Fréttablaðið - 31.05.2010, Page 1

Fréttablaðið - 31.05.2010, Page 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI KOSNINGAR Samfylkingin og Besti flokkurinn hófu í gær viðræður um myndun meirihluta um stjórn Reykjavíkur. Fulltrúar flokkanna munu hittast aftur í dag. Besti flokkurinn hafði í gærkvöldi ekk- ert formlegt samband haft við Sjálfstæðisflokkinn og engir fundir voru fyrirhugaðir á milli þeirra. „Besti flokkurinn hafði sam- band og óskaði eftir viðræðum um myndun meirihluta,“ segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylking- arinnar. „Við erum bara á fyrstu metrunum í því.“ Jón Gnarr segir fundinn hafa verið óformlegan svo menn gætu séð hver framan í annan. Besti flokkurinn verði að fara í samstarf úr því að hann hafi ekki náð hrein- um meirihluta. Jón gerir kröfu um borgarstjórastólinn, en það segist Dagur hins vegar ekki gera. Kosningarnar um helgina voru sögulegar víðar en í höfuðborg- inni. Á Akureyri fékk L-listi fólks- ins hreinan meirihluta, fyrstur flokka frá upphafi. Aðrir flokkar fengu einn fulltrúa hver. Í Kópavogi, þar sem sjálfstæð- is- og framsóknarmenn hafa ríkt í tuttugu ár, er nýr fjögurra flokka meirihluti svo gott sem kominn á koppinn án þeirra þátttöku. Þar hlutu tvö ný framboð braut- argengi í kosningunum og komu hvort sínum manninum að í bæj- arstjórn. Hreinn meirihluti Samfylking- arinnar féll í Hafnarfirði og bæj- arstjórinn Lúðvík Geirsson, sem skipaði baráttusætið, náði ekki inn. Fulltrúi Vinstri grænna er í oddastöðu og vill að flokkarn- ir þrír, Samfylking, Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur, starfi allir saman að stjórn bæjarins. Gömlu flokkarnir fjórir tapa allir fylgi frá sveitarstjórnarkosn- ingunum 2006 ef litið er til þeirra sveitarfélaga þar sem þeir bjóða fram í eigin nafni. Grétar Þór Eyþórsson stjórnmálafræðipróf- essor segir þetta vera áfall fyrir flokkana. - kóp, sh / sjá síður 4 til 16 31 maí 2010 — 125. tölublað — 10. árgangur FASTEIGNIR.IS 31. MAÍ 2010 22. TBL. Fasteignasalan Miklaborg býður upp á nýjung í sölu fasteigna sem þeir nefna Innlit. Innlit felst í því að seljendur fasteigna fá tækifæri til að kynna eign sína í gagnvirku vefumhverfi þar sem sýndar eru atvinnuljósmyndir af fasteign- inni ásamt grunnmyndum. Innlitin verða til sýnis fyrir kaupendur á vefslóðinni www.miklaborg.is og verða mjög aðgengileg þar sem notendur geta flutt sig úr einu rými húsnæðisins í annað og skoðað einstök rými út frá ýmum sjónarhorn- um. Samhliða því sem kaupendur klikka á ljósmyndir birtast upplýsingar á grunnmyndinni um hvar þeir eru staddir hverju sinni út frá grunnteikningu eignarinnar. Hugsanlegir kaupendur geta því „gengið“ um eignina og skoðað hana nánast eins og þeir væru á staðnum. Helstu kostir þessarar nýjungar er að auðveldara er fyrir kaupendur að átta sig á möguleikum viðkomandi eignar og hvernig hún hentar þeim út frá fjölskyldu- stærð, skipulagi og öðru. Einnig getur verið gott að skoða eignina með þessum hætti á netinu eftir að farið hefur verið á staðinn í eigin persónu, áður en endanleg ákvörðun er tekin um kaup.Fasteignasalan Miklaborg býður þeim seljendum sem skrá eign sína í einkasölu fyrstu viku júlímánað- ar, ókeypis innlit, grunnmynd af eigninni og atvinnu- ljósmyndun. Fólki auðveldað