Fréttablaðið - 01.06.2010, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 01.06.2010, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI1. júní 2010 — 126. tölublað — 10. árgangur ÞRIÐJUDAGUR skoðun 14 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Sumarfatnaður Leikkonur í lokahófi Bjartir og sumarlegir skærir lit- ir voru áberandi í lokahófi kvik- myndahátíðarinnar í Cannes. sumarfatnaður 5 Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 „Ég er ekkert upptekin af því að sigra en ég ætla hins vegar ekki að lenda í síðasta sæti,“ segir einka-þjálfarinn Linda Jónsdóttir, sem hefur undanfarið verið að búa sig undir þátttöku í fitness-keppni í haust. Linda hefur starfað sem einka-þjálfari um árabil. Árið 2003 kom hún með látum í fitness-keppnina og tryggði sér annað sætið. Eftir það tók hún sér nokkurra ára frí frá keppni, en hóf aftur þátttöku í fitness í apríl á þessu ári og le tiþá í síðast aði nú kannski ekki alveg með botninum,“ segir hún brosandi. „Hins vegar varð þetta til þess að ég veit núna nákvæmlega hvar ég stend og hvar ég þarf að bæta mig til að ná árangri.“Linda tekur þó fram að sjálf keppnin hafi tekið stakkaskiptum frá því að hún keppti fyrst. „Þátt-takendur leggja miklu meira á sig í dag og maður er náttúrulega að etja kappi við stelpur sem eru aðkeppa erlendis K manni ekkert rosalega vel þegar maður er búinn að skera sig svona mikið niður.“ Ekki líður á löngu þar til Linda þarf að fara að huga að því en þá tekur við strangur matarkúr. „Þá verður bara kjúklingur, fiskur, salat, hafragrautur, flatkökur og prótíndrykkir á matseðlinum og lítið farið út fyrir það. Svo minnk-ar maður skammtana eftiá líð Meiri áskorun í fitnessLinda Jónsdóttir einkaþjálfari lenti í öðru sæti í fitness fyrir nokkrum árum og undirbýr sig nú af fullum krafti fyrir mótið í nóvember. Sigur er ekki efstur á dagskrá en tap kemur heldur ekki til greina. Tekið á því. Linda æfir að staðaldri í klukkutíma á dag fimm daga vikunnar. Hún ætlar að æfa alla daga vikunnar fram að keppn- inni í fitness og þrjá klukkutíma í senn. FRÉTTABLAÐIÐ/ F55200510 ELDGOSIÐ Í EYJAFJALLAJÖKLI gæti mögulega haft heilsufarslegar afleiðingar. Í gær hófst rannsókn á heilsufars- legum afleiðingum gossins en það er sóttvarnalæknir sem stendur fyrir henni ásamt fleirum. Rannsóknin mun fyrst og fremst ná til þeirra sem orðið hafa fyrir hvað mestu öskufalli í námunda við eldstöðina. Rómantísk sumarvara Opið: má-fö. 12:30-18:00, Dalvegi 16a, Rauðu múrsteinshúsunum, Kóp. 201 S: 517 7727 - www.nora.is og á Fa b Sumarfatnaður SÉRBLAÐ • ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 2010 veðrið í dag Baldursnesi 6 Akureyri Sími 414 1050 Smiðjuvegi 76 Kópavogi Sími 414 1000 HANDLAUGARTÆKI MEÐ LYFTITAPPA 8.500.- Tilboðsverð Opið virka daga frá 8 -18 laugardaga frá10 -15 Hagnýtt nám á fræðilegum grunni Umsóknarfrestur til 5. júní VIÐSKIPTAFRÆÐIDEILD VIÐSKIPTAFRÆÐIDEILD STJÓRNMÁL „Það er siðferðileg skylda mín að segja mína sögu. Hvort það verður á þessu ári eða því næsta, í bókarformi eða á einhvern annan hátt verður bara að koma í ljós. Ég á allavega mikið af heim- ildum í mínum fórum sem hafa ekki áður komið fram,“ segir Ólafur F. Magn- ússon, læknir og fráfarandi borgarfulltrúi, sem ætlar að skrifa ævisögu sína. Ólafi mistókst sem kunnugt er að ná kjöri í borgarstjórn um liðna helgi. Hann segist búast fastlega við því að það eigi eftir að hrikta í einhverjum stoðum nú þegar fréttir berast af skrif- um hans. - fgg / sjá síðu 34 Hættir í borgarstjórn: Ólafur skrifar ævisögu sína Fullkomið ár Fanney Ingvarsdóttir vann þrjá titla í handbolta og var kjörin Ungfrú Ísland. fólk 34 ÓLAFUR F. MAGNÚSSON Spjótkastari fi mmtugur Einar Vilhjálmsson býst við barnabarni í afmælisgjöf. tímamót 18 KOSNINGAR 192 konur voru kjörnar í sveitarstjórnir um helgina en 320 karlar. Hlutur kvenna er því 37,5 prósent og eykst um 1,5 prósentu- stig á milli kosninga, var 36 pró- sent fyrir fjórum árum. Kristín Ástgeirsdóttir, fram- kvæmdastýra Jafnréttisstofu, segir það óneitanlega vonbrigði að hlutur kvenna hafi ekki aukist meira en raun bar vitni. Hún segir jákvætt að hann þokist í rétta átt en markmiðið hljóti að vera að hlut- ur kvenna sé jafn hlut karla. Hlutfall kvenna var hærra í þeim 54 sveitarfélögum þar sem voru listakosningar eða 40,5 prósent. Í átján sveitarfélögum voru óhlut- bundnar kosningar sem þýðir að allir í sveitarfélaginu voru í kjöri. Þar