Fréttablaðið - 03.06.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 03.06.2010, Blaðsíða 24
24 3. júní 2010 FIMMTUDAGUR Pínlegt er að fylgjast með mönn-um ráða í úrslit sveitarstjórnar- kosninganna. Þar flýgur hver sem hann er fiðraður með eigin hags- muni að leiðarljósi eftir flokkspólit- ísku landslaginu. En skilaboðin eru kvitt og klár. Þau eru til stjórnar- flokkanna tveggja, svohljóðandi: Hættið að vera þessir pc-hérar* og farið að taka til hendinni. Annars verður ykkur refsað grimmilega í næstu þingkosningum. Okkur bráðvantar sem aldrei fyrr röska menn við völd sem eru ekki lýðskrumandi pc-hérar. Menn sem hlusta á rök frekar en háværa og freka, heimska og hrædda for- ræðishyggjusinna. Og gera eitthvað. Plægja akur fyrir verðmætasköpun. Af hverju er til dæmis ekki löngu búið að opna spilavíti fótboltatví- buranna sem bæði getur reynst gjaldeyris- og atvinnuskapandi? Og hefur það sér til ágætis að ýta spilamennsku sem hér grasserar upp á yfirborðið. Hvað heldur fólk að gerist? Að landsmenn umturnist við slíkt í froðufellandi fíkla sem spila rassinn úr buxunum? Afsakið, hér er bara allt vaðandi í spilavít- um, einhentum ræningjum á hverju götuhorni, lottó og lengjum og hvað þetta heitir allt. Þetta er spilavíti! Bara svo eitt dæmi sé nefnt. En, nei. Menn þora engu í einhverjum ótta við óvinsældir háværra bannista og því er fylgið að gufa upp. Nú er ekki rétti tíminn til að stjákla sem köttur um heitan graut. Á þessum tímum er sennilega betra að taka ranga ákvörðun en enga. Að einhver hafi á röngu að standa þýðir ekki að hinn hafi rétt fyrir sér í einu og öllu. Vinstri grænir duttu beint í þessa gryfju rökfræðivill- unnar og Samfylkingin lætur það yfir sig ganga. Það að frjálshyggj- an (sem var í raun ólígarkismi) hafi riðið hér öllu á slig þýðir ekki að argasta vinstra-afturhald sé rétta leiðin. Í stað þess að banna aug- lýsingar á pilsner eigum við ein- mitt að stíga í hina áttina og aflétta fráleitu banni við bjórauglýsing- um. Ögmundur! Það er þess vegna sem kjósendur eru farnir að gefa auga arkítektum og aðalverktökum hrunsins – Sjálfstæðisflokknum. Farið er að slá í söng Steingríms Joð um að fylgistap hafi verið óhjákvæmilegt vegna hinna erf- iðu aðgerða sem stjórnin þarf að standa í. Allir vita að þetta er erfið staða! Fólk er að mótmæla aðgerð- arleysinu en ekki aðgerðum sem engar eru. Stjórnarliðið fer í gal- inn flatan niðurskurð í stað þess að skilgreina hlutverk ríkisins og slá skjaldborg um hjúkkur, kennara og löggur. Í þessari röð. Og skera fitulögin í ofbólgnum ríkisrekstrin- um frá. Hvað höfum við til dæmis við Jafnréttisstofu á Akureyri að gera þegar verið er að róa lífróður til lands? Firringin gagnvart ríkis- rekstrinum er reyndar slík að mann setur hljóðan. Lilja Mósesdóttir segir að ekkert þýði að segja upp (óþörfum) ríkisstarfsmönnum því þá fjölgi bara atvinnulausum! *PC vísar til þess sem á ensku heitir Politically Correct sem hefur á íslensku verið kallað pólitískur rétttrúnaður. Lýðskrumandi PC-hérarTil að treysta stjórnvöldum - fimm grunnreglur Hvað þarf stjórnarskrá að segja til að við getum treyst fámennum hópi fólks fyrir stjórn- valdinu: löggjafar-, framkvæmd- ar- og dómsvaldi? Til að komast nær svari spurðu hvort þú treyst- ir öðrum en þínum stjórnmála- flokki (ef þú fylgir einhverjum) til að fara með stjórnvaldið án þess að fimm eftirfarandi grunnreglur séu festar í stjórnarskránni. 