að skoða fasteignir á vefnum Ýmis sjónarhorn á sömu rými eru sýnd á svokölluðu „innliti“ sem Fasteignasalan Miklaborg býður upp á á vef sínum. Ásamt því er sýnt á grunnmynd af eigninni hvar skoðendur eru nákvæmlega staddir hverju sinni. Bæjarhrauni 10 - Hafnarfirði - Sími 520 7500 - www.hraunhamar.is Magnús Emilsson, löggiltur fasteignasali Sölufulltrú ar Henný Á rnadóttir h enny@365 .is 512 542 7 Jóna Ma ría Hafstei nsdóttir jm h@365.is 5 12 5473 Þó rdís Herma nnsdóttir t hordish@3 65.is 512 5 447 k in söngsvei t sem ég er í og k emur ð ýmis ti lefni og s vo var díói til að Prjónarn ir á sínum stað G ðrúnu Á rnýju Karl sdóttur, ke nnara og t ónlistarko nu, meira slakandi e n að grípa í prjóna hún geym ir þessi óm issandi ve rkfæri í, sj aldan lang t undan. „Þegar ég fer í suma rbústað he ndi ég gar ni í poka o g gríp tösk una með. Svo get ég ákveðið h verju ég fi tja upp á þ egar ég er komin á st aðinn,“ se gir Guðrún Árný. FRÉTTABL AÐIÐ/STE FÁN GARÐHÚS GÖGNIN þ arf yfirleitt að hreinsa eftir íslenska ve tur, pússa, skrúbba og lakka. ILVA á Korpu- torgi selur sniðugan p akka í einu lagi, með sandpappí r, svampi og öllum tilhe yrandi efnu m. 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Fasteignir.is MÁNUDAGUR skoðun 18 veðrið í dag Umsóknarfrestur um grunnnám er til 5. júní www.hi.is Velkomin í HÁSKÓLA ÍSLANDS GRUNNNÁM MEISTARANÁM DOKTORSNÁM Sæktu um á www.hr.is LAGADEILD Metnaður og gæði Umsóknarfrestur til 5. júní Lagadeild Man tímana tvenna Kristján Pétur Guðnason hefur rekið Passamyndir á Hlemmtorgi í þrjátíu ár. tímamót 20 FÓLK „Þetta er byggt upp eins og fyrirsætukeppni nema að undir- fatasýning og annað slíkt er klippt út,“ segir Magnús Guðbergur Jónsson sem stendur fyrir fyrstu Hr. Hinsegin-keppninni á Íslandi. Sigurvegarinn verður krýndur um næstu helgi og hafa átta skráð sig til leiks. Magnús keppti sjálfur í Mr. Gay World fyrir ári og mun sigurvegarinn um næstu helgi feta í fótspor hans. - fgg/ sjá síðu 30 Fyrsta fegurðarkeppni homma: Herra Hinsegin valinn á Íslandi Goðsögn kveður Leikarinn Dennis Hopper lést um helgina. Fólk 24 Frábær árangur Alfreð Gísla- son stýrði Kiel til Evrópu- meistaratitils. Sport 26 BJART NORÐAUSTANLANDS en skýjað að mestu sunnanlands og fer að rigna sunnan- og vestanlands þegar líður á daginn. Hiti verður víða á bilinu 9 til 16 stig. veður 4 11 9 12 1111 FUNDAÐ UM MEIRIHLUTA Forvígis- menn Besta flokksins hittust á fundi í kosningamiðstöð sinni í gærkvöldi til að ræða stöðuna. FRÉTTABLAÐIÐ / ARNÞÓR Dagur og Jón funda um samstarf í dag Samfylkingin og Besti flokkurinn hefja viðræður um meirihluta í Reykjavík. Nýr meirihluti að fæðast í Kópavogi. L-listi á Akureyri fékk hreinan meirihluta. VIÐ ERUM BESTIR! Jón Gnarr og Einar Örn Benediktsson, tveir efstu menn á lista Besta flokksins, gátu ekki leynt gleði sinni þegar í ljós kom á laugardagskvöld að flokkurinn hafði unnið sögulegan stórsigur í borgarstjórnarkosningum. Þótt alvörunni hafi ekki verið fyrir að fara í kosningabaráttu Besta flokksins er ljóst að árangur hans er ekkert grín: Sex menn í borgarstjórn og úrslitavald um það hverjir munu stýra Reykjavíkurborg næstu ár. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /D A N ÍE L

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.