Fréttablaðið - 03.06.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 03.06.2010, Blaðsíða 8
8 3. júní 2010 FIMMTUDAGUR FRÉTTASKÝRING Hvað gerist ef stjórnmálasambandi við annað ríki er slitið? „Ef við slítum stjórnmálasam- bandi eigum við ekki lengur konsúl eða sendiráð í viðkomandi ríki. Að slíta stjórnmálasambandi er mjög formlegur gjörningur, sem hefur tiltölulega lítil áhrif á daglegt líf fólks,“ segir Silja Bára Ómars- dóttir alþjóðastjórnmálafræðing- ur og aðjúnkt við Háskóla Íslands. Hún tekur sem dæmi að ef fólk týni vegabréfum leiti það til konsúls eða sendiráðs í viðkomandi landi, sem er ekki til staðar þegar stjórnmála- sambandi er slitið. „Þá er enginn sem nýtur þessarar verndar sem diplómatísk tengsl skapa. Það er í raun og veru það sem gerist.“ „Hins vegar er náttúrulega ástæð- an fyrir því að fólk er að fara fram á þetta sú að þetta er pólitísk yfir- lýsing um að við tökum ekki þátt í samstarfi við ríki sem kemur svona fram. Það eru náttúrulega skilaboð- in sem eru send þó að gjörningurinn sé einfaldur og hafi í sjálfu sér ekki mikil bein áhrif. Síðan hefur það kannski ekkert sérstaklega mikið að segja ef Ísland eitt segir upp þess- um samskiptum.“ Ísland hafði ekki verið með bein stjórnmálatengsl við neitt óskaplega mörg ríki þangað til farið var í framboð til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. „Þá var unnið mjög markvisst í því að koma á bein- um tvíhliða stjórnmálatengslum við fjöldamörg ríki vegna þess að það opnar samskiptaleiðir. Það er mark- miðið með þessum tengslum, að hafa samskiptaleiðir. Þá ertu með full- trúa í öllum ríkjum sem geta geng- ið erinda og gætt hagsmuna sinna borgara.“ Viðskiptaþvinganir skiluðu hvað mestum árangri í málefnum Suður- Afríku á sínum tíma og segir Silja að ef hún þyrfti að velja myndi hún segja að bæði ætti að slíta stjórn- málasambandi og sniðganga. „Mín tilfinning er að sniðgangan myndi skila meiri árangri. Þá ertu með pólitísku tengslin opin en lætur almenn- ing í landinu finna fyrir því að stjórnvöld séu að hegða sér á máta sem er algjörlega óásættanleg- ur. Það hefur miklu meiri bein áhrif og skapar þrýsting innanlands. Það hljómar kannski kaldranalega, að reyna að hafa áhrif á þjóðina, en það verð- ur að fá ísraelsku þjóðina með – að hún snúist gegn þessari stefnu. Það gerist kannski ekki fyrr en þjóðin fær að finna fyrir því að vera snið- gengin.“ Silja nefnir að eitt áhrifa- mesta atriðið í Suður-Afríku hafi verið að íþróttaliðum hafi verið meinað að taka þátt í alþjóðlegum mótum. thorunn@frettabladid.is Slit hefðu lítil áhrif á daglegt líf Í síðasta þorskastríðinu, árið 1976, sleit Ísland stjórnmálasambandi við Breta. Sendiherrar ríkjanna voru kallaðir heim, en sambandinu var komið aftur á síðar sama ár. „Munurinn er að þar voru algjörlega okkar eigin hags- munir í húfi og þetta voru bein skilaboð til þeirra sem við vorum í deilum við,“ segir Silja Bára. Hún segir það hafa verið mjög í samræmi við utan- ríkisstefnu Íslands í kalda stríðinu. Sú stefna hafi aðeins verið að breytast. „Við höfum verið að taka aðeins meiri þátt í alþjóðlegum verkefnum, og átta okkur á því að okkar beinhörðu hagsmunir eru ekki alltaf það eina sem skiptir máli heldur skiptir máli að friður og velmegun ríki annars staðar í heiminum til þess að okkar öryggi sé tryggt.