Fréttablaðið - 31.05.2010, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 31.05.2010, Blaðsíða 36
20 31. maí 2010 MÁNUDAGUR timamot@frettabladid.is Alþjóðlegi tóbakslausi dag- urinn er í dag. Í tilefni dags- ins verður haldið málþing á vegum Lýðheilsustöðvar á Grand hóteli frá klukkan 8.30 til 10.30 en þema dags- ins er konur og reykingar. Dagskrá málþingsins snýst að stórum hluta um áhrif reykinga á heilsu kvenna en þó verður einnig rætt um reykingar almennt. Á málþinginu munu lækn- ar fjalla um áhrif tóbaks- notkunar á heilsu kvenna, tvær konur segja frá reynslu sinni af reykingum og hvern- ig þeim tókst að hætta en reykingar eru hlutfallslega stærri áhættuþáttur hjá konum en körlum. Capacent Gallup hefur safnað upplýsingum um reykingavenjur Íslendinga undanfarin ár. Frá því að mælingar hófust hafa aldrei fleiri Íslendingar verið uppi á sama tíma sem hafa verið reyklausir allt sitt líf. Þessi þróun á jafnt við um karla sem konur og árið 2009 höfðu 48,6 prósent Íslend- inga aldrei reykt. -mmf Reyklaus dagur HÆTTULEGAR Kona sem hættir að reykja dregur úr hættunni á að fæða andvana barn. „Við byrjuðum í hálfgerðum skáp; aðeins fjögurra fermetra rými á nýopn- uðum Hlemmi árið 1980 fyrir áeggj- an Eiríks Ásgeirssonar þáverandi for- stjóra Strætisvagna Reykjavíkur, sem sóttist eftir fjölbreyttri starfsemi í húsið, og höfum verið hér allar götur síðan,“ segir Kristján Pétur Guðnason ljósmyndari og forstjóri Skyggnu og Passamynda á Hlemmi sem nú hefur staðið vaktina þar í þrjátíu ár. „Hér vorum við einkar vel staðsett því lengst af voru öll vegabréf, öku- skírteini og nafnskírteini gefin út á lög- reglustöðinni beint á móti. Fólk skokk- aði þá yfir þegar vantaði myndir og oft voru biðraðir út á götu þegar best var. Annríkið var mikið og allt tekið á Polaroid-vél en nú eru allar myndir teknar og geymdar á stafrænu formi,“ segir Kristján sem man tímana tvenna á Hlemmtorgi. „Ég hef alltaf grátið þá tíma þegar hér var nýlenduvöruverslun með ávexti, grænmeti og annað, blaða- og bókaverslun, bakarí, snyrtivöruversl- un, lyklasmiður og fleira, því það skap- aði lifandi og alþjóðlega markaðsstemn- ingu á svæðinu. Nú erum við sjoppan ein eftir í einkaeigu og Passamyndir orðnar elstar í hettunni á Hlemmi,“ segir Kristján og heldur áfram: „Þá eins og nú voru hér fastagestir sem eru góðkunningjar lögreglunnar, en þeir voru fljótir að finna hér griða- stað í upphituðu skýli með snyrtingu og fjölda fólks sem hægt var að biðja um lán. Því varð Hlemmur strax eftir- sóttur staður af þessu fólki, sem er alls ekki versta fólkið, og gefur staðnum bara meira litskrúð. Oft er svo talað um vesen og slagsmál á Hlemmi en það eru ýkjur og hefur aldrei á okkar þrjá- tíu árum verið brotist inn til okkar eða brotin rúða, né neitt af okkar starfs- fólki orðið fyrir aðkasti,“ segir Kristj- án og bætir við að Hlemmur nútím- ans sé fyrst og fremst biðstöð fyrir þá sem nota strætó og traffíkin hafi auk- ist eftir að bensínverð hækkaði. „En margir halda enn að hér fái þeir hnífinn í bakið og slagsmál séu í hverju horni, en slíkt er sjaldgæft og tekið á því strax ef eitthvað er í aðsigi. Fólk verður því ekki fyrir aðkasti á Hlemmi þótt landsliðið komi iðulega yfir götuna þegar hleypt er út úr Hverfissteini á morgnana. Hér hefur alltaf verið ágætis varsla og löggan fljót til að skakka leik- inn frekar en að fara út í slagsmál, en að því hef ég alltaf dáðst því Hlemmur er auðvitað í garði lögreglustöðvarinn- ar,“ segir Kristján og brosir. Hann segir gæfu Passamynda hafa verið starfsfólk- ið, sem sé það dýrmætasta í eigu hvers fyrirtækis. „Við höfum verið ótrúlega heppin með starfslið í gegnum tíðina og hér stóðu vaktina í tuttugu ár þær Nanna og Sísí sem svo hættu fyrir aldurs sakir. Á tímamótunum stendur líka upp úr sú skelfing sem greip mig þegar passa- myndataka fór yfir í hendur lögreglunn- ar en þá lögðu margir ljósmyndarar upp laupana. Það er öfugsnúið að ríkið og dómsmálaráðuneytið hafi haft forgöngu um að brjóta á fagmenntun ljósmyndara því við töpuðum máli okkar í Hæstarétti eftir að hafa unnið það í undirrétti, en aðeins tvö önnur lönd í heiminum hafa þennan háttinn á. “ Í tilefni þrítugsafmælisins hefst vikutilboð í Passamyndum á miðviku- dag, en þá bjóðast aukamyndir og önnur skemmtilegheit. thordis@frettabladid.is PASSAMYNDIR Á HLEMMTORGI: FAGNA ÞRJÁTÍU ÁRA AFMÆLI Í SUMAR Litróf og landsliðið á Hlemmi SAKNAR HLEMMS FYRRI TÍMA Kristján Pétur Guðnason ljósmyndari er eigandi Skyggnu og Passamynda sem einnig reka alla skyndimyndasjálfsala. