Fréttablaðið - 01.06.2010, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 01.06.2010, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 1. júní 2010 15 Getur Samfylkingin lært? Viðbrögð Jóhönnu Sigurðardóttur við óförum flokkanna í kosningunum voru þau einu í tengslum við veruleikann. Úti að aka voru Steingrímur J. Sigfússon, Bjarni Bene- diktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Mér sýnist af bloggi og fésbók, að kjósendur Samfylkingarinnar læri meira af úrslitunum en kjósendur annarra flokka. Kannski leiðir það til samstarfs um meirihluta í Reykjavík. Samfylkingin getur náð aftur sambandi við þjóðina. Þá þarf hún að losa sig úr Evrópuferðinni, stuðla að sönnu stjórnlagaþingi, vernda auðlindirnar og afneita Blair-isma græðginnar. Hinir flokkarnir neita að viðurkenna ósigur. jonas.is Jónas Kristjánsson Fjórflokkurinn er veruleiki Þetta er semsagt mjög lífseigt kerfi, lifði til dæmis af alþingiskosningarnar sem voru stuttu eftir hrunið. Sumir stjórnmálafræðingar hafa jafnvel talað eins og það sé inngróið inn í erfðaefni þjóðarinnar. En kosningunum í gær kom fram stærsta ögrun sem þetta kerfi hefur orðið fyrir – og það náttúrlega vel hugsanlegt að það kunni að endurtaka sig í þingkosningum. Að þá geti nýtt fram- boðsafl kollvarpað kerfinu. Kosningarnar í gær sýna að það er hægt – þess vegna eru þær svo mikil ógnun við fjórflokkakerfið. silfuregils.eyjan.is Egill Helgason Eins og ósmalaðir kettir í kringum heitan graut Þegar úrslit sveitarstjórnarkosn-inga liggja fyrir er það hefð- bundið að allir formenn flokka á Íslandi eru ánægðir með úrslitin. Þeir finna alltaf einhver sveitarfé- lög þar sem flokkum þeirra gekk vel þó þeim hafi gengið mjög illa á einhverjum mjög mikilvægum stöðum. Þannig fór nú. All ir f lokksformennirnir reyndu að berja í brestina. Sjálf- stæðisflokkurinn er ánægður að vonum með að hafa fest eða jafn- vel endurheimt meirihluta víða, en talar þá ekki í sama orðinu um að flokkurinn sé minni í Reykja- vík í borgarstjórnarkosningum en nokkru sinni fyrr og að hafa tapað margra áratuga gömlum meiri- hlutum á nokkrum stöðum. Fram- sóknarflokkurinn getur á sama hátt bent á sveitarfélög þar sem vel gekk, en sleppir því að benda á þann veruleika að Framsóknar- flokkurinn beið afhroð á þéttbýl- issvæðinu. Samfylkingin bendir á að hafa unnið góðan kosninga- sigur á Akranesi en ræðir ekki í sama orðinu um að hafa tapað meirihlutanum í Hafnarfirði sem hefur verið flaggskip Samfylking- arinnar. Vinstri grænir geta afar vel við unað víða; festu fylgi sitt og bættu við og hafa lykilstöðu í mörgum bæjarfélögum eins og í Hafnarfirði sem í þessum kosn- ingum verður eitt sterkasta vígi Vinstri grænna á höfuðborgar- svæðinu. Öðru vísi mér áður brá – VG hafði um 2% í Hafnarfirði 2002! En VG menn nefna hvorki Reykjavík né Akureyri til marks um staði þar sem vel gekk; það var nú eitthvað annað. En viðbrögð flokksformannanna voru afar hefðbundin. Og þó: Ekki Jóhönnu: Hún sagði: Endalok fjór- flokksins. Hvað þýðir það? Vill hún fimmflokk eða vill hún þrí- flokk? Af því er gömul reynsla sem við Jóhanna höfum bæði að ákvarðanir ofan frá um að jarða fjórflokkinn hafa yfirleitt mistek- ist. Það er af því að fjórflokkurinn er ekki til sem stofnun. En stund- um tekst öðrum að halda því fram að það sé sami rassinn undir þeim öllum. Það er sérstaklega auðvelt í sveitarstjórnum þar sem munur- inn á flokkunum sést illa. En það jákvæða við ummæli Jóhönnu á kosninganótt var það að hún opnaði fyrir umræðu. Flokk- arnir þurfa nú að fara í gegnum umræðu. Viðbrögð Sjálfstæðis- flokksins sýna að hann ætlar ekki í gegnum umræðu; Sjálfstæðis- flokkurinn er fullkominn sem fyrr að eigin mati. Formaður Fram- sóknarflokksins er sáttur við nið- urstöðuna en Guðmundur Stein- grímsson opnaði fyrir endurmat: Flokksremban er ekki rétt svar við vandanum, sagði Guðmundur. En það var einmitt það sem Jóhanna átti við, er það ekki? Nú þarf að skoða málin alvarlega, ekki endur- meta stefnumálin endilega, held- ur koma þeim skýrt á framfæri. Vandi flokkanna í þessum kosning- um var sá að þeir voru svo hrædd- ir við Besta flokkinn að þeir þorðu ekki að tala um málefni, fóru eins og ósmalaðir kettir í kringum heit- an graut. Kosningar eiga að snúast um málefni. Flokkarnir settu mál- efnin ekki á dagskrá eins skýrt og þeim ber skylda til. Stjórnmál Svavar Gestsson fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins Vandi flokkanna í þessum kosning- um var sá að þeir voru svo hræddir við Besta flokkinn að þeir þorðu ekki að tala um málefni, fóru eins og ósmalaðir kettir í kringum heitan graut. AF NETINU MEKATRÓNÍK Mekatróník tæknifræði er háskólanám og boðið er upp á námið í samstarfi við Háskóla Íslands, sem útskrifar nemendur skólans. Nám til mekatróník tæknifræðings hjá Keili tekur tæp þrjú ár og hægt er að klára B.Sc. gráðu á tveimur árum. Kennsla og verklegar æfingar fara fram í fyrsta flokks aðstöðu í nýuppgerðum kennslustofum Keilis á Ásbrú. Aðstaða til náms og rannsókna er með því sem best gerist hér á landi. Námið er lánshæft hjá LÍN. Nánari upplýsingar á keilir.net ÁSBRÚ - SÍMI: 578 40 00 - WWW.KEILIR.NET Mekatróník tæknifræði Skemmtilegt og hagnýtt háskólanám þar sem þú færð að þróa og smíða tæknilausnir framtíðarinnar Umsóknarfrestur er til 7. júní 2010. JARÐHITI OG ÍSLENSKI ORKUIÐNAÐURINN Starfsemi Magma á Íslandi Á fundinum fjalla Ásgeir Margeirsson og Andrea Zaradic um starfsemi Magma á Íslandi, nýtingu jarðhita og möguleika íslensks orkuiðnaðar í alþjóðlegu samfélagi. Fundurinn fer fram á ensku og gefst tími til spurninga og umræðna að loknum fyrirlestrunum. DAGSKRÁ: Ásgeir Margeirsson, forstjóri Magma á Íslandi Andrea Zaradic, framkvæmdastjóri rekstrar og þróunar Magma Energy Corporation Almennar umræður Fundarstjóri er Gunnar Guðni Tómasson, forseti tækni- og verkfræðideildar HR ALLIR VELKOMNIR! Opinn hádegisfundur verður haldinn miðvikudaginn 2. júní kl. 12:00 – 13:00 í Háskólanum í Reykjavík, Nauthólsvík, Antares. Auglýsingasími Allt sem þú þarft…

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.