Fréttablaðið - 03.06.2010, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 03.06.2010, Blaðsíða 54
34 3. júní 2010 FIMMTUDAGUR BAKÞANKAR Ragnheiðar Tryggva- dóttur ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Varstu að öskra? Nei, nei, allt í góðu. Vá, skyrtan þín er næstum eins og nýstraujuð. Á mjög sérstök- um dögum vil ég ganga í fötum sem eru frekar ofarlega í fatahaugnum mínum. „Þegar stutt var liðið á stefnumótið fannst Rúnari eins og það gengi ekki alveg nógu vel“ Pabbi, geturðu stafað fyrir mig „kleinu- hringur“? „Kleinuhringur“ Já, það væri líka fínt ef þú gætir sýnt mér hvernig maður skrifar súkkulaði og mjólk. Og kannski líka kex og greipsafa. Nei, þetta er komið, takk pabbi. Af hverju varst þú að uppfæra innkaupalist- ann minn? Var það eitthvað fleira? Hey, þú, hvenær held- urðu að þú verðir búinn með matinn þinn? Þvílík bylting sem það hlýtur að hafa verið þegar fyrstu hreyfimyndirnar runnu fyrir augum áhorfenda snemma á tuttugustu öld. Dolfallnir hafa þeir starað á smækkaðar manneskjur sem trítluðu fram og aftur, svart/hvítar og hljóðlausar og hugsað með sér: „Allt er nú til!“ SVO voru sjónvarpstæki fundin upp. Þau urðu að almenningseign og fjölskyldan safnaðist saman fyrir framan sjónvarpið á síðkvöldum. Þó að tækin hafi þótt hálfgerð- ar töfravélar voru þau einföld að gerð, það þurfti bara tvo takka, kveikja- og hækka/ lækka takkann. Litirnir komu líka með árunum og fleiri takkar til að skipta um stöð. Þó að þeirra hafi ekki verið þörf hér á landi lengi framan af. SVO kom að því að ekki þurfti lengur að standa upp til að kveikja eða hækka í sjónvarpstækinu, tæknin hafði getið af sér fjarstýringuna. Undratæki sem breytti okkur áhorfend- um umsvifalaust í sófakartöfl- ur þegar ekki þurfti lengur að standa upp úr hægindunum heldur hægt að láta mata sig fyrirhafnarlaust á afþreying- unni. Þvílík þægindi. OG TÆKNIN hélt áfram að vinda upp á sig, sjónvörpin stækkuðu, urðu flöt og takkarnir ósýnilegir snertiflet- ir. Dagskráin tók að streyma gegnum óra- víddir internetsins og alls kyns myndlyklar og módem urðu fastir fylgihlutir. EFTIR því sem tækninni hefur fleygt fram hefur þó orðið flóknara að horfa á sjónvarp- ið að mér finnst og þægindaþróunin fallið um sjálfa sig. Stöðvarnar eru orðnar ótelj- andi margar og valda valkvíða þar sem auð- vitað er margt sem gaman væri að horfa á í gangi á sama tíma. Nú er heldur ekki nóg að ýta bara á einn takka og horfa. Nettenging- in heima hjá mér á það til að detta út, mynd- lykillinn frýs oft og iðulega og fjarstýring- arnar, sem eru orðnar fleiri en ein, týnast allar margsinnis á einni kvöldstund. FJARSTÝRINGIN hefur líka löngu tapað hlutverki sínu að stjórna úr fjarlægð, því þegar ég á annað borð finn þær þarf að hamast á tökkunum alveg upp við sjónvarp- ið til ná mynd á tækið. Ekkert gerist svo oftar en ekki neyðist ég til að kippa lyklin- um úr sambandi og bíða meðan „myndlykill ræsir sig“ en það getur tekið drjúga stund. ÞÁTTURINN sem ég ætlaði að horfa á er þá langt kominn eða jafnvel búinn þegar loks- ins kemur mynd á sjónvarpsskrattann. Má ég þá heldur biðja um tveggja takka tækn- ina aftur, þar sem ég er hvort eð er löngu staðin upp úr sófanum. Tveggja takka tæknin Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Tryggðu þér miða á eina af rómuðustu sýningum Vesturports Takmarkaður sýningafjöldi Miðasala er hafin!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.