Fréttablaðið - 03.06.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 03.06.2010, Blaðsíða 10
10 3. júní 2010 FIMMTUDAGUR DÓMSMÁL Aðeins einn sakborn- ingur í vændiskaupamálinu svo- nefnda mætti í dómsal í Héraðs- dómi Reykjavíkur þegar mál á hendur ellefu meintum vændis- kaupendum voru þingfest í gær. Samkvæmt upplýsingum Frétta- blaðsins biðu einhverjir hinna sak- borninganna í nágrenni dómhúss- ins, þar sem verjendur þeirra höfðu gert þeim viðvart um að fjölmiðlar væru mættir í héraðsdóm. Lögreglustjórinn á höfuðborgar- svæðinu kærði upphaflega sautj- án manns fyrir kaup á vændi á vegum Catalinu Mikue Ncogo, sem nú bíður dóms. Kærurnar voru lagðar fram á grundvelli símhler- ana og fleiri gagna sem aflað var með húsleitum. Ríkissaksóknari hefur nú ákært ellefu þeirra, eins og áður sagði. Hinir sex, sem ekki voru ákærðir neituðu staðfastlega sök, samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins. Kaup á vændi eru brot á ákvæði almennra hegningarlaga. Í ákvæð- inu segir að hver sem greiði eða heiti greiðslu eða annars konar endurgjaldi fyrir vændi skuli sæta sektum eða fangelsi allt að einu ári. Samkvæmt upplýsingum Frétta- blaðsins greiddu kaupendur um tut- tugu þúsund krónur fyrir þjónust- una í hvert skipti. jss@frettabladid.is EINN MÆTTI Aðeins einn meintur vænd- iskaupandi af ellefu ákærðum mætti við þingfestingu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, þegar myndin var tekin. FRETTABLADID/STEFÁN Vændiskaupendur í felum Aðeins einn af ellefu ákærðum vændiskaupendum mætti við þingfestingu vændiskaupamálsins svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Aðrir sakborningar biðu í nágrenni dómhússins til að forðast fjölmiðla. Vilhjálmur H. Vilhjálms- son hrl., verjandi tveggja sakborninga í vændis- kaupamálinu ætlar að leggja fram frávísunarkröfu vegna skjólstæðinga sinna í málinu. Hann hyggur að flestir verjendanna í málinu muni einnig leggja fram slíka kröfu. Vilhjálmur grundvallar sína kröfu á því að í ákæru sé mönnum gefið að sök að hafa greitt fyrir vændi á tímabili sem sé ekki nægjanlega vel skilgreint. „Ég tel að þetta sé ekki fullnægj- andi verknaðarlýsing. Nákvæmlega þurfi að koma fram hvenær brotið hafi átt sér stað, gagnvart hverjum og hvað hafi nákvæmlega falist í brotinu. Ég man ekki áður eftir því að hafa séð ákæru í kynferðisbrotamáli þar sem hinn meinti brotaþoli er ekki nafngreindur.“ Þá hyggst Vilhjálmur gera þá kröfu til dómara, staðfesti Hæstiréttur úrskurð héraðs- dóms um lokað þinghald, að fjölmiðlafólki verði bannaður aðgangur að dómhúsinu meðan þinghald stendur yfir í vændis- kaupamálinu. Jafnframt að þeim verði bannað að taka myndir af sak- borningum á leið inn í dómhúsið og út úr því. Það hefur ekki gerst fyrr. Hann segir lokað þinghald í málinu engum tilgangi þjóna sé hægt að mynda sakborninga, brotaþola og vitni á leið í og úr dómsal. Krafa um frávísun Vændiskaupamálið sem þingfest var í Héraðs- dómi í gær er hið fyrsta sinnar tegundar sem fer fyrir dómstóla hér á landi. Ekki er unnt að ljúka slíkum málum á staðnum með lögreglu- stjórasekt, því til þess vantar heimild í lögum, að sögn Valtýs Sigurðssonar ríkissaksóknara. Það verður því að fara fyrir dómstóla. „Ríkissaksóknari fer með ákæruvald í kyn- ferðisbrotamálum en sektarheimildir lögreglu ná til þeirra málaflokka sem lögreglustjórar hafa ákæruvald í,“ útskýrir Valtýr. Hann segir jafnframt að í nágrannalöndum, til að mynda Noregi, geti lögregla lokið málum af þessu tagi með lögreglustjórasekt. Hann segir að þegar lína sé komin í refsingar vændiskaupamála, eftir að fyrstu málin hafi farið fyrir dóm, sé hægt að hug- leiða að færa þær yfir í lögreglustjórasektir. Skal fyrir dómstóla MEKATRÓNÍK Mekatróník tæknifræði er háskólanám og boðið er upp á námið í