Fréttablaðið - 03.06.2010, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 03.06.2010, Blaðsíða 60
40 3. júní 2010 FIMMTUDAGUR tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Aðdáendur Rolling Stones hafa lengi beðið eftir nýrri og endurhljóð- blandaðri útgáfu af Exile On Main Street. Hún kom loks á markað fyrir hálfum mánuði og fór á toppinn í Bretlandi, í annað sætið í Bandaríkjunum og situr þegar þetta er skrifað í öðru sæti á sameiginlegum lista Evrópu- landanna. Það verður að teljast gott fyrir 38 ára gamla plötu. Þó að Exile On Main Street hafi undanfarin ár verið talin ein af bestu plötum Rolling Sto- nes þá var það ekki málið þegar hún kom fyrst út í maímánuði 1972. Hún fékk mjög misjafna dóma. Exile On Main Street var tvöfalt 18 laga albúm og sumum Stones-aðdáendum, sem voru enn í stuði eftir smella-hlaðnar plötur eins og Let it Bleed og Sticky Fingers, þótti hana skorta þessa dæmigerðu Stones-slagara. Þegar þeir fóru hins vegar að hlusta betur komust þeir að því að heilsteyptari og bragðmeiri Stones-plötu er erfitt að finna. Lögin á Exile er mörg djammkennd grúv sem hlaðin hafa verið rödd- um og sólóum. Það er rokk á plötunni, en líka kántrí, sálartónlist, blús og gospel. Það tekur meiri tíma að falla fyrir henni heldur en öðrum Stones-plötum, en hún endist líka lengur í spilaranum. Nýja útgáfan af Exile On Main Street kemur í nokkrum mismun- andi afbrigðum. Það er hægt að fá hana einfalda og án aukalaga. Það er hægt að fá tvöfalda útgáfu sem inniheldur ellefu laga aukadisk með upptökum sem eru ýmist sjaldheyrðar eða áður óútgefnar. Og svo er líka ofurútgáfa í boði fyrir þá sem vilja taka 2007 á þetta. Í þeim pakka, sem kostar um hundrað pund, eru diskarnir tveir, tvöföld vín- ylplata, DVD-diskur með nýrri heimildarmynd sem heitir Stones in Exile, bók, myndir og fleira. Meistaraverk fær viðeigandi búning EXILE ON MAIN STREET Nýja útgáfan af Exile On Main Street þykir afbragð. > Í SPILARANUM Ljótu hálfvitarnir Tame Impala - Innerspeaker Deep Jimi and the Zep Creams - Better When We´re Dead Johnny Stronghands - Good People Of Mine DEEP JIMI AND THE ZEP CREAMS TAME IMPALA ■ Irene Cara flutti lagið Flashdance... What a Feeling sem var samið af henni, Giorgio Moroder og Keith Forsey fyrir kvikmyndina Flashdance. ■ Höfundarnir fengu bæði Óskars- og Golden Globe-verðlaunin fyrir lagið árið 1984. ■ Lagið fór hins vegar hæst í annað sæti í Bretlandi. Þar var við ofurefli að etja; Rod Stewart var á toppn- um með lagið Baby Jane. ■ Orðið Flashdance kemur aldrei fyrir í textanum, sem var saminn af Irene Cara á leiðinni í hljóðver þar sem lagið var tekið upp. ■ Apple notaði lagið í hvatningarmyndbandi fyrir starfsmenn sína árið 1983. Textanum var þá breytt úr „What a Feeling“ í „We are Apple“. ■ Irene Cara er 51 árs í dag og syngur með hljómsveitinni Hot Caramel, sem hefur ekki náð teljandi vinsældum. ■ Hún kom fram í raunveruleikaþætt- inum Gone Country í fyrra. Þar reyna söngvarar sem mega muna sinn fífil fegurri fyrir sér í að verða kántrísöngv- arar. ■ Cara hætti í þættinum, en Sebastian Bach, fyrrverandi söngvari þungarokkshljómsveit- arinnar Skid Row, sigraði. TÍMAVÉLIN IRENE CARA NÆR HÁPUNKTI FERILS SÍNS What a Feeling á toppinn > Plata vikunnar Pollapönk - Meira pollapönk ★★★★ „Beintengt barnapönk“. - kg Rapparinn Kanye West og rokk- ararnir í Rage Against the Mach- ine eru hluti af hópi tónlistar- manna sem ætlar að sniðganga ríkið Arizona í Bandaríkjunum. Ástæðan er sú að nýlega voru samþykktar breytingar á innflytj- endalögum ríkisins sem Kanye og félögum þykja síður en svo hlið- holl innflytjendum. Telja þeir að um skýlaust brot á mannrétt- indum sé að ræða. „Sumir okkar ólust upp við kynþáttamisrétti en þessi lög eru algjör hneisa hvað þessi málefni varðar,“ sagði Zach de la Rocha, söngvari Rage Aga- inst the Machine og bætti við: „Við ætlum að sniðganga Ariz- ona.“ Á meðal annarra flytjenda sem neita að spila í ríkinu eru Cypress Hill, Mass- ive Attack og Serj Tank- ian, söngv- ari System of a Down. