Fréttablaðið - 03.06.2010, Síða 1

Fréttablaðið - 03.06.2010, Síða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI REYKJAVÍK Eigi markmið fimm ára áætlunar um fjárþörf Orkuveitu Reykjavíkur (OR), sem miðast við fimm prósenta arðsemi, að nást, þarf mikla hækkun á gjaldskrá fyrirtækisins. Á það við um allt nema kalda vatnið. Þar mun gjald- skrá standa í stað. Guðlaugur Sverrisson, stjórnar- formaður OR, segir að þessar hækkanir muni dreifast yfir fimm ár, verði ákveðið að ná markmið- unum. Það sé nýrrar stjórnar að ákveða. Unnið hafi verið að útreikn- ingum miðað við lánasamsetningar og fleira og þeirri vinnu hafi lokið í síðustu viku. Upplýsingarnar voru lagðar fyrir stjórnarfund í gær, en þær eru svar við fyrirspurn Sigrún- ar Elsu Smáradóttur, fulltrúa Sam- fylkingarinnar í stjórn OR, sem lögð var fram á síðasta stjórnarfundi. Spurður hvers vegna upplýsing- arnar koma fram þremur dögum eftir kosningar segir hann það ein- faldlega vera vegna þess að vinnu hafi ekki lokið fyrr. Ágætt hefði verið ef þær hefðu legið fyrir þegar kosið var á laugardag, en það hafi ekki náðst. Vissulega hefði verið hægt að setja meiri kraft í vinnuna, en það hafi ekki verið gert. „Ég hef rætt það inni í borgar- ráði að auka þurfi handbært fé og ég er ekkert að fela þetta. Fjár- þörfin lá fyrir en ekki var búið að reikna ítarlega út hve mikið þyrfti að hækka gjaldskrá til að ná mark- miðum heildarstefnu Orkuveitunn- ar.“ Guðlaugur minnir á að það hafi verið samhljóða niðurstaða fulltrúa meiri- og minnihluta í aðgerðahópi að hækka gjaldskrár ekki meira á nýliðnu kjörtímabili. Við það hafi verið staðið og því sé það verkefni nýrrar stjórnar að taka ákvörðun um fyrirhugaðar hækkanir. - kóp 3. júní 2010 — 128. tölublað — 10. árgangur Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 NÝ KLIPPING getur frískað upp á útlitið svona í byrjun sumars. Ef hárið er líflaust eftir veturinn er líka gott að taka vítamín eins og hárkúr og jafnvel splæsa á sig einhverjum góðum hárvörum. „Mér finnst rosalega gaman að klæða mig upp á. Ég fæ svo sjald-an tækifæri til þess,“ segir Hörn Hrafnsdóttir messósópran. „Það er mjög gaman að vera með tón-leika þar sem við fáum virkilega tækifæri til þess að vera rosalega fínar. Nú erum við með verk sem eru í Vínaranda og maður syngur ekki vínarvalsa í gallabuxum. Það er engin sveifla í því. Við förum í síðkjóla sem passa við verkin.“Hörn syngur ásamt Óp-hópnum á tónleikum í Hafnarborg á morg-un og í Vestmannaeyjum á sunnu-daginn. Með hópnumó fór í Flash og bað um stóran kjól fyrir ólétta konu. Þetta var stærsti kjóllinn í búðinni en hann er mjög fallegur. Ég var mjög glöð yfir að hún ætti svona stóran kjól.“Hörn og Erla eru sammála um það að kjólarnir skapi ákveðna stemningu á tónleikum. „Ég syng bara öðruvísi um leið og ég er komin í kjólinn. Ég fer í smá hlut-verk þegar ég er komin í flottan kjól,“ segir Erla og Hörn bætir við: „Í sumum lögunum förum við aðeins að dilla okkur í t któnli ti og finnst gaman að hafa þá í mis-munandi litum. Erla keypti sér bleikan síðkjól í byrjun ársins. „Hann er eiginlega alveg eins og sá sem Rósalind er í. Það er svolít-ið fyndið því við erum að syngja dúett saman og erum systur þar. Við ætlum að vera báðar í bleiku,“ útskýrir Erla brosandi.Söngkonurnar hafa fundið kjól-ana á Íslandi og í útlöndum. „Ég var að læra úti í Salzburg í Austurríki og é k Pilsið sveiflast í taktSöngkonunum Hörn Hrafnsdóttur og Erlu Björgu Káradóttur finnst gaman að klæðast síðkjólum á tón- leikum og segja ákveðna stemningu fylgja þeim. Ótækt sé að vera í buxum við söng á Vínarvölsum. Rósalind Gunnarsdóttir, Erla Björg, Bylgja Dís Gunnarsdóttir, Hörn, Antonía Hevesi og Jóhanna Héðinsdóttir klæða sig upp á fyrir tónleika um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is F Á K A F E N I 9 - - S í m i : 5 5 3 7 0 6 0 O p i ð m á n u d - f ö s t u d . 