Fréttablaðið - 01.06.2010, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 01.06.2010, Blaðsíða 14
14 1. júní 2010 ÞRIÐJUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is HALLDÓR Uppköst og dramatík eru gjarnan þema unglingasamkvæma þar sem áfengi er haft um hönd. Ósjaldan gerist það að ungl- ingur sem hefur drukkið meira en hann ræður við, verður veikur og þarf að kasta upp. Eins er ekki óalgengt að undir áhrifum áfengis eigi dramatík í tengslum við ásta- málin það til að ná hæstu hæðum. Skemmt- analýsingar af þessu tagi eru vissulega ekki einskorðaðar við unglinga. Fullorðnir eru oft ekki barnanna bestir í þessum efnum. Í unglingasamkvæmum þar sem krakk- arnir eru að drekka áfengi tekur sá sem ekki neytir áfengis gjarnan að sér að hjálpa félögum sínum sem drukkið hafa meira en góðu hófi gegnir. Hjálpin felst í því að styðja og hugga grátandi vini, róa þá sem eru æstir eða reiðir, nú eða halda hári frá andliti þeirra sem þurfa að kasta upp. Í umræðu um málefni unglinga og for- varnir er of sjaldan minnst á þennan hóp. Um er að ræða einstaklinga sem hafa með- vitað ákveðið að áfengi skuli ekki vera hluti af þeirra lífsstíl og gildir þá einu hvort það sé núna, í framtíðinni eða þegar þeir verða löggildir áfengiskaupendur. Það er mikið álag að vera í sporum þeirra unglinga sem vilja standast hópþrýsting en óttast á sama tíma að vera hafnað af hópnum ef ákvörðun þeirra um áfengis- laust líferni gengur gegn meirihlutanum. Mæti þeir ekki í partý óttast þeir að félags- leg staða þeirra kunni að komast í uppnám. Þeir vilja vera með en upplifa sig, eðli máls- ins samkvæmt, vera utanveltu. Að taka að sér hlutverk huggarans, sáttasemjarans og aðstoðarmanns er því skárri kostur en að sitja heima og finnast maður einmana og vinalaus. Huga þarf betur að þessum hópi því margir eiga í baráttu við sjálfan sig og umhverfið. Samfélagið getur stutt betur við bakið á þeim til dæmis með því að minnast oftar á þau í almennri umræðu, hvetja þau til að halda ótrauð sínu striki og einnig að hvetja aðra unglinga til að taka þau sér til fyrirmyndar. Uppköst og dramatík Unglinga- drykkja Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur og sérfræðingur í klínískri sálfræði Hjálpin felst í því að styðja og hugga grátandi vini. Lítil framsókn Endurnýjun Framsóknarflokksins í fyrra hefur ekki hleypt því lífi í fylgi flokksins sem vonast var til. Guðmundur Steingrímsson, þingmaður flokksins, segir að forysta flokksins eigi að taka úrslitin til sín og hugsa sinn gang. Sumir telja að þarna sé Guðmundur farinn að leggja drögin að enn meiri endurnýjun innan flokksins og renni hýru auga til formann- sembættisins. Eins og kunnugt er voru bæði faðir og afi Guðmundar formenn Framsóknar- flokksins. Uppfærð útgáfa Þetta gæti komið sér vel fyrir Fram- sóknarflokkinn sem hefur lengi glímt við þann ímyndarvanda að þykja of gamaldags. Það ætti að minnsta kosti að höfða til yngri kjósenda að bjóða upp á þriðju kynslóð- arútgáfu af flokknum – Framsókn 3G. Til of mikils ætlast? Dagur B. Eggertsson segir að sigur Besta flokksins í borgarstjórnarkosn- ingum sé fyrst og fremst krafa um breytingar. Þá kröfu beri að virða. Hanna Birna Kristjánsdóttir tekur í svipaðan streng. Í borg- arstjórnarflokki Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks urðu hins vegar engar breytingar; enginn nýr fulltrúi tekur sæti í borgarstjórn fyrir þeirra hönd. Hversu vel eru alls óbreyttir flokkar í stakk búnir til að svara ákalli um breytingar? bergsteinn@frettabladid.isS amtök ungra bænda birtu dálítið sláandi auglýsingar í blöð- unum á föstudaginn. Mynd af brynvörðum fallbyssubíl með eftirfarandi fyrirsögn: „Við viljum ekki senda afkomend- ur okkar í Evrópusambandsherinn.