Fréttablaðið - 01.06.2010, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 01.06.2010, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 2010 15.990 kr. fæst í Companys 12.990 kr. fæst í galleri 17 6.990 kr. fæst í galleri 17 7.990 kr. fæst í galleri 17 Vorið er sannarlega komið í tískuverslanirnar Gallerí 17 og GS skó í Smáralind, Kringlunni og Laugavegi. Þar eru marglitir sandalar og ökklaskór, blaz- er-jakkar og gallabuxur sem njóta vinsælda í sumar. Sandalar af ótal gerðum eru áber- andi í GS skóm. Sumir grófir með keðjum, spennum og glingri, aðrir fínlegri. Gladiator-útlit er áber- andi því margir sandalanna ná vel upp á ökklann. Tinna Rún Davíðs- dóttir verslunarstjóri staðfestir að þetta sé tískan í ár og bendir á að sandalarnir séu til í ýmsum litum. Næst beinist athyglin að hælaskóm sem margir eru með svokölluðu plattformi, það er að segja með þykkum botni. „Þeir eru mýkri og þægilegri fyrir vikið,“ segir Tinna Rún. Ökklastígvélin eru afar vin- sæl núna að sögn verslunarstjór- ans. Mörg þeirra eru með gróf- um rennilásum og spennum og svo eiga reimar greinilega upp á pallborðið. Klassískir skór, óháð- ir öllum tískusveiflum, prýða líka hillurnar. Strigaskórnir eru til í ýmsum litum í GS skóm, bæði lágir og uppreimaðir, sumir undir fimm þúsund kallinum í verði. Ka- vasaki-skórnir standa enn sína plikt og fást með marglitum reim- um. „Unga fólkið elskar þessa skó, enda eru þeir þægilegir og end- ingargóðir,“ segir verslunarstjór- inn og bendir líka á aðra frá nýju merki, Bobbie Burns, sem eru til fyrir bæði kyn. Þeir eru mjúkir í botninn, með rúskinn á tánni og meðal annars til í köflóttu. Þeir koma bæði lágir og háir upp á ökklann að sögn Tinnu Rúnar. Í Gallerí 17 eru Guðlaug Einars- dóttir og Tinna Kristófers verslun- arstjórar og ræða við blaðamann um sumartískuna í fatnaði. „Það er mikið um röndótt og teljum við það vera vegna sterkrar 90‘s-tísku sem er að koma. Með henni er mikið um rómantískan fatnað, blúnd- ur og blómamynstur. Hermanna- tískan er að koma mjög sterk inn í sumar og mun halda velli fram á vetur. Svart er sígilt, sérstaklega í kjólum og jökkum, að sögn Tinnu, en skæru litirnir halda áfram og pastellitir hafa bæst við sumar- tískuna í ár. Sniðin eru fjölbreytt. Þó telur Guðlaug bolatískuna heldur þrengj- ast enda gallabuxur mjög vinsæl- ar og þar á meðal „Boy Fit“ snið, eins og hún kallar það. Mikið tætt- ar gallabuxur, stuttbuxur og blaz- er-jakkar eru ómissandi í sumar, að sögn verslunarstjóranna. „Svo erum við með 10 prósent afslátt af öllu fram að útsölu,“ benda þær á. Bjartir litir og blúndujakkar Tinna Rún Davíðsdóttir verslunarstjóri í GS skóm. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Tinna Kristófers og Guðlaug Einarsdóttir, verslunarstjórar í Galleri 17 eru með tískuna á hreinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 10.990 kr. skórnir fást í GS skóm 29.990 kr. skórnir fást í GS skóm 8.990 kr. skórnir fást í GS skóm

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.