Fréttablaðið - 03.06.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 03.06.2010, Blaðsíða 18
18 3. júní 2010 FIMMTUDAGUR hagur heimilanna 3.000 2.000 1.000 0 Bló m av al Ga rðh eim ar Gr óð rar st. M örk Gr óð rar st. St orð 2. 21 3 kr 2. 57 8 kr 2. 23 6 kr 2. 15 0 kr Samanlagt verð einnar einingar af fimm ólíkum tegundum blóma ef miðað er við hagstæðustu tilboð. Verð á sumarblómum „Einu sinni fór ég að skoða herbergi þegar ég bjó í London, og fór með súkkulaðiköku með mér. Mér var lofað herberginu ef ég lofaði að baka köku að minnsta kosti einu sinni í mánuði, og það gerði ég.“ Meðleigjendurnir báðu hana um uppskriftina, sem var frekar venjuleg. „Fyrir utan að ég notaði kaffi í stað smjörlíkis bæði í kökuna og kremið. Þá hélst kakan saman, hún var ekki jafn fitandi og hún var bragðmeiri.” HÚSRÁÐ NOTAR KAFFI Í KÖKUR ■ Lovísa Arnardóttir verkefnastjóri hjá Rauða krossinum. Útgjöldin > Verð á einu vínarbrauði Heimild: Hagstofa Íslands Neytendasamtökin segja á vefsíðu sinni frá nýjasta útspili sms-lánafyrirtækisins Kredia. Fyrirtækið sendir auglýsingu í lokuðu umslagi til 18 ára ungmenna með áletruninni Leyndó. Auglýsingin lýsir því hvers neyðarlegt það getur verið að vera auralaus ef maður hefur boðið einhverjum á stefnumót. Samtökin vara við starfseminni líkt og þau hafa gert áður. „Markaðssetningin er ágeng og virðist frekar beinast að veikum hópi neytenda sem auðvelt er að freista. Rannsóknar- skýrslan er nýkomin út og í siðfræðikafla skýrslunnar er m.a. fjallað um ágenga markaðssetningu á lánum. Það hversu skuldsett heimilin í raun voru þegar hrunið varð gerir endurreisnina mun erfiðari en annars. Að lánafyrirtæki skuli markaðssetja rándýr skammtímalán svona grimmt, svona stutt eftir hrunið er sláandi,“ segir í pistli samtakanna. ■ Neytendasamtökin vara enn við smálánastarfsemi Með hækkandi sól og vori í lofti fara garðeigendur að hugsa til þess að fegra garða sína. Það hefur færst í vöxt síðustu ár að einær- um sumarblómum sé komið fyrir í görðum landsmanna en sumarblóm setja oft mik- inn svip á umhverfi sitt. „Það vorar alltaf í sálinni á Íslend- ingum. Þegar veturinn hefur verið erfiður þá kemur vor í fólkið þegar andrúmsloftið fer að hlýna. Fólk lifnar við og vill fá fegurð og liti í kringum sig,“ segir Sigríður Helga Sigurðardóttir sem er eig- andi Gróðrarstöðvarinnar Mark- ar. Garðeigendur hafa tekið vel við sér í vor þótt það finnist fyrir kreppunni í þessum geira eins og öðrum. „Sumarið hefur farið af stað með látum. Mér finnst senni- legt að fólk vilji gera fallegt í kringum sig nú fyrst það ferðast minna en áður. Góða veðrið spilar líka inn í,“ segir Steinunn Reyn- isdóttir, garðyrkjufræðingur hjá Garðheimum. Fréttablaðið skoðaði verð fimm tegunda sumarblóma á fjórum sölustöðum á höfuðborgarsvæð- inu. Þeir sölustaðir sem haft var samband við voru Blómaval, Garð- heimar, Gróðrarstöðin Mörk og Gróðrarstöðin Storð. Niðurstöður verðkönnunarinnar voru þær að ódýrasti sölustaðurinn af þessum fjórum var Gróðrarstöðin Storð þótt ekki mætti miklu muna. Mun- urinn á dýrasta og ódýrasta sölu- staðnum var 20 prósent. Verð á körfu sem inniheldur eina stjúpu, einn sólboða, eitt tóbakshorn, eitt flauelsblóm og eina morgunfrú má sjá í meðfylgjandi töflu. Fréttablaðið kannaði líka hvaða sumarblóm væru vinsælust þetta sumarið. Viðmælendur blaðsins voru sammála um að stjúpa væri alltaf vinsælust. Hún væri harð- ger, þyldi íslenskar aðstæður vel og væri alltaf í blóma. Meðal ann- arra vinsælla sumarblóma þetta sumarið má nefna margarítu, morgunfrú, snædrífu og brúðar- auga. magnusl@frettabladid.is Verðmunur á sumarlegri blómakörfu 20 prósent SIGRÍÐUR HELGA SIGURÐARDÓTTIR Eigandi Gróðrarstöðvarinnar Markar umkringd sumarblómum. 