Fréttablaðið - 29.05.2010, Blaðsíða 104

Fréttablaðið - 29.05.2010, Blaðsíða 104
64 29. maí 2010 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is 13 DAGAR Í HM HANDBOLTI Ísland og Andorra mæt- ast í vináttulandsleik á Laugar- dalsvellinum í dag. Það liggur ljóst fyrir að Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari mun stilla upp ungu liði en margir af leikreynd- ari landsliðsmönnum Íslands eru fjarverandi í dag. „Ég er að leita að 20-30 manna hópi til að fara með mér í næstu undankeppni. Í þessum leik fá strákarnir nú tækifæri til að sýna og sanna að þeir eigi heima í þeim hópi,“ sagði Ólafur í samtali við Fréttablaðið í gær. Alls eru níu af nítján leikmönn- um sem verða í landsliðshópnum í dag enn gjaldgengir í u-21 lands- lið Íslands. Sá tíundi, Aron Einar Gunnarsson, meiddist á æfingu í fyrradag og verður því ekki með í dag. Þess fyrir utan eru margir leikmenn með liðinu nú sem eiga ekki marga landsleiki að baki. „Þessir leikmenn hafa spilað í yngri landsliðum Íslands og staðið sig vel með sínum félagsliðum. Ég fæ ekki betur séð að þeir bíði nú eftir tækifærinu að fá að spila með A-landsliðinu og ég sé á þeim að þeir eru mjög spenntir fyrir þessu tækifæri,“ segir Ólafur. Hann á von á því að allir leik- menn fái tækifæri í leiknum á morgun en þetta er aðeins tveggja vináttulandsleikja sem eru á dag- skrá áður en undankeppni EM 2012 hefst í haust. Ólafur segist vera byrjaður að hugsa um þá keppni. „Í síðustu undankeppni bjó ég mér til kjarna leikmanna sem fylgdu mér í gegnum keppnina. Ég mun gera það sama nú. Auðvitað verða þó alltaf einhverjar breyt- ingar milli leikja eins og gengur og gerist en ég á von á því að það verði fleiri ungir strákar í kring- um landsliðið en verið hefur.“ Landslið Andorra er ekki hátt skrifað í knattspyrnuheiminum og hefur Ólafur hagað undirbúningi liðsins í samræmi við það. „Oft hefur okkur gengið illa að stjórna leikjum gegn andstæðingi sem við eigum að vinna. En ég veit að leikmenn Andorra eru gróf- ir og við þurfum að mæta þeim á því sviði og taka vel á móti þeim í upphafi leiks. Við þurfum að sýna þeim klærnar. Við ætlum líka að setja á þá háa bolta og setja þá undir pressu. Svo mun okkur gef- ast tími til að taka boltann niður og spila honum enda margir af okkar leikmönnum mjög góðir á bolta,“ segir Ólafur. Hann hvetur einnig áhorfendur til að fjölmenna á völlinn á morg- un. „Ég veit að það er stór dagur á morgun, kosningar, Eurovision og svo er Addi vinur minn sex- tugur,“ segir hann og hlær. „En þetta er frábært tækifæri til að sjá þessa ungu stráka spila saman og ég get lofað því að margir þeirra verða fastamenn í landsliðinu eftir ákveðinn tíma og um ókomin ár.“ eirikur@frettabladid.is SÝNDI GAMLA TAKTA Ólafur Jóhannesson sýndi ungu landsliðsstrákunum að hann kann enn sitthvað fyrir sér í boltanum á æfingu landsliðsins í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Ungir fá nú tækifæri til að sanna sig Ísland mætir í dag Andorra á Laugardalsvellinum. Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari mun stilla upp ungu liði í dag en hann segir leikinn mikilvægan þátt í undirbúningi liðsins fyrir undankeppni EM 2012. FÓTBOLTI Að öllu óbreyttu verður Ólafur Örn Bjarnason ráðinn þjálfari Grindavíkur í dag. