Fréttablaðið - 31.05.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 31.05.2010, Blaðsíða 2
2 31. maí 2010 MÁNUDAGUR Hjálmar, eruð þið ekki bara þriðji besti flokkurinn? „Ja, í þessu meirihlutasamstarfi erum við næstbesti flokkurinn.“ Næstbesti flokkurinn í Kópavogi reyndist þriðji stærsti flokkur bæjarins þegar talið var upp úr kjörkössunum. Hjálmar Hjálm- arsson er oddviti listans. UMHVERFISMÁL Olíulekinn í Mexíkóflóa er versta umhverfisslys í sögu Bandaríkjanna, segir Carol Browner, orkumálaráðgjafi Hvíta hússins. Browner, sem spurð var út í málið af sjónvarps- stöðinni NBC í gær, sagði einnig að Bandaríkin væru búin undir hið versta ef ekki tekst að stöðva lekann fyrr en í ágúst. Olíufyrirtækið BP undirbýr nú nýjar aðferðir til að freista þess að stöðva lekann, en svokölluð „top kill“-aðferð, sem gekk út á að dæla þéttri leðju og úrgangsefnum niður í leka borholuna til að reyna að stöðva olíulekann, bar ekki árangur síðustu daga. Doug Suttles, framkvæmdastjóri BP, sagðist í gær ekki geta útskýrt nákvæmlega hvers vegna sú aðferð hefði brugðist. „Okkur hefur ekki tekist að stöðva lekann og því teljum við að nú sé kominn tími til að reyna næsta möguleika,“ sagði Suttles. Hann viðurkenndi þó einnig að það væri engin leið að tryggja að ný aðferð bæri árangur, en talið er að ný tilraun geti ekki hafist fyrr en eftir fjóra daga í fyrsta lagi. Vísindamenn telja að allt að 72 milljónir lítra af olíu hafi nú þegar lekið í sjóinn frá því að borpallur BP brann og sökk í apríl. Ellefu starfsmenn á bor- pallinum létust í slysinu. - kg „Top kill“-aðferð BP til að stöðva olíulekann í Mexíkóflóa mistókst: Undirbúin fyrir hið versta OLÍUSLYS Olíufyrirtækið BP undirbýr nú nýja aðferð til að reyna að stöðva olíulekann í Mexíkóflóa. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ELDSVOÐI Eldur kom upp í Fella- bakaríi á Egilsstöðum, eina bak- aríinu á staðnum um sjöleytið í gærmorgun. Búið var að ráð nið- urlögum eldsins um ellefu. Talið er að eldurinn hafi átt upptök sín í kaffistofu bakarísins en slökkvi- liðsmenn frá Seyðisfirði, Vopna- firði og Fjallabyggð ásamt björg- unarsveitum voru kallaðar út til aðstoðar. Baldur Pálsson slökkvi- liðsstjóri segir vinnslusal bakarís- ins hafa bjargast. „Mér varð ekki vel við,“ segir Björgvin Kristjánsson einn eig- enda bakarísins sem staddur var úti í Eistlandi. „En ég vonast til að geta opnað sem fyrst aftur.“ - mmf Bruni í Fellabakaríi: Eina bakarí Eg- ilsstaða brann GRIKKLAND Danski lyfjaframleið- andinn Leo Pharma hefur ákveðið að hætta dreifingu tveggja vin- sælla lyfja í Grikklandi. Það er gert í mótmælaskyni vegna þeirr- ar ákvörðunar grískra stjórnvalda að lækka lyfjaverð um 25 prósent. Í síðustu viku hætti annar dansk- ur lyfjaframleiðandi, Novo Nord- isk, dreifingu sinni á insúlíni af sömu ástæðu. Forsvarsmenn Leo Pharma halda því fram að ákvörðunin muni valda auknu atvinnuleysi víða Evrópu. Grísk stjórnvöld benda hins vegar á fjárhagserf- iðleika landsins og segja dönsku fyrirtækin beita