Fréttablaðið - 31.05.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 31.05.2010, Blaðsíða 8
8 31. maí 2010 MÁNUDAGUR "Af stað". Aðalfundur Gigtarfélagsins Aðalfundur Gigtarfélags Íslands verður haldinn miðviku- daginn 2. júní, kl. 19:30 á Grand Hótel Reykjavík við Sigtún. Auk venjulegra aðalfundarstarfa mun Stefán Már Gunnlaugsson sóknarprestur halda erindi er hann nefnir; Að taka þátt og njóta lífsins með gigt. Allir eru velkomnir. Gigtarfélag Íslands Hringdu í síma ef blaðið berst ekki SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR HAFNARFJÖRÐUR Ko sn in ga r 2 00 6 50 40 30 20 10 % Meirihluti 00 Bæjarfulltrúar alls: 11 1 Framsóknarflokkurinn (B) 4 Sjálfstæðisflokkurinn (D) 3 Samfylkingin (S) 2 Vinstri Græn (V) 53 57 11 S V D D D DDS S S S 7,3 37,2 40,9 14,6 STYKKISHÓLMSBÆR L-listinn í Stykk- ishólmi er sigurvegari kosninganna í bænum. Listinn fékk hreinan meirihluta, fjóra fulltrúa, og felldi meirihluta Sjálfstæðisflokksins sem verið hefur við lýði í bænum frá árinu 1974. Aðeins munaði sex atkvæðum á L-listanum og sjálf- stæðismönnum, sem að þessu sinni buðu fram með óháðum. „Þetta er náttúrulega ekki góð tilfinning,“ segir Gretar D. Páls- son, oddviti sjálfstæðismanna, spurður hvernig það sé að missa áratugagamlan meirihluta. „En við teljum þetta nú fyrst og fremst sigur Gyðu Steinsdóttur, sem var bæjarstjóraefnið þeirra. Það er ekki mikill málefnaágreining- ur á milli listanna, en þeir stilltu upp bæjarstjóraefni þótt hún væri ekki á lista og það virkaði. Þannig að þetta er hennar sigur.“ „Ég vann ekki þessar kosningar alein, það segir sig alveg sjálft,“ segir Gyða Steinsdóttir, væntan- legur bæjarstjóri sem hefur búið í Stykkishólmi í hálfan fjórða áratug og rekur þar bókhaldsstofu. Gyða segir niðurstöðuna hafa komið sér á óvart en hlakkar til að takast á við verkefnið. - sh Meirihluti Sjálfstæðisflokksins í Stykkishólmi er fallinn: Sigurvegarinn ekki á lista AKRANES Samkomulag milli Sam- fylkingar, Framsóknarflokks og Vinstri grænna um að stefna að myndun nýs meirihluta á Akranesi var handsalað seinnipartinn í gær. Samfylking bætti við sig tveim- ur bæjarfulltrúum í kosningunum á laugardag og hefur nú fjóra bæjar- fulltrúa þar í bæ. Bæjarfulltrúum Framsóknarflokksins fjölgaði úr einum í tvo og Vinstri græn héldu sínum fulltrúa. Sjálfstæðisflokk- urinn, sem hafði hreinan meiri- hluta í bænum eftir að bæjarfull- trúi Frjálslynda flokksins fór yfir í Sjálfstæðisflokkinn á miðju kjör- tímabili, tapaði tveimur bæjarfull- trúum af fjórum, þremur ef bæj- arfulltrúi Frjálslyndra er talinn með. Sveinn Kristinsson, oddviti Sam- fylkingarinnar á Akranesi, segir að bæjarfulltrúar flokkanna þriggja ætli að taka sér vikuna til að búa til málefnasamning og mynda að því loknu nýjan og sterkan meirihluta. „Ég sé ekki að neitt ætti að koma í veg fyrir þetta, en við viljum vanda okkur. Bæjarfulltrúar Samfylking- ar hafa haldið uppi málefnalegri gagnrýni á meirihlutann og einn- ig reynt að vísa veginn. Fólkið tók eftir því,“ segir Sveinn. Gunnar Sigurðsson, oddviti Sjálf- stæðisflokks, segist hafa meiri áhyggjur af gengi ÍA í fótboltanum en bæjarpólitíkinni. „Ég er stolt- ur af þessu kjörtímabili og sam- starfsfólki mínu. En úrslit kosn- inganna hljóta að verða til þess að innan flokksins hér á Akranesi verði gerðar breytingar til að liðka til fyrir nýju fólki,“ segir Gunnar. - kg Samfylking vann sigur á Akranesi en Sjálfstæðisflokkur tapaði tveimur mönnum: Nýr meirihluti í lok vikunnar SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR AKRANES 50 40 30 20 10 % 11 Meirihluti 4221 24 -1 Ko sn in ga r 2 00 623,8 25,2 34,8 16,3 1. Hvað heitir fyrsta skáldsaga Þorbjargar Marinósdóttur? 