Fréttablaðið - 01.06.2010, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 01.06.2010, Blaðsíða 26
 1. JÚNÍ 2010 ÞRIÐJUDAGUR6 ● fréttablaðið ● sumarfatnaður Allt frá því að krónprins Dan- merkur tilkynnti um trúlof- un sína og Mary Donaldson hefur Mary vakið heims- athygli fyrir glæsileika og smekklegan klæða- burð. Mary hefur tekið ástfóstri við danska hönnuði svo sem Malene Birger, Heart- made, Stories by Rikke Mai og skart- gripir Marianna Dulong eru í miklu uppáhaldi hjá henni. Mary sér hins vegar ekki ein um það verk að hasla sér völl sem eitt helsta tískutákn heims því þar nýtur hún aðstoðar þriggja tryggra aðstoðarmanna. Það teymi myndar stílistinn Anja Alajdi, Soren Hede- gaard, hárgreiðslumað- ur og förðunarmeistari, og Ole Henriksen sem sér um að halda húð Mary hreinni og mjúkri. - jma LEIÐSÖGUSKÓLINN ICELAND TOURIST GUIDE SCHOOL Forsetafrú Bandaríkjanna virðist hafa valið sér eftirlætiskjólahönnuð. Í síðustu viku skartaði hún bláum kjól eftir bandaríska fatahönnuðinn Peter Soronen. Þetta er í fjórða skiptið sem hún kemur fram í kjól eftir hönnuðinn. Peter Soronen hefur hannað fatnað undir eigin nafni frá árinu 2000 en hefur staðið nokkuð utan við sviðsljós tískuheimsins. Þar til nú. Nú þegar forsetafrúin hefur látið sjá sig í fjórum mismun- andi kjólum eftir hönnuðinn hefur hún að mati tískuspekúlanta gefið út yfirlýsingu um að Soron- en sé eftirlæti hennar og um leið öðlast hönnuður- inn heimsfrægð. Deborah Lloyd, listrænn stjórnandi Kate Spade- tískuhússins, segir konur um allan heim sækja inn- blástur til fatastíls Michelle Obama, þar sem hann sé kvenlegur og nútímalegur í senn – með mjúkum áherslum. - jma Peter Soronen skýst upp á stjörnuhimininn ● KONUNGLEGT BRÚÐKAUP Í SVÍÞJÓÐ Konungleg brúð- kaup vekja ávallt mikla athygli. Hinn 19. júní næstkomandi gengur sænska krónprinsessan Viktoría í hjónaband með Daniel Westling unn- usta sínum en þau munu hnýta hnútinn í dómkirkj- unni í Stokkhólmi. Mikil spenna ríkir í borginni enda ekki á hverjum degi sem slíkir stórviðburðir eiga sér stað. Ferðamannastraum- ur hefur verið allnokkur og minjagripaverslanir keppast við að selja kort, platta og ýmsan annan varning með myndum af hinum tilvonandi brúðhjónum. Vissulega verður einnig spennandi að sjá brúðarkjól hinnar 32 ára gömlu prinsessu. Almenningur getur því hlakkað til 19. júní, en brúð- kaupið ber upp á 34. brúðkaupsafmæli foreldra Viktoríu, þeirra Karls Gústafs konungs og Silvíu drottningu. Ekki væri amalegt að vera með þetta fríða par uppá vegg hjá sér. ● SKÓGERÐARMAÐUR HLÝTUR VIÐURKENNINGU Terry De Havilland er breskur skógerðarmaður, vinsæll meðal fræga og fína fólksins. Hann hlaut á dögunum viðurkenningu fyrir ævistarfið á Drapers verðlaunahátíð skótausins sem haldin var í London í lok maí. De Havilland hlaut fyrst frægð árið 1970 þegar hann opnaði verslun sína Cobblers á King‘s Road í London. Þangað sóttu stjörnur á borð við Biöncu Jagger, Elton John, Shirley Bassey og Rudolph Nureyev. Hróður De Havilland fékk góða innspýtingu árið 1992 þegar hann hannaði skó fyrir útskriftarsýningu Alexanders McQueen frá Central Saint Martins-skólanum. Þá hannaði hann einnig skóna sem Angelina Jolie klæddist í myndinni Tomb Raider. Skór De Havilland hafa yfir sér fortíðarkenndan blæ sem hefur heillað Kate Moss, Siennu Miller, Naomi Campbell og Amy Winehouse svo fáar séu nefndar. De Havilland er nú 71 árs. Hann hefur smíðað skó frá fimm ára aldri en hann byrjaði á því að aðstoða í fjölskyldufyrirtækinu Waverly Shoes. Terry de Havilland hefur hannað skó fyrir fræga fólkið í Bretlandi. Það kostar vinnu að halda sér jafn flottri og Mary gerir enda nýtur hún aðstoðar þekkts fólks úr tísku- og förðunargeira Danmerkur. Þrír aðstoðarmenn Mary Klassískur svartur kjóll frá Peter Soronen. Soronen segist hafa hannað nokkra dag- og kvöldkjóla á Michelle Obama að hennar ósk en hann viti aldrei hvort eða við hvaða tilefni hún klæðist þeim. Frú Obama klæddist lillalitum plíser- uðum ermalausum síðkjól eftir Peter Soronen í desember á síðasta ári, við hátíðarkvöldverð Kennedy-miðstöðvar- innar í Washington. Kjóllinn sem kom Peter Soronen endanlega á kortið er sá sem forseta- frúin skartaði fyrir tæpum tveimur vikum. Tilefnið var hátíðarkvöldverður til heiðurs forseta Mexíkó, Fel- ipe Calderon, og eiginkonu hans, Margaritu Zavala. Að sögn hönnuðarins bað for- setafrúin sérstaklega um að hann hannaði á hana kjól sem væri hlýralaus öðrum megin. Valið þykir djarft vestanhafs – en gott. Kjóllinn sem Michelle Obama skartaði í febrúar árið 2009 tilheyrði haustlínu Pet- ers Soronen 2008.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.