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA BENEDIKT ERLINGSSON ER 41 ÁRS Í DAG. „Það má líka segja sem svo að þegar hesturinn eignast mann til að hugsa um sig þá missa báðir hluta af frelsi sínu. Eins er það með landið. Þú eignast kannski land en landið eignast þig líka og þú verður skuldbundinn því til æviloka.” Benedikt Erlingsson er leikari og leikstjóri. MERKISATBURÐIR 1735 Stærri Lóndrangurinn á Snæfellsnesi er klifinn, í fyrsta sinn svo vitað sé. Næst er drangurinn klifinn árið 1938. 1962 Nasistaforinginn Adolf Eichmann er hengdur í Ís- rael fyrir þátt sinn í Helför- inni. 1990 Nunnurnar í Karmelíta- klaustrinu í Hafnarfirði opna klaustrið fyrir forseta og biskupi Íslands í tilefni af 50 ára afmæli klaust- ursins. 1991 Alþingi kemur saman í fyrsta sinn í einni deild eftir að deildaskiptin er af- numin. Á þessum degi árið 1988 samþykkti borgarráð Reykja- víkur tillögur byggingarnefndar að götunöfnum í nýju hverfi á Keldnaholti, vestan þess og norðan. Nýja hverfið átti þá samkvæmt skipulagi að standa austan við þá byggð sem var komin í Grafarvogi og samkvæmt teikningum var ætlunin að hún myndi teygja sig austur að Rannsóknastofnun landbúnaðarins í Keldnaholti og norður að Gufuneskirkjugarði. Tillaga byggingarnefndar var samin af Þórhalli Vilmundarsyni prófessor og segir þar meðal annars að „þar sem skipulag í stærstum hluta hverfisins, á Keldnaholti, minni á völundarhús, sé lagt til að safngata, sem liggur í boga gegnum hverfið og engin hús standa við, heiti Völundarhús.“ Af þeim götuheitum sem borgarráð samþykkti fyrir hverfið má nefna Miðhús, Brekkuhús, Baughús, Sveighús, Suðurhús, Hlíðarhús, Veghús og Vesturhús. Gegnum nýja hverfið var einnig gert ráð fyrir safngötu sem stytta átti leiðina um hverfið og sú gata fékk nafnið Gagnvegur en í greinargerð bygg- ingarnefndar var vitnað til Hávamála; „til góðs vinar liggja gagnvegir.“ Þá voru tveir tengivegir, milli Gagnvegs og Vetrarbrautar annars vegar og Völundarhúss og Miðhúsa hins vegar, nefndir Þvervegur og Meðalvegur. ÞETTA GERÐIST: 31. MAÍ 1988 Götur á Keldnaholti nefndar Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Arnheiður Helga Guðmundsdóttir Vallholti 16 Selfossi (áður Sólbergi Stokkseyri) sem lést mánudaginn 24 maí. Útförin fer fram frá Ríkissal Votta Jehóva Hraunbæ 113 Reykjavík miðviku- daginn 2. júní kl. 13.00. Jarðsett verður í Stokkseyrarkirkjugarði. Anna Jósefsdóttir Ingibergur Magnússon Guðmundur Jósefsson Arndís Lárusdóttir Sigmundur Sigurjónsson Ólafur Jósefsson Rósa Kristín Þorvaldsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðrún Elísa Ólafsdóttir fyrrverandi varaformaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, sunnudaginn 23. maí. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, þriðjudaginn 1. júní kl. 14.00. Ómar Már Magnússon Jóhannes Rúnar Magnússon Andrea Guðmundsdóttir Ólafur Sævar Magnússon Sólbjörg Hilmarsdóttir Viðar Magnússon Emelía Bára Jónsdóttir barnabörn og barnabarnabarn. Móðir mín og tengdamóðir, amma okkar og langamma, Jóhanna Sæmundsdóttir fyrrv. handavinnukennari og húsmóðir á Ísafirði, sem andaðist á hjúkrunarheimilinu Vífilsstöðum mánudaginn 17. þ.m., verður jarðsungin frá Neskirkju þriðjudaginn 1. júní n.k. kl.15.00. Sighvatur og Björk, Elín og Sigþór, Björgvin og Dóra Valdís, Rúnar og Alma, Bryndís og Nicolas, og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, stjúp- faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Þórhallur Halldórsson sem lést á heimili sínu á hvítasunnudag 23. maí, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 3. júní kl. 15.00. Erla Durr Helgi Þórhallsson Ingibjörg Pálsdóttir Rósa Þórhallsdóttir Ólafur Torfason Halldór Þórhallsson Stefanía Þóra Flosadóttir Guðmundur Þ. Þórhallsson Guðrún Hannesdóttir Magnús H. Guðjónsson Ása V. Einarsdóttir Páll R. Guðjónsson Sigurlaug Á Sigvaldadóttir Kristinn Guðjónsson Marianne E. Klinke barnabörn og barnabarnabörn. MOSAIK

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.