“ Lesendur, sem gengu kannski út frá því að höfundar auglýsingarinnar vissu um hvað þeir væru að tala, hefðu getað ætlað að í fyrsta lagi væri til eitthvað sem héti Evrópusambandsherinn, og í öðru lagi að gangi Ísland í ESB, verði ungt fólk skyldað í hann. En auglýsendurnir vita augljóslega ekki um hvað þeir eru að tala. Evrópusambandið hefur engan sameiginlegan her. Sambandið hefur á sínum snærum hraðsveitir, samansettar úr herjum aðildarríkja sem vilja leggja þeim lið. Sveitunum er ætlað að stilla til friðar á ófriðarsvæðum, og hafa sinnt friðargæzlu í nokkrum löndum. Sumir stjórnmálamenn í ESB hafa áhuga á að auka þetta samstarf. En ESB-her er ákaflega fjarlægt stefnumið og raunar ólíklegt að aðildarríkin nái nokkurn tímann um það samstöðu. Það truflar ekki Samtök ungra bænda. Formaður þeirra, Haukur Helgi Hauksson, sagði hér í blað- inu á laugardag að þetta væri eitt af því, sem þyrfti að ræða þegar fjallað væri um aðild Íslands að ESB. Þó að nú væri stefnt á ákveðið fyrirkomulag segði það ekki til um hvað gerðist í framtíðinni! Þetta er eins og að splæsa í auglýsingu um að Samtök ungra bænda vilji alls ekki láta flytja íslenzku þjóðina á Jótlandsheiðar – svona af því að ekki er hægt að útiloka að sú hugmynd komi upp aftur í framtíðinni. Í viðtali við RÚV sagði Helgi Haukur: „Við þurfum væntanlega við aðild að Evrópusambandinu að undirgangast þessa svokölluðu common security and defense policy væntanlega eins og aðrar stefnur Evrópusambandsins. Það náttúrulega gerir það að verkum að við verðum ekki lengur herlaus þjóð eins og við höfum verið.“ Þessi ummæli opinbera svo yfirgripsmikið þekkingarleysi að erfitt er að vita hvar á að byrja að leiðrétta bullið. Ísland myndi vissulega undirgangast utanríkis- og öryggismálastefnu ESB við aðild – og ætti ekki í neinum vandræðum með það. Ísland á nú þegar umtalsvert samstarf við ESB á grundvelli stefnunnar, án þess að örlað hafi á hugmyndum um íslenzkan her. ESB-aðild hefur ekk- ert slíkt í för með sér, eins og hefur alla tíð legið skýrt fyrir, ekki frekar en vera Íslands í hernaðarbandalaginu NATO í sex áratugi. Verði Ísland aðildarríki ESB, ræður það því eftir sem áður sjálft hvort það hefur her. Við þetta má svo bæta því, sem ungum bændum er hugsanlega ekki kunnugt, að aðeins sjö af 27 ríkjum ESB hafa herskyldu – það er sömuleiðis aðildarríkjunum í sjálfsvald sett. Ungir bændur hljóta að hafa skárri rök fyrir andstöðu sinni við aðild að ESB en svona bull. Vonandi eru auglýsingarnar þeirra ekki fyrirboði um það, sem koma skal í umræðum um aðildarumsókn Íslands. Sú umræða verður að byggjast á staðreyndum og þekkingu, ekki langsóttum framtíðarskáldskap. Auglýsingar ungra bænda eru vonandi ekki fyrirboði þess sem koma skal í ESB-umræðunni: Yfirgripsmikið þekkingarleysi Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.