Fréttablaðið - 29.05.2010, Blaðsíða 92

Fréttablaðið - 29.05.2010, Blaðsíða 92
52 29. maí 2010 LAUGARDAGUR menning@frettabladid.is ath. á morgun kl. 16 Benedikt Erlingsson fjallar um leikgerð sína á Íslandsklukkunni á morgun í Gljúfrasteini. Íslands- klukka Benedikts var frumsýnd 22. apríl síðastliðinn. Benedikt mun gefa tæknilega sýn inn í þá vinnu sem leikhús og leikstjórar þurfa að vinna til þess að koma skáldverki á svið. > Ekki missa af … Stillum, ljósmyndasýningu Báru Kristinsdóttur í sýn- ingarsal Íslenskrar grafíkur í Hafnarhúsinu, Miðbakka- megin. Myndirnar eru teknar í vetur og lýsa á óvenjulegan hátt ótryggri ögurstund í lífi borgar, lands og þjóðar. Síðasti sýningardagur er á morgun. Á morgun kemur ný súper- grúppa fram í fyrsta sinn: Tríó Sírajón. Í því eru Anna Áslaug Ragnarsdóttir píanóleikari, Einar Jóhannesson klarínettuleikari og Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari. Tónleikarnir verða á tónlistar- setrinu að Selalæk og flytur tríóið verk eftir Jan Valhal, Wolf- gang Amadeus Mozart, Frédéric Chopin, Robert Schumann og Igor Stravinskí. Anna Áslaug píanóleikari er í hópi fjölmargra tónlistarmanna sem hófu tónlistarnám sitt á Ísafirði en hún hefur starfað sem einleikari og meðleikari bæði hér á landi og erlendis. Einar Jóhannesson er leiðandi klarínettuleikari Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Hann hefur komið fram sem einleikari eða meðleikari á fjölda tónleika á Íslandi og erlendis og er stofnfélagi Blásarakvintetts Reykjavíkur. Þá er Einar félagi í miðaldasönghópnum Voces Thules og hefur auk þess stjórn- að vinsælum útvarpsþáttum um tónlist. Laufey Sigurðardóttir fiðlu- leikari hefur í mörg ár leikið í Sinfóníuhljómsveit Íslands og jafnframt verið ötul við flutning stofutónlistar bæði innanlands og utan. Hún er listrænn stjórnandi hinna árlegu tónlistarhátíða „Músík í Mývatnssveit” og „Afmælisdagur Mozarts”. Allt er þetta listafólk er rómað fyrir frábæra smekkvísi og áhrifaríka túlkun. Miðapantanir í símum 487 5512 og 864 5870. Kaffiveitingar verða á tónleikunum. Síra Jón sem tríó TÓNLIST Einar, Anna og Laufey við æfingar. MYND FRÉTTABLAÐIÐ Hönnunarsafn Íslands var opnað formlega í gær í nýju og stærra húsnæði í Garða- bænum með nýrri sýningu sem kallast Úr hafi til hönn- unar en sýningin spannar mjög breitt svið hönnunar með fiskleður, frá bæði inn- lendum og erlendum hönn- uðum. Þar má sjá bæði roðskó frá fyrri tíð, fiskleðurshönnun íslenskra hönnuða nútímans sem og hátískuhönnun frá heimsþekktum hönnuðum á borð við Karl Lag- erfeld, Christian Dior og Donnu Karan. Að auki verður sýnt úrval gripa úr safneign safnsins, en Hönnunarsafn Íslands verður 12 ára á árinu. Hönnunarsafn Íslands hefur fengið aðstöðu í stórum hluta gamla Hagkaupshússins við Garðatorg og hefur nú til umráða yfir 500 fermetra rými fyrir safnið auk um 1.000 m² geymslu- rýmis fyrir safngripi. Sýninga- svæði safnsins er á efri hæð hússins, það er stórt og bjart til sýningahalds, alls tæpir 400 m² en inngangur, anddyri, kaffiveit- ingar, barnakrókur og verslunin Kraum eru staðsett á neðri hæð. Arkitektastofan Kanon hefur séð um teikningu og hönnun á nýja safninu og er framkvæmdum að ljúka. „Úr hafi til hönnunar“ sýnir hvernig roðið sem hráefni er nýtt nú og fyrr. Íslenskir og erlendir hönnuðir og listhandverksfólk nota það í nokkuð ríkum mæli. Roðið, eða fiskleðrið eins og farið er að kalla roðið, þegar búið er að súta það, er feiknarsterkt. Það er þunnt og þjált og hægt að lita í ótal afbrigðum og velja á það ólíkar áferðir. Á sýningunni er sýndur vinnsluferill hráefnisins í sútunarverksmiðju Sjávarleð- urs á Sauðárkróki ásamt því að sýndir eru valdir munir sem end- urspegla fjölbreytileika efnisins og möguleika þess. Elstu hlutirnir á sýningunni eru roðskór úr hlýra og stein- bítsroði sem minna á að roðið var ekki aðeins borðað fyrr á tíðum heldur einnig þurrkað og snið- ið í skó. Steinbítsroð mátti nota til bókbands og á sýningunni má einnig sjá húsgögn með þessu slitsterka áklæði. Nytjahlutir svo sem skálar og púðar hafa verið áberandi í íslensku handverki og skór eftir íslenska og erlenda skóhönn- uði endurspegla þá staðreynd að fiskleður er sterkt og endingar- gott. Fatnaður eftir íslenska og erlenda hönnuði er einnig sýnd- ur og má þar sjá bæði klass- ísk snið og djarfa meðhöndl- un á leðrinu. Meðal þeirra sem eiga hluti á sýningunni: Nikita, Farmer‘s Market, STEiNUNN, Arndís Jóhannsdóttir, Anna Gunnarsdóttir, María K. Magn- ús, Dýrfinna Torfadóttir, Helga Mogensen, Sruli Recht, Donna Karan, Christian Dior, Salvatore Ferragamo, Kobenhagen Fur, Eggert Feldskeri, Ecco, Nike. Hönnunarsafn Íslands var stofnað í lok árs 1998. Það er rekið af Garðabæ samkvæmt samningi bæjarfélagsins við Menntamálaráðuneytið. Í safninu er lögð áhersla á að safna, rann- saka og miðla íslenskri hönnun og handverki frá aldamótunum 1900 til dagsins í dag. Safnið er hið eina sinnar tegundar á Íslandi og á vegum þess hafa verið haldn- ar sýningar á íslenskri og alþjóð- legri hönnun. Safneign safnsins samanstendur nú af um 1.000 munum og eru íslensk húsgögn meginhluti safneignarinnar. Safnið á að auki töluvert af hlut- um úr öðrum greinum hönnun- ar og handverks, svo sem leir- og glermuni, fatnað og grafíska hönnun. Forstöðumaður safnsins er Harpa Þórsdóttir. pbb@frettabladid.is Hönnunarsafnið opnar sem nýtt HÖNNUN Um miðjan dag á miðvikudag var allt á fullu við frágang opnunarsýningar Hönnunarsafns Íslands við Garðatorg en forstöðumaður þess er Harpa Þórsdóttir. Safnið var svo opnað með viðhöfn í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN. Fást í öllum bókaverslunum Lafleur útgáfan • 659 3313☎ Þjóðhetjan Eva Joly - bjargar Íslandi! Vinsælasti poppari sögunnar - slær fl eiri en eitt heimsmet! HINN SVALI BLÆR – greinasafn – Benedikt S. Lafleur Andleg bylting - Hér og Nú! Ódauðleg músík Mozarts - bjargar mannslífum! Stórlækkað verð!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.