Fréttablaðið - 31.05.2010, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 31.05.2010, Blaðsíða 31
MÁNUDAGUR 31. maí 2010 3 Dagný Bjarnadóttir landslags- arkitekt er hönnuður Furni- Bloom. Húsgögnin, kollar, bekkir og borð, eru úr plexígleri, opnan- leg og gegnsæ, og nýtast jafnt sem húsgögn, hirslur eða jafn- vel gróðurhús. Upprunaleg hug- mynd Dagnýjar var að hafa gróð- ur inni í mublunum og húsgögnin eru því öll með göt til að það andi um plönturnar. Hinsvegar má vel nota þau sem hirslur undir hand- klæði, tímarit, eða hvað eina sem fólki dettur í hug. Plexiglerið þolir líka ýmis konar veður og FurniBloom geta því nýst sem garðhúsgögn. Hönnun Dagnýjar hefur vakið mikla athygli frá því hún var fyrst sýnd og var meðal ann- ars fjallað um húsgögnin í fag- tímariti danskra landslagsarki- tekta, Landskap, og bókinni The Source-book of Contemoporary Landscape Design. Í kjölfar þeirr- ar umfjöllunar var Dagný fengin til að hanna sýningarsvæði fyrir samnorræna sýningu landslags- arkitekta sem haldin er í Shang- hai um þessar mundir í tengslum við World Expo 2010. FurniBloom húsögnin eru þar notuð sem sýn- ingarkassar. Þannig eru hús- gögnin rammi utan um sýningar- svæðin þar sem hvert land fékk úthlutað einu borði og fjórum stólum til að koma myndum, mód- elum og öðru tilheyrandi fyrir. Áhugasömum um húsgögnin er bent á að um þessar mundir er hægt að festa kaup á FurniBloom- línunni í Aurum í Bankastræti. Aurum opnaði nýja hönnunar- og gjafavöruverslun í mars síð- astliðnum og ákveðið var að hafa það sem fastan lið að bjóða upp á íslenska hönnun sem ekki hefur áður verið til sölu í versluninni, í einn mánuð í senn. Nú eru það húsgögn Dagnýjar sem eru þar á sérstöku kynningarverði. juliam@frettabladid.is Húsgögn sem hægt er að nota sem gróðurhús Húsgagnalínan FurniBloom hefur vakið mikla athygli frá því hún var fyrst sýnd árið 2007 á Kjarvalsstöðum. Húsgögnin hafa hingað til ekki verið til sölu en munu fást næsta mánuðinn í Aurum. Húsgögnin fást í Aurum í Bankastræti í einn mánuð og er það í fyrsti skipti sem þau eru seld á almennum markaði. Húsgögnin eru öll með opnanlegu loki þannig að í þeim er hægt að geyma ýmislegt - jafnvel rækta kryddjurtir, en upphaflega voru þau hugsuð til þess. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON KRASSANDI INNRÉTTINGATILBOÐ 30% afsláttur Á VERKSTÆÐI OKKAR ÞAR AÐ AUKI FRÍ SAMSETNING! 30% ELDHÚS - BAÐ - ÞVOTTAHÚS - FATASKÁPAR friform.is Borgartúni 25 | Reykjavík | Sími 570 4000 | raudakrosshusid@redcross.is www.raudakrosshusid.is | Opið virka daga kl. 12-17 Dagskrá vikunnar Rauðakrosshúsið Ókeypis Mánudagur 31. maí Skip án skipstjóra - Settu þér markmið og fylgdu þeim eftir. kl.12:30 -13:30 EFT og djúpslökun - Umbreyttu heftandi viðhorfum með EFT tækninni. Umsjón: Viðar Aðalsteinsson, EFT sérfræðingur. kl.14:30-16:30 Þriðjudagur 1. júní Qi–Gong kl. 12-13 Gönguhópur kl. 13-14 Íslenskuhópur kl. 13-14 Vinnum saman - Ný viðhorf (Býflugurnar) kl. 14-16 Miðvikudagur 2. júní Tölvuaðstoð kl. 13.30-15.30 Briddsklúbbur kl.14-16 Lögfræðiráðgjöf fyrir innflytjendur kl. 14-16 カツ丼 (Katsudon) ogチキン丼 (Chikin-don) - Fáðu að smakka og lærðu að búa til japanskan hversdagsmat af Toshiki Toma. kl.12:30 -13:30 Möguleikar internetsins fyrir þig - Hvernig getur þú markaðssett þig eða áhugamálið á netinu? Umsjón: Ólafur Þór Ólafsson. kl.15:30-16:30 Fimmtudagur 3. júní Saumasmiðjan kl. 13-15 Jóga kl. 15-16 Gönguhópur kl. 12.30-13.30 Hláturjóga kl. 15:30 -16:30 Hvernig stöndumst við álag - Hvers vegna snögg reiðumst við eða pirrum okkur yfir smámunum í daglegu lífi? Jóhann Thoroddsen, sálfræðingur. kl.12:30-14 Meðvirkni - Ráðgjafar Lausnarinnar fjalla um meðvirkni og afleiðingar hennar á fjölskyldulífið. kl.14-15 Föstudagur 4. júní Prjónahópur kl. 13-15 Skákklúbbur kl. 15:30-17 Ekta ítalskar kjötbollur - Lærðu að gera alvöru ítalskar kjötbollur og fáðu smakk í lokin. Umsjón: Aurelio Ferro, arkítekt og matgæðingur. kl.12:15 - 13:15 Föndur, skrapp myndaalbúm og kort - Hafðu skæri með. kl.12-14 Heilsu- og hreyfingarhópur - Vertu með í skemmtilegum og fjöl- breyttum hópi sem hjálpar þér að halda þér við efnið. kl.14-15 Skiptifatamarkaðurinn fer í sumarfrí - Síðasti markaðurinn fyrir sumarið! kl. 16-18

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.