Fréttablaðið - 03.06.2010, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 03.06.2010, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 3. júní 2010 25 Pólland, sótti um aðild að ESB árið 1994 og fékk aðild 2004, ásamt fleiri löndum Austur-Evrópu. Landið er fimmta stærsta ríki ESB, með um 39 milljónir íbúa. Undanfarið hefur Grikkland fengið mikla umfjöllun í fjölmiðl- um. Í umræðunni hefur því mun minna borið á þeim ríkjum ESB, þar sem vel hefur gengið. Pólland er einmitt eitt þessara ríkja. En hvern- ig hafa áhrif aðildar komið út fyrir Pólland? Í skýrslu sem gefin var út í fyrra eru áhrif aðildar á landið tekin saman. Hagvöxtur (vöxtur þjóðarfram- leiðslu frá ári til árs), jókst verulega í Póllandi eftir aðild, sökum auk- innar eftirspurnar og fjárfestinga. Árið 2007 var 6,6% hagvöxtur í Pól- landi, en að meðaltali var rúmlega fimm prósenta hagvöxtur á árunum 2003-2008. Á sama tímabili jókst framleiðni einnig umtalsvert, eða um 10% á sérstökum kvarða sem mælir slíkt. Framlög ESB úr ýmsum sjóðum sambandsins eru mikilvægur þáttur í þróun efnahagsmála í Póllandi og á tímabilinu 2004-2008 fengu Pól- verjar 14 milljarða evra frá ýmsum sjóðum/áætlunum ESB, umfram það sem þeir greiddu til sambandsins. Á tímabilinu 2007-2013 munu Pólverj- ar fá um 70 milljarða evra, sem m.a. á að nota til uppbyggingar á sviði samgöngu og umhverfismála, sem og almennrar atvinnuuppbygging- ar. Erlendar fjárfestingar hafa auk- ist verulega eftir aðild. Árið 2007 námu þær tæpum 17 milljörðum evra. Verslun og viðskipti hafa einn- ig aukist, eða um tæp 20% að magni til á ári frá aðild. Pólland er mikil landbúnaðarþjóð, en mikil andstaða kom frá bændum gegn aðild, rétt eins og hér á landi. Pólskir bændur voru meðal tekju- lægstu stétta í öllum fyrrverandi kommúnistaríkjum Evrópu fyrir aðild. Frá aðild hefur hins vegar mikið breyst, til hins betra. Framleiðni í pólskum landbúnaði var árið 2007 um 47% hærri en árið 2000 og útflutningur á pólskum landbún- aðarvörum jókst um 250% á árun- um 2003-2007. Innflutningur jókst á sama tímabili um 125%. Í frétt frá Warzaw Business Journal frá 10. maí sl. kemur fram að tekjur pólskra bænda hafi frá árinu 2000 aukist um 107%! Í grein frá AFP frá 2009 kemur fram að afstaða pólskra bænda hafi orðið mun jákvæðari. Margir þver- skallist þó við og fjárfesti ekki, en enn fleiri hafi notað stuðning frá ESB til að nútímavæða pólskan landbúnað. Eldri bændur hafa selt land (verð hækkaði) og því hafa pólsk býli stækkað. Pólskum bænd- um hefur fækkað, en þeir sem eftir eru, reka stærri bú og hafa meiri tekjur. Því eru pólskir bændur færri en fyrir aðild, en mun tekju- hærri. Á næstu árum mun stuðn- ingur við pólskan landbúnað auk- ast enn frekar. Tekið til í sjávarútvegi Hvað varðar fiskveiðar, þá þurftu Pólverjar að taka til á þeim bænum, skip hafa verið úrelt með áætlunum sem ESB hefur styrkt og veiðiget- an þar með minnkuð. Búist er við að floti Pólverja minnki enn frekar fram til 2013. Frá aðild hefur hins vegar verð- mæti fiskútflutnings aukist um 40%, en frá 2004-2007 jókst verð- mæti fiskútflutnings úr 442 millj- ónum dollara í 923 USD árið 2007. Innflutningur á fiski hefur einnig aukist, aðallega til fullvinnslu. Þetta hefur leitt til stórfelldrar þróunar á framleiðslutækni pólsks fiskiðnað- ar, sem hafði tvöfalt meiri tekjur árið 2008 en árið 2003. Gríðarlegt atvinnuleysi var í Pól- landi í byrjun aldarinnar, eða allt að 20%. Það tók að lækka eftir inn- göngu landsins í ESB, en hefur nú aftur aukist vegna fjármálakrepp- unnar. Nú um stundir er atvinnu- leysi í Póllandi um 10%. Búist er við að það lækki þegar líður á árið. Spáð er um 2,7% hagvexti í Póllandi