fjárkúgunum. Þá halda forsvarsmenn Leo Pharma því fram að gríska ríkið skuldi fyrirtækinu 244 milljónir evra, eða um þrjátíu milljarða króna. - kg Lyfjafyrirtæki refsa Grikkjum: Hætta dreif- ingu fleiri lyfja VARNARMÁL Þýski flugherinn mun sinna loftrýmisgæslu Atlants- hafsbandalagsins á Íslandi frá 7. til 25. júní. Er þetta í fyrsta sinn sem Þjóðverjar taka að sér loft- rýmisgæslu hér á landi. Verða um 140 liðsmenn þýska flughersins staddir hér á landi vegna verkefnisins en flugsveit- in kemur hingað til lands í boði íslenskra stjórnvalda og starfar í samræmi við loftýmisgæsluá- ætlun Atlantshafsbandalagsins fyrir Ísland. Flugsveitin kynnir sér aðstæður hér á landi frá 2. til 6. júní og mun meðal annars æfa lendingar á Keflavíkurflugvelli. - mmf Loftrýmisgæsla: Þjóðverjar í fyrsta sinn FÉLAGSMÁL Sulaiman Abdullah Als- hiddi í Sádi Arabíu og Hussein Al Daoudi í Svíþjóð hafa sett á lagg- irnar sjálfseignarstofnunina The Islamic Endowment in Iceland. „Tilgangur félagsins er að stuðla að því að viðhalda íslömsk- um einkennum úr samfélagi mús- lima. Að auka mikilvægi og verja íslömsk einkenni múslimskra barna,“ segir meðal annars um tilgang nýju stofnunarinnar í bókum hlutafélagaskrár. Enn fremur segir að ætlunin sé sú að hvetja múslima á Íslandi til að læra íslensku og aðstoða þá við að læra arabísku sem sé sam- eiginlegt tungumál múslima hér- lendis. Þá segir að tilgangur stofnun- arinnar sé „að kynna fyrir mús- limum á Íslandi lög og samfélags- venjur Íslands“ og að kynna fyrir þeim réttindi og skyldur einstakl- ings í íslensku þjóðfélagi. Þá eigi að kynna samfélag múslima fyrir Íslendingum og vera „þátttak- andi í staðbundnum tómstunda- iðkunum fyrir börn og unglinga sem eru undir handleiðslu þar til bærra yfirvalda.“ Salmann Tamimi, formaður Félags múslima á Íslandi, segist ekki hafa heyrt af stofnun hins nýja félags hér á landi og að for- svarsmenn þess hafi ekki verið í sambandi við Félag múslima á Íslandi. Salmann segir The Isla- mic Endowment vera með höf- uðstöðvar í Örebro í Svíþjóð og stunda þar góðgerðar- og fræðslu- starfsemi. Sulaiman Abdullah Alshiddi tilheyri yfirstéttinni í Sádi Arabíu og sé sterkefnaður. „Vonandi getur þetta nýja félag hjálpað til við byggingu mosku fyrir múslima á Íslandi,“ segir Salmann. - gar Vellauðugur Sádi Arabi setur á fót íslamska sjálfsteignarstofnun á Íslandi: Vill viðhalda íslömskum einkennum BÆNASTUND Múslimar á Íslandi eru nú yfir sex hundruð talsins. Þeir hafa í ell- efu ár sóst eftir að fá lóð undir mosku í Reykjavík en ekki fengið. Á meðan hafa þeir aðstöðu í Ármúlanum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM MENNTUN Um þriðjungur lands- manna er í skóla af einhverju tagi, samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. Alls eru 107.012 nemend- ur á landinu öllu, en landsmenn eru 317.593. Flestir eru á grunnskólastigi, eða tæplega 43 þúsund. Í fram- haldsskólum ríflega 26 þúsund og ívið fleiri eru á stigum ofar fram- haldsskóla en í leikskóla; 19.020 í háskólunum en 18.699 í