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Grindavík náð samkomulagi við Brann, félag Ólafs Arnar í Noregi í flestum aðalatriðum og líklegt er að hægt verði að ganga frá ráðn- ingu Ólafs Arnar í dag. „Ég veit hver staðan er í Grindavík og hvað hefur verið að gerast þar síðustu daga,“ sagði Ólafur Örn í samtali við Fréttablaðið í gær. Samningur hans við Brann rennur út að tímabilinu loknu og áætlaði hann að koma aftur til Íslands þá. Nú er útlit fyrir að heimkoman verði fyrr en áætlað var. Ólafur Örn mun einn- ig spila með Grindavík en hann mun ekki fá leik- heimild með liðinu fyrr en 15. júlí, í fyrsta lagi, þegar félagaskiptaglugg- inn opnast. Það gæti þó tafist eitthvað þar sem félagaskiptaglugginn í Nor- egi opnast ekki fyrr en 1. ágúst. Þá er ekki ólíklegt að Ólafur Örn spili einn leik til viðbót- ar með Brann, gegn Álasundi um næstu helgi. Eftir það er gert hlé á norsku úrvalsdeildinni í mánuð. Grindavík er nú í neðsta sæti Pepsi-deildar karla og er enn stigalaust eftir fyrstu fjórar umferðirnar. Liðið hefur aðeins skorað eitt mark í þessum fjórum leikjum en fengið á sig níu. Stjórn knattspyrnudeildar Grindavík- ur ákvað því á miðvikudaginn að reka Lúkas Kostic, þjálfara liðsins, en hann tók við liðinu af Milan Stefán Jankovic sem hætti eftir aðeins þrjá leiki á síð- asta tímabili. Þetta er í fjórða sinn á síðustu sex árum sem Grindvíkingar skipta um þjálfara á miðju tímabili. Ólafur Örn hefur verið á mála hjá Brann síðan 2004 en þar áður lék hann með Grindavík og Malmö í Svíþjóð. Alls á hann að baki 123 leiki með Grindavík í efstu deild og hefur hann skorað í þeim átján mörk. Hann hefur þar að auki leik- ið 27 leiki með íslenska landsliðinu á ferlinum. Ólafur Örn varð norsk- ur meistari með Brann árið 2007 og hefur verið í lykilhlutverki með lið- inu undanfarin ár. - esá Grindvíkingar að ganga frá ráðningu eftirmanns Lúkasar Kostic: Ólafur Örn tekur líklega við í dag ÓLAFUR ÖRN Á leið aftur til Grindavíkur. NORDIC PHOTOS/AFP HANDBOLTI Róbert Gunnarsson varð í fyrrakvöld fyrsti íslenski handboltamaðurinn til þess að vera fyrirliði Evrópumeistaraliðs þegar hann leiddi lið Gummers- bach til sigurs í Evrópukeppni bikarhafa. Gummersbach vann titilinn þrátt fyrir 33-37 tap í seinni leiknum á móti spænska liðinu Granollers en liðið vann fyrri leikinn 34-25 í Þýskalandi. Róbert skoraði 5 mörk í seinni leiknum en hann varð þarna Evr- ópumeistari annað árið í röð með félaginu þar sem Gummersbach vann EHF-bikarinn í fyrra. Íslenskir handboltamenn hafa verið einstaklega sigursælir í Evrópukeppnum undanfarin ár því Íslendingar hafa alls unnið átta Evrópumeistaratitla á undanförnum fimm árum. Þegar er orðið öruggt að það bætist við Evrópugull um helgina þegar Lemgo og Kadetten mætast í úrslitaleik EHF-bikarsins en þar spilar Vignir Svavarsson með Lemgo og Björgvin Páll Gúst- avsson með Kadetten. Þá geta Alfreð Gíslason og Aron Pálm- arsson líka unnið Meistaradeild- ina með Kiel um helgina en Kiel mætir Ciudad Real í undanúrslit- unum í Köln í dag og úrslitaleik- urinn er síðan á morgun. - óój Róbert Evrópumeistari: Átta íslenskir titlar á 5 árum RÓBERT GUNNARSSON Fyrirliði