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur einnig sett spurningarmerki við lögin, sem eiga að taka gildi í lok júlí. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Rage Against The Machine lætur heyra í sér á stjórnmálasviðinu. Sveitin hefur til að mynda gagn- rýnt Íraksstríðið harðlega und- anfarin ár. Neita að spila í Arizona-ríki Bandaríska blúsrokkdúóið The Black Keys sendi á dögunum frá sér sína sjöttu hljóðversplötu, Brothers. Danger Mouse annaðist upptökur á fyrsta smáskífu- laginu, Thighten Up. The Black Keys samanstendur af gítarleikaranum og söngvaranum Dan Auerback og trommaranum Patrick Carney sem eru báðir um þrítugt. Sveitin var stofnuð í borginni Akron í Ohio árið 2001 og gaf út sína fyrstu plötu, The Big Come Up, ári síðar. Hrátt og einfalt blús- rokkið í anda áttunda áratugar- ins vakti athygli og einnig sú stað- reynd að einungis var notaður gítar og trommur við upptökurnar, auk hljómborðs stöku sinnum. Óvenju þroskuð blúsrödd Auerbachs þótti hæfa tónlistinni vel, þar sem Jimi Hendrix og James Brown voru á meðal áhrifavalda. Sveitin hefur einnig ítrekað verið nefnd í sömu andrá og blúsrokkdúettinn The White Stripes, sem kemur alls ekki á óvart. The Black Keys gerði samning við útgáfufyrirtækið Fat Poss- um og gaf skömmu síðar út sína aðra plötu, Thickfreakness, sem var tekin upp í fjórtán tíma sam- felldri lotu í kjallaranum heima hjá Carney. Næsta plata, Rubber Fact- ory sem var tekin upp í yfirgefinni verksmiðju, kom út 2004 og fékk mjög góðar viðtökur. Vegur The Black Keys óx smám saman og hjálpaði þar til dugnaður þeirra við tónleikahald. Árið 2006 kom næsta plata út, The Magic Potion, og tveimur árum síðar leit sú fimmta dagsins ljós, Attack & Release. Þar var upptökustjóri enginn annar en Danger Mouse úr Gnarls Barkley sem hefur unnið með stórlöxum á borð við Gorillaz og Beck. Nýja platan, Brothers, kom síðan út fyrir skömmu og tók Danger Mouse þátt í upptökum á fyrsta smáskífulaginu Thighten Up. Plat- an fór beint í þriðja sæti Billboard- breiðskífulistans í Bandaríkjunum, sem er besti árangur The Black Keys til þessa. „Fram að gerð þess- arar plötu höfðum við Dan þrosk- ast mikið sem einstaklingar og tónlistarmenn. Við höfum gengið í gegnum ýmislegt sem hefur reynt á samband okkar en á endanum þá erum við bræður og ég held að lögin á plötunni endurspegli það,“ sagði Carney. Tónlist hljómsveitarinnar hefur verið ákaflega vinsæl í bandarísk- um sjónvarpsþáttum og kvikmynd- um í gegnum árin. Þannig hefur lagið I´ll Be Your Man af fyrstu plöt- unni The Big Come Up verið notað sem aðallag sjónvarpsþáttanna Hung. Lög sveitarinnar hafa einnig heyrst í þáttum á borð við The O.C., Entourage, Rescue Me og One Tree Hill, auk kvikmyndanna School of Rock, RocknRolla og Zombieland. Það verður nóg að gera hjá The Black Keys í sumar við að fylgja plötunni eftir og á meðal viðkomu- staða verða tónlistarhátíðirnar Glastonbury, Rock Werchter, T in the Park og Lollapalooza. freyr@frettabladid.is Blúsbræður í blíðu og stríðu THE BLACK KEYS Bandarísku blúsrokkararnir í The Black Keys hafa sent frá sér sína sjöttu hljóðversplötu, Brothers. NORDICPHOTOS/GETTY The Kills - Keep On The Mean Side (2003) Fyrsta plata The Kills var tekin upp í sama hljóðveri og The White Stripes tók upp Elephant. Forsprakkinn Alison Mosshart í hörkustuði. ÞRJÁR PLÖTUR SEM LÍKJAST THE BLACK KEYS The White Stripes - De Stijl (2000) Önnur plata The White Stripes sem kom sveitinni rækilega á kortið. Blúsrokk í hæsta gæðaflokki. The Jimi Hendrix Experience - Are You Experi- enced (1967) Fimmtánda besta plata allra tíma samkvæmt Rolling Stone. Jimi Hendrix fer á kostum í blús- uðu gítarrokki sínu. KANYE WEST Rapparinn ætlar ekki að spila í Arizona á næstunni. Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 9-17. óðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn... Blaðberinn bíður þín
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.