leikskólun- um. Nemendum fjölgaði um 1,4 pró- sent, eða 1.529, frá árinu 2009. Að sama skapi hefur skólasókn 16 ára ungmenna aukist; hefur verið 93 prósent undanfarin þrjú ár, en er núna 95 prósent. Nokkur munur er á skólasókn þessa aldurshóps eftir landshlutum. Mest er hún á höfuð- borgarsvæðinu og Vestfjörðum, en þar stunda 97 prósent 16 ára ung- menna nám. Töluvert færri stunda nám á Suðurnesjum, en þar eru 92 prósent 16 ára ungmenna í skóla. Tölur Hagstofunnar sýna einnig hve mörg ungmenni heltast úr lest- inni eftir fyrstu árin í framhalds- skóla. Haustið 2009 var hlutfall 17 ára ungmenna í skólum landsins 90 prósent en hlutfall 18 ára 81 pró- sent. Skólasókn hefur því einung- is minnkað um 3 prósentustig hjá þeim sem voru 16 ára 2008 og eru 17 ára haustið 2009 og um 12 pró- sentustig hjá þeim sem voru 16 ára 2007 og eru 18 ára 2009. Þetta er óvenju lítil fækkun nemenda milli ára. Nemendum á háskólastigi fjölg- aði um 6,5 prósent á milli áranna 2008 og 2009. Flestir þeirra eru skráðir í greinar sem falla undir félagsvísindi, viðskiptafræði og lögfræði. kolbeinn@frettabladid.is Þriðjungur lands- manna er í skóla Nemendum í skólum hefur fjölgað frá því í fyrra. Alls er um þriðjungur lands- manna í skóla. Flestir háskólanemar stunda nám í félagsvísindum, viðskipta- og lögfræði. Færri ungmenni stunda nám á Suðurnesjum en annars staðar. NÁMSMENN Færri nemendur heltust úr lestinni í framhaldsskólum landsins árið 2009 en undanfarin ár. Möguleg skýring gæti verið slæmt ástand á vinnumarkaði. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Félagsvísindi, viðskipti og lögfræði 36,9% Menntun 15,6% Hugvísindi og listir 14,6% Heilbrigði og velferð 13,2% Verkfræði, framleiðsla og mannvirkjagerð 9,3% Raunvísindi stærðfræði og tölvunarfræði 8,1% Annað 2,4% Háskólanemar haustið 2009 Heimild: Hagstofa Íslands DÓMSTÓLAR Héraðsdómur Reykja- víkur hefur dæmt bótaskyldu á hendur fótaaðgerðafræðingi eftir að hann gerði aðgerð á sykursjúk- um manni. Í dóminum kemur fram að mað- urinn hefði kveðið fótaaðgerða- fræðinginn hafa farið með stór- an öflugan járnrasp á iljar sér og tekið af alla húð inn að kjöti, þannig að af hafi orðið þrjú sár. Maðurinn var til meðhöndlunar á Heilsugæslu í átján mánuði vegna sáranna. Hjúkrunarfræðingur þar kvartaði til Landlæknis vegna þessa. Dómurinn taldi sannað að eitt sára á fæti mannsins væri afleið- ing aðgerðarinnar, óvíst væri með hin. - jss Dæmd bótaskylda: Kvaðst raspaður inn að kjöti Líkamsárás stöðvuð skjótt Enginn slasaðist í minniháttar lík- amsárás sem átti sér stað í Keflavík aðfaranótt sunnudags. Að sögn lög- reglunnar á Suðurnesjum var árásin stöðvuð í fæðingu. LÖGREGLUFRÉTTIR Tekinn á 118 í Hrútafirði Ökumaður í Hrútafirði var tekinn á 118 kílómetra hraða á klukkustund og í þvagsýni hans mældist kannabis. LÖGREGLUFRÉTTIR SPURNING DAGSINS HANNAÐ AF FAGFÓLKI - Á VERÐI FYRIR ÞIG LJÓST HÁR Sérhönnuð hárvörulína fyrir Lengir tímann sem liturinn endist í hárinu

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.