1 1 - 1 8 & l a u g a r d . 1 1 - 1 6 Skór & töskur í miklu úrvaliwww.gabor.is Sérverslun með skólar og námskeiðFIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 2010 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Skólar og námskeið FIMMTUDAGUR skoðun 20 veðrið í dag Leikhúsheimur nötrar Jón Atli vill að leikhúsfólk sniðgangi Grímuverðlaunin. Benedikt Erlingsson segir erfi tt að taka afstöðu. fólk 58 Ómissandi Grýlan í Eyjum Ólafur Loftsson klúðraði sextándu holunni með eftir- minnilegum hætti. golf 54 Hækka þarf heitt vatn um 37 prósent Fimm ára markmið Orkuveitu Reykjavíkur gera ráð fyrir mikilli gjaldskrár- hækkun. Miður að þetta kom ekki fram fyrir kosningar, segir stjórnarformað- ur. Lagt til að ný stjórn fyrirtækisins taki ákvörðun um hækkanirnar. SKÝJAÐ SYÐRA Í dag verða suðaustan 5-13 m/s syðra og skýjað en annars hæg breytileg átt og bjart- viðri. Hiti víðast 10-18 stig. veður 4 12 14 13 14 16 KJARAMÁL Yfir 800 fyrrverandi flugvirkjar og starfsmenn Olís, Mjólkursamsölunnar, Áburð- arverksmiðjunnar og Eimskips hafa misst ríflega þriðjung líf- eyristekna sinna á einu ári. Þetta varð ljóst á ársfundi lífeyrissjóðs- ins Kjalar í síðustu viku, þar sem greint var frá því að skerða þyrfti greiðslurnar um nítján prósent í annað sinn á innan við ári. Kjölur er í vörslu Landsbankans og einn þeirra lífeyrissjóða sem sérstakur saksóknari tók til rann- sóknar í fyrravor vegna gruns um að fjárfest hafi verið um of í til- teknum félögum, meðal annars félögum tengdum Landsbankan- um. Sú rannsókn stendur enn. Halldór Kristinsson, núverandi framkvæmdastjóri sjóðsins, segir ástæðu þessarar miklu skerðing- ar meðal annars vera þá að sjóð- urinn sé lokaðar, það er að hann taki ekki lengur við iðgjöldum, og sjóðir án framtíðarinnkomu séu berskjaldaðri fyrir skakkaföllum vegna fjárfestinga en aðrir. Halldór segist í störfum sínum ekkert hafa séð sem bendi til þess að nokkuð óeðlilegt hafi átt sér stað í starfsemi sjóðsins fyrir bankahrun. - sh /sjá síðu 6 800 lífeyrisþegar úr sjóði sem sætir sakamálarannsókn hafa tapað miklu: Hafa misst þriðjung tekna Rafmagn Smásala 27% Drefing 20% Heitt vatn 37% Fráveita 35% Kalt vatn 0% *Gjaldskrárhækkanir eigi markmið til fimm ára að nást eingöngu þannig. OR þarf hækkun FÓLK „Jú, ég er fyrsta konan sem útskrifast úr bifreiðasmíði úr Borgarholtsskóla og líklega er þetta í fyrsta skipti sem kona útskrifast hérlendis í faginu,“ segir Anna Kristín Guðnadóttir sem þreytti sveinspróf í bifreiða- smíði fyrir nokkrum dögum. Bílaáhuginn hefur alltaf blund- að í Kristínu en í frítíma sínum dundar hún sér við að gera upp Volkswagen Golf, árgerð 1985, blæjuútgáfu, sem hún fann tjónaðan. „Hann er rétt í þessu að verða tilbúinn,“ segir hún. - mmf / Skólar og námskeið Fyrsti kvenbifreiðasmiðurinn: Gerir upp VW Golf blæjubíl Í VINNUNNI Kristín vinnur sem bifreiða- smiður hjá Toyota. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Fram og KR áfram Fyrstu leikirnir í 32-liða úrslitum VISA-bikarkeppni karla fóru fram í gær. sport 50 LYSTISEMDIR Á GÓÐUM DEGI Borgarbúar gerðu vel við sig í blíðviðrinu í gær eins og sést á þessum veitingahúsagestum við Austurvöll. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM BANDARÍKIN, AP Starfsmönn- um olíufélagsins BP tókst í gær að losa sög sem festist í ónýtri leiðslu úr olíubrunninum á botni Mexíkóflóa. Olían hélt áfram að streyma út í hafið, en áfram verður reynt að saga leiðsluna í sundur svo hægt verði að setja eins konar tappa ofan á brunninn. Allar tilraunir til að stöðva olíulekann hafa reynst árangurs- lausar. Fyrirtækið hefur verið gagn- rýnt fyrir það hve hægt gengur, en Bandaríkjastjórn hefur einnig verið gagnrýnd fyrir að grípa ekki til aðgerða. - gb Glímt við olíulekann: Reynt að saga sundur leiðslu

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.