í ár og 3,3% á næsta ári. Því gæti farið svo að atvinnuleysi minnki enn frekar í Póllandi á næsta ári. Fram kemur í skýrslunni að með aðild að ESB hafi í raun lokið ferli sem gert hefur fyrrverandi komm- únistaríkið Pólland að frjálsu mark- aðshagkerfi, sem nú sé reiðubúið að takast á við vaxandi samkeppni á alþjóðamörkuðum. Af þessu má draga þá ályktun að með aðild hafi Póllandi farnast mun betur en að standa fyrir utan ESB; „Með aðild hefur munurinn á Póllandi og öðrum leiðandi löndum álfunnar minnkað verulega,“ segir í skýrslunni. Í áðurnefndri grein AFP telur pólskur embættismað- ur að Pólland hafi þróunarlega séð tekið „risastökk“ með aðstoð frá ESB og það sé líka mjög að þakka yfirvöldum á sveitarstjórnarstig- inu, sem hafi nýtt sér aðild á mjög skilvirkan hátt. Samstaða um að nýta aðildina Hér hafa aðeins verið nefnd nokk- ur atriði úr skýrslunni sem ber heitið „Five years of Poland in the European Union“. Mun fleiri þætt- ir eru teknir fyrir í henni sem hafa haft mikla þýðingu fyrir Pólland, t.d. rannsóknar, og þróunarstarf, mennta og neytendamál. Þá eru hér ónefndir þættir eins og aukin pól- itísk áhrif Pólverja í gegnum aðild og bætt og gjörbreytt staða þeirra á alþjóðavettvangi og innan Evrópu. Greinileg samstaða er meðal Pólverja um að nýta sér aðildina til fulls, í þágu framfara fyrir pólsku þjóðina. Enda er mikill meirihluti Pólverja þeirrar skoðunar að land- ið eigi heima í ESB. Um þá gildir ef til vill vel orðatiltækið, „sá veldur, sem á heldur“. Höfundur er M.A. í stjórnmála- fræði og situr í stjórn Evrópusam- takanna. Áhrif ESB-aðildar í Póllandi Evrópumál Gunnar H. Ársælsson MA í stjórnmálafræði og stjórnarmaður í Evrópusamtökunum Erlendar fjárfestingar hafa aukist verulega eftir aðild. Árið 2007 námu þær tæpum 17 milljörðum Evra. AF NETINU Ýmsir og sumir Þorleifur [Gunnlaugsson] telur sig vera með réttlætið sín megin og um leið bæði siðferðið og heiðarleikann. En það er ekki heiðarlegt að ræða málin við fjölmiðlafólk og ekki félaga sína. Það er ekki heiðarlegt að axla ekki ábyrgð á því að hafa farið fram með röngum ásökunum gegn félög- um sínum. Og það er ekki heiðarlegt að skjóta fyrst og spyrja svo, eða í þessu tilfelli, skjóta í allar áttir og spyrja aldrei. Þorleifur getur ekki skákað í skjóli klofins þingflokks í þessu samhengi og hann getur ekki dregið fólk í dilka eftir eigin hentisemi. Hópurinn sem studdi Sóleyju Tómasdóttur í forvali VG hefur ekkert með þingflokksklofn- ing að gera. Sá hópur fór að öllu eftir reglum kjörstjórnar. Það veit Þorleifur og það þurfa allir félagar í VG að vita. smugan.is Halla Gunnarsdóttir Bara Ólaf Ragnar? Leikskáldið Jón Atli Jónasson hefur ákveðið að taka ekki við tilnefningum til Grímuverðlauna meðan Ólafur Ragnar er verndari verðlaunanna. Einhvern veginn þykir mér þetta nokkuð stutt skref . Er ekki ástæða til að staldra við ýmislegt annað og fleira í sambandi við hrunið? Var ekki stór hluti leikhúsfólks einnig klapp- stýrur Sjálfstæðisflokks, auðmanna og útrásarvíkinga? Hvað eigum við að gera við þau? Banna að tilnefna þau? Banna að þau séu kynnar? Banna þeim að mæta á hátíðina? Það eru margir möguleikar í stöðunni og um miklu fleira fólk að velja en Ólaf Ragnar einn. http://blog.eyjan.is/maria/ María Kristjánsdóttir Við viljum bjóða þér góða þjónustu alla daga og í því skyni höfum við sett upp reglulegar mælingar á þjónustu. Þjónustumæling leiðir í ljós þekkingu á þörfum viðskiptavina okkar, þekkingu á vörum bankans og viðmóti. Við tökum mið af því sem viðskiptavinir segja okkur og þannig getum við haldið áfram að gera betur. Við ætlum að gera betur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.