2. Hver tekur við stöðu rektors Háskólans á Bifröst í þessari viku? 3. Hvaða stórafmæli fagnaði Austurbæjarskóli á laugardag? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 30 HAFNARFJÖRÐUR Fulltrúar þeirra þriggja flokka sem eiga fulltrúa í bæjarstjórn Hafnarfjarðar hitt- ust á óformlegum fundum í gær. Heimildir Fréttablaðsins herma að Vinstri græn hafi stungið upp á að komið yrði á fót stjórn allra flokkanna. Samfylkingin tapaði stórt í sveitarfélaginu og missti tvo full- trúa. Þar á meðal bæjarstjórann, Lúðvík Geirsson, sem skipaði sjötta sæti listans. Vinstri græn héldu sínum fulltrúa en Sjálfstæð- isflokkurinn bætti verulega við sig og vann tvo menn. Stóru flokkarn- ir eiga því hvor sína fimm fulltrú- ana sem setur Vinstri græn í odda- stöðu með sinn eina mann. Fulltrúar þeirra hittu hina flokk- ana á óformlegum fundum í gær. Samkvæmt heimildum blaðsins vill flokkurinn láta reyna á sam- stjórn allra flokkanna. Skilaboðin frá kjósendum hafi verið ákall um breytingar. Guðrún Ágústa Guðmundsdótt- ir, oddviti flokksins, segist mjög hugsi yfir því hve fáir mættu á kjörstað og hve margir skiluðu auðu. „Hér voru ekki nema 65% sem mættu á kjörstað og 15% af þeim sem mættu skiluðu auðu. Ef einhvern tímann eru gefin skila- boð um að hugsa hlutina upp á nýtt þá er það núna.“ Lúðvík segir niðurstöðu kosn- inganna mikil vonbrigði fyrir flokkinn. Hann vann stórsigur í síðustu kosningum og sjö menn og stefndi að því að halda sex núna. „Við erum að skoða þá möguleika sem eru í stöðunni fyrir myndun meirihluta. Jafnaðar- og félags- hyggjuflokkarnir eru saman með meirihluta og mér finnst það skýr skilaboð frá kjósendum.“ Lúðvík segir vinstri flokkana hafa talað fyrir samstarfi fyrir kosningar og það ætti enn að standa. Hann vildi ekki segja hvort flokkurinn gerði kröfu um að hann yrði bæjar- stjóri. Heimildir blaðsins herma að Vinstri græn geri ráð fyrir að Guðrún verði bæjarstjóri, verði af samstjórn. Valdimar Svavarsson, odd- viti Sjálfstæðisflokksins, segist í skýjunum eftir stórsigur flokks- ins. Hann segir menn opna fyrir ýmsum samstarfsmöguleikum, en ekkert sé fast í hendi ennþá. „Fólk er að ræða saman og við erum opin fyrir því að skoða ýmislegt. Það er hins vegar ekkert áþreifanlegt komið ennþá og allir möguleikar opnir.“ Taka verði tillit til þeirra skilaboða sem kjósendur gáfu í kosningunum og með lítilli þátt- töku. kolbeinn@frettabladid.is Vilja alla flokka í meirihlutasamstarf Vinstri græn vilja reyna að ná saman stjórn þeirra þriggja flokka sem eiga bæj- arfulltrúa í Hafnarfirði. Samfylkingin talar fyrir samstarfi félagshyggjuflokk- anna. Vinstri græn eru í oddastöðu í sveitarfélaginu og ráða næsta meirihluta. VALDIMAR SVAVARSSONLÚÐVÍK GEIRSSON GUÐRÚN ÁGÚSTA GUÐ- MUNDSDÓTTIR SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR STYKKISHÓLMUR 50 40 30 20 10 % 4334 L 49,6 50,4 Meirihluti Ko sn in ga r 2 00 6 KOSNINGAR Samstöðulistinn í sameinuðu sveitarfélagi Arnar- neshrepps og Hörgárbyggðar ætlar að kæra talningu tveggja atkvæða til sýslumanns. Telja Samstöðumenn vafa leika á hvort atkvæðið var greitt Lýðræðislistanum, eins og kjör- stjórn úrskurðaði. Eitt atvæði skildi framboðin að, Lýðræðislistinn fékk 171 atkvæði og þrjá menn kjörna en Samstöðulistinn 170 atkvæði og tvo menn kjörna. - bþs Talningin kærð til sýslumanns: Samstaða ósátt við tvö atkvæði VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.