2002 2004 2006 2008 2010 kr ón ur 11 4 12 4 14 9 17 8 20 5 Mikil vanhöld eru á því að veitingastaðir tilgreini á matseðlum sínum hversu mikið magn drykkja viðskiptavinir fá fyrir uppsett verð. Neytendastofa gerði úttekt á þessu á 107 veitingastöðum á höfuðborgarsvæðinu. Skoðað var hvort matseðill með verðupplýsingum væri við innganginn og hvort magn væri tilgreint í upplýsingum um drykkjarvörur, til dæmis hvort gosglas sem kostaði 500 krónur innihéldi 33 sentilítra eða 75 sentilítra. Niðurstaðan var sú að í rúmlega átta af hverjum tíu tilfellum var verðskrá við innganginn. „Annað var uppi á teningnum þegar skoðað var hvort magn væri tilgreint í upplýsingum um drykki. Einungis 40 prósent veitingastaða voru með þetta atriði í fullkomnu lagi þó svo að fjölmargir veitingastaðir hafi verið með það að hluta til,“ segir í frétt Neytendastofu. ■ Magnmerkingar drykkja í ólagi á veitingastöðum „Bestu kaupin eru klárlega leðurstígvél frá Vagabond sem ég keypti fyrir tveimur árum. Ég nota þau mjög mikið. Líklega er svona gott leður í þeim. Þau eru algjörlega pening- anna virði,“ segir Hallbera Guðný Gísladóttir, sóknarmaður í meistaraflokki Vals. Hún neitar því að stígvélin séu í slíkum verðflokki að raðgreiðslur eða sparnað til nokkurra ára þurfi til að eignast þau. Hallbera segir alla þá farsíma sem hún hafi átt í gegnum tíðina alverstu fjárfest- inguna. Og hefur hún átt þá nokkra. „Þeir endast ekki mjög lengi hjá mér. Ég á það til að missa þá í gólfið og þeir endast stutt, innan við ár,“ segir hún. „Ef ég næ árinu er ég mjög sátt.“ Hallbera tekur ekki undir að hún flokkist til farsímafanta sem kunni lítið með viðkvæma hluti að fara. „Þetta eru yfirleitt fínir símar en í raun algjört drasl sem ekki er gert til að endast lengi,“ segir hún en flestir eyðileggjast farsímarnir þegar hún missir þá í gólfið. Um fjórir mánuðir eru frá því að síðasti farsími Hallberu gaf upp öndina og fékk hún þann sem hún notar um þessar mundir að láni hjá bróður sínum. „Hann er eitthvað farinn að klikka hjá mér og bilar líklega fljótlega. En ég hef ákveðið að kaupa ekki nýjan í bráð.“ NEYTENDUR „Við erum langódýr- astir,“ segir Birgir Hákonarson, framkvæmdastjóri bifreiðaskoð- unarfyrirtækisins Tékklands, sem opnaði sína fyrstu starfsstöð í nýliðnum mánuði. Tékkland er á þjónustustöð N1 við Reykjavíkur- veg í Hafnarfirði. Birgir segir fyrirtækið bjóða tólf til fimmtán prósentum lægra verð en samkeppnisfyrirtækin. „Svo reynir á neytendur að styðja við bakið á þeim sem vinna að því að lækka verðið ef hinir fara að lækka sig,“ bætir hann við. Tvö fyrirtæki hafa verið ráð- andi á bifreiðaskoðunarmarkaði frá því að hún var einkavædd árið 1989. „Við opnuðum 20. maí, en undir- búningur að því hófst upp úr ára- mótum, enda meira mál að opna bílaskoðunarstöð en bifreiðaverk- stæði,“ segir Birgir. Miklar kröf- ur eru gerðar til starfsemi skoðun- arstöðva af hálfu hins opinbera og ákveðnir staðlar sem þarf að upp- fylla. Birgir segir því að mörgu að hyggja áður en opnað er. Tékkland lætur hins vegar ekki staðar numið í Hafnarfirði, því um miðjan mánuðinn verður opnuð ný skoðunarstöð við Holtagarða í Reykjavík og svo önnur í Borgar- túni í haust. „Svo er aldrei að vita nema maður fari að horfa til lands- byggðarinnar, ekki veitir af því að ýta undir samkeppnina þar,“ bætir Birgir við. Tékkland er í eigu Birgis og tveggja meðfjárfesta, en engin eignatengsl eru við N1 þótt stöðin leigi aðstöðu þar. - óká Erum langódýrastir segir framkvæmdastjóri Tékklands, nýrrar skoðunarstöðvar: Ekki einfalt að opna bílaskoðun BIRGIR HÁKONARSON Ný bifreiðaskoðunarstöð er við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN NEYTANDINN Hallbera Guðný Gísladóttir, fótboltakona í Val: Tekur farsímana fantatökum Nánari upplýsingar á www.ganga.is Hollur barnamatur fyrir 6 mánaða og eldri www.barnamatur.is Ósykrað Fjölbreytt og gott veganesti fyrir lífið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.