leikskólakennurunum borist öflugur liðsstyrkur í formi Arnars Gíslasonar og Guðna Finnssonar úr Ensími og Dr. Spock. Bandið er þrusugott og spilagleðin skín í gegnum bráðskemmti- legar útsetningarnar, sem oftast nær keyra á skítugum gítar og hröðum trommuslætti að Botnleðjusið en nýta þó meðal annars blásturshljóðfæri með góðum árangri. Þá finna félagarnir sig vel í söngnum, eru hressir og á köflum kjánalegir í besta skilningi, og ekki yfir neinu að kvarta í þeim efnum. Umfjöllunarefni textanna bera þess vott að Pollapönk- ararnir eru beintengdir æsku landsins, enda umkringd- ir henni flesta daga, og vita hvað fellur í kramið, hverju má gera grín að og á hvaða atriðum má hnekkja án þess að detta í predikunargírinn stórhættulega. Keyrða kyn- slóðin fær far hvert á land sem er, jafnvel út í næsta hús, heimsókn til tannlæknisins er hvatinn að hugarferðalagi til Kanarí þar sem ekkert spillir gleðinni, jafnvel þótt pabbi hangi brenndur hótelbarnum á og mamma sofi úr sér alla daga. Heimskulegir fordómar fá rassskell í Þór og Jón eru hjón og þjóðargersemin Ómar Ragnarsson er kynnt fyrir yngstu kynslóðinni í samnefndu lagi. Bestur er þó 113 Vælubíllinn, vinsælasta lagið á mínu heimili þessa dagana, sem er þörf og holl ádeila á stór- og smá- menni samfélagsins. Tíminn leiðir í ljós hvort Meira Pollapönk verði sígild í röð íslenskra barnaplatna en hún er framför frá fyrra verki, frábær á flesta kanta og hefur til þess alla burði. Áfram Pollapönk! Kjartan Guðmundsson Niðurstaða: Beintengt barnapönk. Sumarsmellir pönkara
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.