Fréttablaðið - 01.06.2010, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 01.06.2010, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 1. júní 2010 11 DÓMSTÓLAR Hjördís Hákonardótt- ir hæstaréttardómari lætur af störfum 1. ágúst næstkomandi á grundvelli 61. greinar stjórnar- skrárinnar, sem kveður meðal annars á um að dómarar megi láta af störf- um þegar þeir hafa náð 65 ára aldri. Hjördís verður 66 ára í ágúst. Hjördís var skipuð dómari við Hæstarétt 1. maí 2006 en hafði áður unnið ýmis dómstörf. Hún hafði tvíveg- is áður sótt um embætti hæsta- réttardómara. Í fyrra skiptið var Ólafur Börkur Þorvaldsson skip- aður og í síðara skiptið Jón Stein- ar Gunnlaugsson. Staðan hefur verið auglýst laus til umsóknar. - sh Dómarastarf auglýst: Hjördís hættir í Hæstarétti HJÖRDÍS HÁKONARDÓTTIR N B I h f. ( L a n d s b a n k in n ), k t . 4 7 1 0 0 8 - 0 2 8 0 . E N N E M M / S ÍA / N M 4 17 6 0 Einkabankinn í símann þinn á l.is EINKABANKINN | landsbankinn.is | 410 4000 Nú getur þú sinnt bankaviðskiptum í símanum þínum, hvar og hvenær sem er. Það er einfalt að skoða yfirlit yfir stöðu reikninga og kreditkorta, framkvæma millifærslur, kaupa inneign fyrir GSM síma, sækja PIN-númer fyrir VISA kreditkort, greiða inn á kreditkort og fletta upp í þjóðskrá. Farðu inn á l.is og prófaðu Einkabankann í símanum þínum. Innskráning er með sama hætti og þegar farið er í Einkabankann í tölvunni þinni. Þú skráir notendanafn, lykilorð og auðkennisnúmer og þar með er fyllsta öryggis gætt. BRETLAND Heimsfrægur organisti, sem vann sem ráðgjafi við uppsetningu orgels í tón- listarhúsið Hörpu, fannst látinn á laugar- dag. Organistinn, David Sanger, hafði fyrr í vikunni mætt fyrir rétt, sakaður um að hafa misnotað gróflega unga drengi árin 1978 til 1982. Breska blaðið Daily Telegraph greinir frá málinu, og segir að Sanger hafi fundist á heimili sínu í bænum Embleton. Rannsókn hafi ekki leitt neitt grunsamlegt í ljós. Sanger var formaður Konunglegu organ- istasamtakanna í Bretlandi, sem vernduð eru af drottningunni, prófessor við Konunglegu tónlistarakademíuna í Bretlandi og hefur verið gestaprófessor víða. Hann hefur gefið út yfir tuttugu hljómplötur og hefur verið kallaður einn farsælasti orgelleikari heims. Hann var handtekinn fyrr í maí eftir að lögreglunni bárust kærur á hendur honum fyrir kynferðisbrot frá fyrri tíð. Hann mætti fyrir rétt á fimmtudag og var sleppt gegn tryggingu. Hann átti næst að mæta fyrir dóminn 21. júlí. Fram kemur í frétt Daily Telegraph að Sanger hafi undanfarið starfað sem ráð- gjafi við uppsetningu nýs orgels í Bach-stíl í Háskólanum í Strathclyde, sem og við „nýtt orgelverkefni fyrir Íslenska tónlistarhúsið í Reykjavík“. - sh Einn þekktasti organisti heims, David Sanger, látinn eftir ásakanir um barnaníð: Orgelráðgjafi Hörpu fannst látinn DAVID SANGER Gaf út yfir tuttugu hljómplötur og var stundum kallaður einn farsælasti orgelleikari heims. HJÁLPARSTARF Tveir íslenskir hjúkrunarfræðingar, þær Elín Jakobína Oddsdóttir og Oddfríð- ur Ragnheiður Þórisdóttir, halda í dag til starfa fyrir Rauða kross- inn á Haítí. Þær verða báðar við störf á sjúkrahúsi finnska og þýska Rauða krossins í Port-au- Prince út júnímánuð. Elín mun starfa sem bráða- hjúkrunarfræðingur en Oddfríð- ur sem deildarhjúkrunarfræð- ingur. Fyrir á sjúkrahúsinu er Margrét Rögn Hafsteinsdótt- ir yfirhjúkrunarfræðingur og Bjarni Árnason bráðalæknir. Með Elínu og Oddfríður eru 19. og 20. hjálparstarfsmennirn- ir sem Rauði kross Íslands sendir til Haítí í kjölfar jarðskjálftans mikla sem reið yfir 12. janúar með skelfilegum afleiðingum fyrir land og þjóð. - shá Rauði krossinn sendir hjálp: Starfa á Haíti út júnímánuð Á LEIÐ TIL HAÍTÍ Elín og Oddfríður eiga erfiða en gefandi daga fyrir höndum. MYND/RAUÐI KROSSINN Skátar fá bæjarstarfsmann Sveitarstjórn Grímsness- og Grafn- ingshrepps hefur ákveðið að ungmenni allt að átján ára geti fengið starf hjá unglingavinnunni. Aldursmarkið er hækkað þar sem útlit fyrir aðra sumarvinnu er ekki gott. Þá hefur sveitarstjórnin samþykkt beiðni Útilífsmiðstöðvar skáta á Úlfljótsvatni um að fá til sín starfsmann úr ungl- ingavinnunni í sumar. SUÐURLAND VINNUMARKAÐUR Færri ný einka- hlutafélög voru skráð í apríl- mánuði en í mars, samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. Alls voru 119 félög skráð í apríl en 164 í mars. Í apríl 2009 voru skráð 189 einkahlutafélög. Alls hafa 588 ný einkahlutafélög verið skráð fyrstu fjóra mánuði ársins. Þá voru 62 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta í apríl, en þau voru 107 í mars. Í apríl árið 2009 voru 85 fyrirtæki tekin til gjald- þrotaskipta. - kóp Nýskráningum félaga fækkar: Færri gjaldþrot í apríl en mars

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.