Fréttablaðið - 29.05.2010, Blaðsíða 94

Fréttablaðið - 29.05.2010, Blaðsíða 94
54 29. maí 2010 LAUGARDAGUR utlit@frettabladid.is Fyrsta sólardag sumarsins ákvað ég að klæða mig samkvæmt veðri, fara í eitthvað létt og litríkt og helst sandala við. Þegar ég opnaði fata- skápinn blasti við mér heldur sorgleg sjón því þar inni var lítið um sumarlega liti eða flæðandi efni. Þar sem ég stóð og starði inn í svart- an fataskápinn ákvað ég að arka niður í bæ, um leið og tími gæfist, til þess að kaupa mér fallega sumarflík. Vinkona mín fékk nasaþef af áformum mínum (reyndar bað ég hana að koma með) og ákvað að halda í bæinn með mér. Leiðangurinn hófst snemma að laugardagsmorgni í blíðskaparveðri. Markmið mitt var að kaupa hina fullkomnu sumarflík, svart var á algjörum bann- lista! Markmið hennar var að kaupa hina fullkomnu svörtu flík, litir voru á algjörum bannlista! Af stað héldum við, þrammandi úr einni verslun í þá næstu og tókum okkur aðeins stutt hlé til þess eins að matast. Að deginum lokn- um kvöddumst við, nokkuð sáttar, og héldum heim á leið. Afrakstur dagsins var þó ekki alveg í samræmi við þau markmið sem við höfðum sett okkur í upp- hafi dags því ég kom heim með tvær svartar flíkur ásamt einum bláum kjól. Svarta flíkin sem vinkonan ætlaði að kaupa sér varð heldur ekki svo svört, þó að vísu hafi kjóllinn verið með svörtum röndum. Ég vil þó ekki dæma verslunarferðina misheppn- aða þrátt fyrir þetta. Það er augljóst af þessu að erfitt er að kenna gömlum hundi að sitja og það er hægara sagt en gert að breyta persónulegum smekk fólks með aðeins einni verslunarferð. Þótt ég hafi gaman af ólíkum straumum og stefnum í tískunni þá virðist ég eiga eitthvað erfitt með að brjótast út úr „svartsýni“ – vandi sem ég held ég deili með mörg- um öðrum konum og körlum. Nema auðvitað þess- ari einu vinkonu minni. Svart er einfaldlega svo praktískt, klassískt, nothæft og óháð tískustraum- um frá ári til árs. En, svo má alltaf reyna að breyta út af vananum og prófa eitthvað nýtt. Tískuleg svartsýni DAÐRAÐ VIÐ TÍSKUNA SARA MCMAHON KLASSÍK Gegnsæjar flíkur hafa rutt sér til rúms í haust, sú stefna virðist ætla að halda áfram inn í sumarið að mati Max Azria. NORDICPHOTOS/GETTY NÚ ER ÞAÐ GRÁTT Gráir tónar og fisléttar flíkur frá hönnuðinum Maz Azria. NORDICPHOTOS/GETTY ALLT LEYFILEGT Í SUMAR VILLT Hlébarða- munstur og her- mannagrænir litir voru einnig áberandi hjá Von Fursten- berg. NORDICPHOT- OS/GETTY Sumarið er komið með blóm í haga, fagra sólardaga og fuglasöng. Séu sumarlínur ýmissa hönnuða fyrir sumarið 2010 skoðaðar virðist allt vera leyfilegt í sumar. Allt frá villtu hlébarðamynstri í anda safaríferða, litríkra fylgi- hluta til leikandi léttra grárra og hvítra tóna. - sm > Bloggari hannar boli Hin þrettán ára gamla Tavi Gevinson hefur slegið ræki- lega í gegn með tískubloggi sínu, Style Rookie. Stúlkan var nýlega fengin til að hanna stuttermabol í samstarfi við bolaframleiðandann Borders&Frontiers. Innblástur sinn sótti stúlkan í haustlínu Yves Saint Laurent árið 2008 og selur hún þá á bloggsíðu sinni. Flottan hlébarða eyeliner Frá Helenu Rubenstein. Það skemmir aldrei fyrir ef snyrtivörur manns eru í flottum og skemmtilegum umbúðum sem þessum. Smell- passar í hvert snyrtiveski í sumar. Sandala. Nú er sumarið komið og þess vegna gott að lofti um tærnar í falleg- um sandölum sem þessum sem fást í versluninni Kaupfélagið í Kringlunni. Kraga frá Áróru. Kragi sem þessi hentar við öll tilefni og fæst í versl- uninni Mýrinni í Kringlunni. OKKUR LANGAR Í … GLAÐLEGT Sumarlína Diane Von Furstenberg var glaðleg og litrík líkt og sjá má. NORDICPHOTOS/GETTY FLOTT- UR SUND- BOLUR úr sumarlínu Von Furst- enberg. Lit- ríkt skart og skrautlegar töskur gerðu hverja flík líflegri á sýn- ingu hennar. NORDICPHOTOS/ GETTY LJÓSBLÁAR GALLABUXUR og galla- skyrta við frá Chloé gefa afslappað útlit í sumar. NORDICPHOTOS/ GETTY F E L L S M Ú L I S K Ú L A G A T A G A R Ð A B Æ R M J Ó D D L E I Ð I N A Ð Í S N U M
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.