“ Það væri því rof við fyrri utan- ríkisstefnu að slíta stjórnmálasambandi nú, en þó í samræmi við breytingar á stefnunni síðustu ár og stefnu núverandi ríkisstjórnar. Ísland hefur slitið stjórnmálasambandi MÓTMÆLT VÍÐA Árás Ísraela á hjálparskip á alþjóðlegu hafsvæði hefur vakið upp mikla reiði. Meðal annars á Íslandi hefur þess verið krafist að stjórnmálasambandi við Ísrael verði slitið. Utanríkisráðherra, sem sést hér í mótmælunum, hefur sagt að til greina komi að slíta sambandinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SILJA BÁRA ÓMARSDÓTTIR www.penninn.is Útsölulok! Allt að 90% afsláttur 1. Hvar á landinu eru þrettán skólakrakkar að reisa torfbæ? 2. Hve háa fjárhæð gætu mótshaldarar Landsmóts hesta- manna á Vindheimamelum þurft að endurgreiða fyrir miða keypta í forsölu? 3. Hvaða leikskáld neitar að taka við tilnefningum til Grímu- verðlaunanna? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 58 ÍSRAEL. „Þeir skutu á sofandi fólk,“ segir sænski rithöfundurinn Henn- ing Mankell, höfundur bókanna um lögregluforingjann Wallander. „Okkur var rænt.“ Hann var í hópi yfir 600 manna frá yfir tuttugu þjóðum sem voru í skipalest sem Ísraelsher réðist á þegar hún var á leið með hjálpargögn til Gasa. Mankell kom til Gautaborg- ar í gær eftir að hafa verið sleppt úr haldi ásamt þremur öðrum úr hópi ellefu Svía. Níu manns, fjór- ir þeirra Tyrkir, biðu bana í árás Ísraelshers á eitt skipanna. Alls var um 120 manns úr hópnum vísað frá Ísrael í gær og 500 til viðbótar biðu brottvísunar. Aðgerðir Ísraelsmanna gegn skipinu hafa verið fordæmdar víða á alþjóðavettvangi. Tyrkir hafa kallað sendiherra sinn heim frá Ísrael. Hillary Clinton, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, segir ástandið á Gasa „ósjálfbært“, að sögn BBC. Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, telur koma til greina að Íslendingar slíti stjórn- málasambandi við Ísrael í kjölfar atviksins. Ísrael hefur haldið uppi hafn- banni frá því Hamas komst til valda á Gasa. Innflutningur er nú fjórð- ungur þess sem var fyrir þremur árum. Fimmtán hundruð þúsund íbúa skortir nauðþurftir. -pg Mankell kominn til Svíþjóðar eftir að hafa verið í skipalest sem Ísraelar hertóku: Þeir skutu á sofandi fólk MANKELL „Í skipinu þar sem ég var fundu þeir eitt einasta vopn og það var rakhnífurinn minn.“ N O R D IC PH O TO S/A FP SJÁVARÚTVEGUR Júpíter ÞH, skip Ísfélags Vestmannaeyja, varð í síðustu viku vart við makríl skammt undan Eyjum. Lítilræði af honum ánetjaðist er verið var að prófa nýja gerð trolls að sögn Eyþórs Harðarsonar, útgerðar- stjóra Ísfélagsins. Huginn VE fer í kvöld út til þess að leita makríls. Huginn, sem er aflahæsta íslenska makríl- veiðiskipið, landaði fyrsta makríl- farmi sínum í fyrra 5. júní. Heim- ilt er að veiða allt að 130 þúsund tonn af makríl í sumar. - shá Styttist í að veiðar hefjist: Vart varð við makríl við Eyjar PÓLLAND, AP Upptökur úr flug- stjórnarklefa pólsku farþega- þotunnar, sem fórst með helstu ráðamönnum þjóðarinnar í Rúss- landi í apríl, leiða í ljós að flug- menn vélarinnar töldu óráðlegt að lenda. Mariusz Kasana, embættismað- ur pólska utanríkisráðuneytisins, heyrist hins vegar bera skilaboð milli flugmanna og forseta Pól- lands, Lech Kaczynski, sem virð- ist hafa verið ósáttur við að þurfa frá að hverfa. Með vélinni fórust 96 manns sem hugðust taka þátt í minn- ingarathöfn um fjöldamorðin í Katyn-skógi. - gb Samtöl flugstjóra birt: Forseti virðist hafa skipt sér af SKJÖLIN AFHENT Jerzy Miller innanríkis- ráðherra tekur á móti afriti samtalanna. NORDICPHOTOS/AFP VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.