Evrópu- meistara Gummersbach. MYND/GETTY IMAGES Ítalski markvörðurinn Walter Zenga setti met á HM 1990 á Ítalíu sem enginn hefur slegið síðan. Zenga hélt þá marki sínu hreinu frá fyrsta leik fram í undanúrslitaleikinn á móti Argentínu eða alls í 517 mínútur. Argentínumaður- inn Claudio Caniggia varð fyrstur til að skora hjá honum þegar hann tryggði Argentínu framleng- ingu með jöfnunarmarki 23 mínútum fyrir leikslok. Argentína komst síðan í úrslitaleikinn eftir sigur í vítakeppni. Þýska liðið Lemgo heimsækir Kadetten í Sviss í dag í öðrum úrslitaleik félaganna um EHF-bikarmeistaratitilinn. Logi Geirsson og Vignir Svavarsson leika með Lemgo en Björgvin Páll Gústavsson með Kadetten. Lemgo vann fyrri leikinn 24-18. „Við byrjuðum hræðilega og töpuðum þessu á fyrstu 17 mínútunum þar sem við skoruðum bara tvö mörk,“ segir Björgvin sem varði þó 20 skot í leikn- um. „Við skutum mjög illa á markið. Kannski var það reynsluleysið sem kom í ljós, kannski stress hjá þeim yngri í liðinu. En þetta er ekkert sem við getum vælt yfir.“ Hann segir leikinn í dag verðugt verkefni. „Það er jákvætt að vandamálið hafi legið í sókninni. Við þurfum bara að spila okkar bolta í leiknum og ekki vera að horfa neitt á töfluna. Þetta er rosalegt verkefni en við höfum klárað þau öll hingað til. Við töpuðum með einu fyrir Flensburg úti en unnum svo með þremur heima, svo töpuðum við með fimm fyrir Göppingen en unnum með fimm heima,“ segir Björgvin og nefnir að heimavöllurinn sé mjög sterkur. „Við höfum ekki tapað á heimavelli í vetur, hann er frábær þegar við erum með fullan kofa. Það segi ég í bókstaflegri merkingu þar sem húsið er hálfgerður kofi,“ sagði markmaðurinn. Íslendingarnir voru að fara að fá sér kaffi saman þegar Fréttablaðið ræddi við Björgvin í gær, eftir síðustu æfingu hans á tímabilinu. „Líkaminn minn er eiginlega alveg búinn eftir tímabilið. Þessi vika hefur verið mjög erfið og við höfum verið að spila þétt undanfarið. En við keyrum okkur út í þessum leik og svo fáum við smá frí. Ég ætla að vera í viku í fríi áður en ég hitti landsliðið,“ segir Björgvin sem er bjartsýnn fyrir leikinn. „Þetta verður stór dagur. Það er fyrir öllu að vinna leikinn en pressan er samt ekki á okkur. Það óraði engan fyrir því að við gætum náð svona langt. Við erum stoltir af árangrinum og við höfum engu að tapa,“ sagði Björgvin Páll. Úrslitaleikurinn hefst klukkan 12.10 að íslenskum tíma og verður sýndur beint á vefsíðunni SportTv.is ÍSLENDINGUR VERÐUR EVRÓPUMEISTARI Í DAG: BJÖRGVIN PÁLL HJÁ KADETTEN MÆTIR LOGA OG VIGNI Í LEMGO Keyrum okkur út í síðasta leik tímabilsins SUND Karlalið SH og kvennalið Ægis eru í efsta sæti eftir fyrri dag í Bikarkeppni SSÍ í Vatnaver- öld í Reykjanesbæ. Ægiskonur hafa 335 stiga for- skot á heimastúlkur í ÍRB en í 3. sætinu er lið ÍA. Ragnheiður Ragnarsdóttir úr KR átti stiga- hæsta sund fyrri hlutans. Karlalið SH er með 283 stiga forskot á Ægi en í 3 sætinu eru heimamenn í ÍRB. Davíð Hildi- berg Aðalsteinsson úr ÍRB átti stigahæsta sund karla. Bikar- keppnin klárast í dag. - óój Fyrri dagur bikarkeppni SSÍ: SH-karlar og Ægiskonur efst RAGNHEIÐUR RAGNARSDÓTTIR Átti besta sund gærdagsins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.