1. Valdheimildin skal vera skýrt afmörkuð svo ljóst sé hvort vald- hafar fara um fram hana. Ættu stjórnvöld að hafa vald til að gefa nýtingarétt á náttúruauðlindum þjóðarinnar eða að leigja þær út til margra kynslóða? Hafa tveir menn vald til að lýsa yfir stríði í nafni Íslands? 2. Valdinu skal dreifa svo að spilling eigi erfiðara uppdráttar og sé auðveldari að uppræta. Ætti sami hópurinn að hafa löggjafar- og framkvæmdarvald, ásamt því að skipa dómsvaldið og stilla upp í stjórnsýslunni? Ætti þjóðin að hafa vald til að setja mál í þjóð- aratkvæðagreiðslu? 3. Valdbeitingin skal vera gegn- sæ svo því verði ekki leynt þegar valdhafar fara umfram valdheim- ildir sínar. Er leynd yfir aðgerð- um stjórnvalda einhvern tíman mikilvægari fyrir þjóðina en gegnsæi til að fylgjast með mis- beitingu stjórnvaldsins? Ef svo er þá mun spilling eiga sér þar skjól. 4. Valdumboðið skal vera aft- urkallanlegt svo stöðva megi sem fyrst þá sem misfara með vald- heimildir sínar. Því skyldi þjóð- in ekki hafa rétt á að afturkalla valdumboð sitt með þjóðarat- kvæðagreiðslu þegar stjórnvöld misfara með valdið sem hún fól þeim? 5. Valdmisnotkun skal vera refsiverð svo valdhafar sjái síður hag sinn í að misfara með vald þjóðarinnar. Ef ákæruvaldið er skipað af framkvæmdarvaldinu er ólíklegt að það bíti húsbónd- ann. Því skyldi þjóðin ekki kjósa saksóknara sem gæti m.a. ákært fyrrverandi ráðherra og þing- menn fyrir misbeitingu valds- ins? Hverjum skal treysta? Hverjum er treystandi til að semja og samþykkja stjórnar- skrá sem best takmarkar og upprætir misbeitingu á valdi þjóðarinnar? Tillaga ríkisstjórn- arinnar er að fámennt stjórn- lagaþing (skipað fólki sem flest þarf fé og flokksvélar til að ná kosningu) ráðleggi stjórnvöldum hvernig reglur stjórnvöld skulu setja sjálfum sér. Tillaga Ragn- ars Aðalsteinssonar hæstarétt- arlögmanns, í Silfri Egils 22. mars 2009, er að fjölmennt úrtak allra Íslendinga skipi stjórnlaga- þing sem semur nýja stjórnar- skrá og setur í þjóðaratkvæða- greiðslu. Ég bið lesendur að festa sig ekki í flokkslínum. Spyrjið ykkur heldur hvoru stjórnlaga- þinginu treystið þið betur til að setja öllum framtíðar stjórnvöld- um traustari leikreglur. Ef þið treystið frekar löggefandi stjórn- lagaþingi þjóðarinnar en ráð- gefandi stjórnlagaþingi flokka og fjármagnseigenda, þrýstið þá á fólkið í flokkunum. Spyrjið spurninga. Ábyrgð grasrótar og áhrifafólks stjórnarflokkanna er hér mest. Stjórnarskrá til að byggja á Stjórnkerfið er einn hornsteina samfélagsins. Aðeins traust stjórnarskrá getur til lengri tíma takmarkað og upprætt spillingu stjórnkerfisins. Við getum ekki treyst á að gott fólk veljist í valda- stöður. Ef við kjósum að byggja aftur upp samfélag með slæma stjórnarskrá er öruggt að spill- ing í stjórnkerfinu mun rífa það niður á ný. Til að byggja til fram- tíðar þurfum við fyrst að spyrja: „Hvað þarf ný stjórnarskrá að segja til að takmarka og uppræta misbeitingu stjórnvaldsins?” og „Hverjum er best treystandi til að semja og samþykkja slíka stjórn- arskrá?“ Ný stjórnarskrá Jón Þór Ólafsson stjórnmálafræðingur Stjórnmál Jakob Bjarnar Grétarsson blaðamaður Hafðu samband
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.