var hlutur kvenna 35 prósent. Í fjórum sveitarfélögum var sjálf- kjörið, en í þeim var stillt upp einum lista. Þar voru níu konur kjörnar í sveitarstjórnir af 20 eða 45 prósent. „Þessar niðurstöður eru að vissu leyti eftir bókinni, það hefur verið tilhneiging til þess að hlut- ur kvenna sé betri í stærri sveit- arfélögum en verri í þeim smærri, ekki síst er hann verri þar sem eru óhlutbundnar kosningar,“ segir Kristín. Konur eru meirihluti fulltrúa í 11 af 76 sveitarfélögum á landinu en karlar í 65 sveitarfélögum. Karlar eru einráðir á einum stað á land- inu, í Akrahreppi í Skagafirði. Þar var óhlutbundin kosning og fimm karlar kjörnir í hreppsnefnd. Hlutfall kvenna er hæst í Reykja- vík þegar landið er skoðað eftir kjördæmum, 47 prósent, en lægst í Suðvesturkjördæmi eða 33 prósent. - sbt / sjá síðu 10 Konur eru 37,5 prósent þeirra sem hlutu kosningu til sveitarstjórna um helgina: Lítil fjölgun kvenna í sveitarstjórnum DÁLÍTIL VÆTA víða um land en þó síst norðvestanlands. Á Aust- fjörðum má búast við þokusúld. Vindur verður fremur hægur og áttin austlæg. veður 4 11 10 8 79 EFNAHAGSHRUNIÐ Þingmannanefnd um skýrslu rannsóknarnefnd- ar Alþingis hefur sent ábendingu til setts ríkissaksóknara um mál þriggja fyrrverandi seðlabanka- stjóra og forstjóra Fjármálaeftir- litsins sem í skýrslunni eru sagð- ir hafa sýnt af sér vanrækslu í starfi. „Að mati þeirra níu sem sitja í þessari nefnd þarf að ljúka þætti þessara einstaklinga eins og allra annarra sem hugsanlega hafa sýnt af sér vanrækslu í starfi,“ segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir, alþing- ismaður Sjálfstæðisflokks, sem á sæti í þingmannanefndinni. Eintaklingarnir fjórir eru seðla- bankastjórarnir fyrrverandi, Davíð Oddsson, Eiríkur Guðnason og Ingi- mundur Friðriksson auk Jónasar Fr. Jónssonar, fyrrverandi forstjóra Fjármálaeftirlitsins. „Þetta er í raun ábending um að þessir aðilar séu í ákveðnu tóma- rúmi. Við vildum athuga hvort það væri ekki örugglega fjallað um þeirra mál einhvers staðar þannig að þeir væru ekki að bíða og fá þau kannski í hausinn eftir einhver ár, segir Birgitta Jónsdóttir, alþingis- maður Hreyfingarinnar og meðlim- ur þingmannanefndarinnar. Björn L. Bergsson, settur ríkis- saksóknari í málum sem tengjast bankahruninu, staðfestir að ábend- ingin hafi borist frá þingmanna- nefndinni. „Þessari skoðun mun ljúka á allra næstu dögum,“ segir Björn sem kveður Alþingi munu verða gert viðvart um niðurstöðu hans. Jónas Fr. Jónsson sagði við frétta- stofu Stöðvar 2 í gær að ákvörðun þingnefndarinnar um að senda ábendinguna til setts ríkissaksókn- ara væri „pólitískt sjónarspil“. Birgitta Jónsdóttir undirstrikar að þingmannanefndin sé aðeins að benda á að mál umræddra manna sé ekki í endanlegu ferli. „Ef það er einhver óvissa um eitthvað er alltaf betra að fá það bara hreint,“ segir hún. Ragnheiður Ríkharðsdóttir minnir á að þingmannanefndin hafi sent ýmsum fyrrverandi ráðherr- um bréf til að gefa þeim enn kost á að tjá sig. „Skýrsluhöfundar halda enn fast við það að menn hafi sýnt vanrækslu í starfi,“ segir Ragn- heiður. Þá hefur þingmannanefndin sent forseta Íslands bréf vegna ágrein- ings um tiltekin atriði. Í ljós hafa komið að sá Al Thani sem forsetinn átti í samskiptum við var ekki sá Al Thani sem tengist meintum falsvið- skiptum með hlutabréf í Kaupþingi. Þá hafi ferð með einkaþotu þar sem Ólafur Ragnar Grímsson var skráð- ur farþegi aldrei verið farin. - gar Embættismenn fái málalok Þingmannanefnd vill ljúka málum seðlabankastjóra og forstjóra Fjármálaeftirlitsins og sendi settum ríkis- saksóknara ábendingu um meinta vanrækslu þeirra. Saksóknarinn kveðst svara Alþingi á næstu dögum. ÁRÁS ÍSRAELA MÓTMÆLT Á annað hundrað manns mótmæltu mannskæðri árás Ísraela á skipa- lest sem flutti hjálpargögn til stríðshrjáðra íbúa Gasasvæðisins. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra ávarpaði mótmælendur af tröppum ráðuneytisins. Össur segir árásina svívirðilegan glæp og Steingrímur J. Sigfússon fjármála- ráðherra segir hana svo yfirgengilega að hún hljóti að marka tímamót í samskiptum við Ísrael. Sjá síðu 6 Kynjaskipting í sveitarstjórnum 192 konur 37,5% 320 karlar 62,5% Hlutfall karla og kvenna á landsvísu Valur slátraði Fylki Valur skoraði fi mm mörk gegn Fylki í Pepsi-deild karla í gær. íþróttir 30 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V A LL I

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.