samstarfi við Háskóla Íslands, sem útskrifar nemendur skólans. Nám til mekatróník tæknifræðings hjá Keili tekur tæp þrjú ár og hægt er að klára B.Sc. gráðu á tveimur árum. Kennsla og verklegar æfingar fara fram í fyrsta flokks aðstöðu í nýuppgerðum kennslustofum Keilis á Ásbrú. Aðstaða til náms og rannsókna er með því sem best gerist hér á landi. Námið er lánshæft hjá LÍN. Nánari upplýsingar á keilir.net ÁSBRÚ - SÍMI: 578 40 00 - WWW.KEILIR.NET Mekatróník tæknifræði Skemmtilegt og hagnýtt háskólanám þar sem þú færð að þróa og smíða tæknilausnir framtíðarinnar Umsóknarfrestur er til 7. júní 2010. FUGLAR VIÐ MEXÍKÓFLÓA Þessir brúnpelikanar á eyju undan strönd Louisiana-ríkis eru í hættu staddir eins og aðrir fuglar við Mexíkóflóa vegna olíulekans. NORDICPHOTOS/AFP EFNAHAGSMÁL „Líklega er stutt í að botninum í efnahagsumsvif- um sé náð,“ segir Már Guðmunds- son seðlabankastjóri í kynningu á ritinu Fjármálastöðugleika 2010. Margvíslegur árangur hafi náðst við endurreisn stöðugleika og virks og öruggs fjármálakerfis. Már vísar til styrkingar krón- unnar að undanförnu og hjöðnun- ar verðbólgu. „Önnur endurskoð- un efnahagsáætlunar stjórnvalda í samvinnu við Alþjóðagjaldeyr- issjóðinn [AGS] og sá aðgang- ur að erlendum lánum frá sjóðn- um, Norðurlöndunum og Póllandi sem fékkst við hana hefur eytt óvissu um getu Íslands til að ráða við þungar afborganir af erlend- um lánum á árunum 2011 og 2012. Þetta hefur þegar haft þau áhrif að horfur um lánshæfismat hafa batnað. Nýlegir samningar um kaup á krónueignum sem veðsett- ar höfðu verið seðlabankanum í Lúxemborg og áframsala þeirra til innlendra lífeyrissjóða styrkja gjaldeyrisforðann enn frekar auk þess að vera mikilvægar forsend- ur fyrir afnámi gjaldeyrishafta, segir hann. Már segir næsta skref í afnámi gjaldeyrishafta bíða þriðju endur- skoðunar áætlunar stjórnvalda og AGS. - óká STINGA SAMAN NEFJUM Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Seðla- banka Íslands, og Már Guðmundsson seðlabankastjóri. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Seðlabankinn kynnti í gær rit um fjármálastöðugleika og horfur í þeim efnum: Stutt í að botninum verði náð EFNAHAGSMÁL Stórar áhættuskuld- bindingar bankanna eru yfir leyfilegum mörkum, segir í Fjár- málastöðugleika 2010, nýju riti Seðlabankans. FME lítur eftir stórum áhættu- skuldbindingum hjá samstæðum viðskiptabanka. Þær námu 318 milljörðum í lok 2009. Tuttugu og fimm skuldbindingar voru meira en tíu prósent af eiginfjárgrunni. „Athygli vekur að fjórar áhættu- skuldbindingar námu meiru en 25 prósenta hámarki reglnanna,“ segir í ritinu. - óká SÍ bendir á brotalöm: Áhætta banka er yfir mörkum SJÁVARÚTVEGUR Vinnsla á síld hófst síðdegis á mánudag hjá fiskiðjuveri HB Granda á Vopna- firði. Unnin var síld úr Lundey NS sem kom þangað með um 300 tonna afla. Veiðar úr norsk- íslenska síldarstofninum eru nýhafnar og er þetta fyrsti farm- urinn sem berst til Vopnafjarðar á vertíðinni. „Það er áta í síldinni og hún er frekar horuð eins og við er að búast í byrjun vertíðar,“ sagði Magnús Róbertsson, vinnslustjóri á Vopnafirði. Ingunn AK er nú á síldveiðum djúpt norðaustur af Vopnafirði en ákveðið var að bíða með að senda Faxa RE til veiða vegna sjómannadagsins. - shá Norsk-íslenska síldin: Fyrsta síldin til Vopnafjarðar Útblástur minnkaði Útblástur gróðurhúsalofttegunda frá löndum Evrópusambandsins minnk- aði um tvö prósent á árinu 2008, að því er fram kemur í skýrslu frá umhverfisstofnun sambandsins. EVRÓPUSAMBANDIÐ Svikahrappur handtekinn Bandarískur fjársvikari, Alexsander Efrosman, hefur verið handtekinn í Póllandi. Hann er sagður hafa haft fimm milljónir dala af viðskiptavinum tveggja vogunarsjóða, sem hann stjórnaði. PÓLLAND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.