Fréttablaðið - 03.06.2010, Blaðsíða 67

Fréttablaðið - 03.06.2010, Blaðsíða 67
FIMMTUDAGUR 3. júní 2010 47 Yoko Ono, ekkja Bítilsins Johns Lennon, vonar að hljómsveitin Oasis muni koma aftur saman. Sveitin hætti fyrir nokkru eftir hávaðarifrildi bræðranna Liams og Noels Gallagher. Síðan þá hafa þeir ekki talast við. „Ég elska Oasis. Við þurfum á góðu afli eins og þeim að halda. Þessi góðmennska skín í gegn í lögunum þeirra. Vonandi eiga þeir eftir að gera fleiri plötur,“ sagði hún. Oasis hefur oft verið líkt við Bítlana og sjálfir hafa Gallagher- bræðurnir oft lýst yfir aðdáun sinni á hljómsveitinni. Yoko hefur einnig tjáð sig um mögulegt samstarf við hljómsveitina The Flam- ing Lips. Sveitin gerði nýja útgáfu af lagi hennar Cambridge 1969 á plötunni Yes, I´m A Witch sem kom út 2007. „Ég er mikill aðdáandi þeirra. Von- andi getum við starf- að saman í framtíðinni,“ sagði hún. Vill að Oasis komi saman aftur Leikarinn Leonardo DiCaprio sást nýverið í skart- gripaverslun í Beverly Hills þar sem hann skoðaði trúlofunarhringa. „Hann vildi skoða fimm karata demantstrúlofunarhringa. Hann virtist ekki geta ákveðið sig. Hann sagðist ætla að mæta aftur með móður sína til að fá hennar ráð- leggingar,“ sagði heimildarmaður. DiCaprio er að hitta ísraelsku fyrirsætuna Bar Refa- eli. Þau hættu saman í fyrra eftir fjögurra ára samband en á síðasta ári tóku þau aftur saman. Orðrómur hefur verið uppi um að þau ætli að ganga upp að altarinu og svo virðist sem hann hafi verið á rökum reist- ur. Stutt er síðan þau byrjuðu að búa saman og greinilegt að hlutirnir eru á réttri leið hjá þessu fallega pari. Skoðaði hringa Skoska poppsveitin Belle & Sebastian er á leið í tónleikaferð um heiminn sem hefst í Finn- landi 11. júlí. Meðal fleiri við- komustaða eru Spánn, Japan, Bandaríkin, Bretland og Mexíkó. Þetta verður fyrsta tónleikaferð sveitarinnar um Norður-Amer- íku frá árinu 2006. Ný plata frá Belle & Sebastian er á lokastigi, sem verður fyrsta hljóðversplat- an síðan The Life Pursuit kom út 2006 við góðar undirtektir. Liðsmenn sveitarinnar eru þessa dagana að semja lög í Glasgow og einnig að taka upp í Los Angeles. Tónleikaferð um heiminn BELLE AND SEBASTIAN Skoska popp- sveitin er á leiðinni í tónleikaferð um heiminn. YOKO ONO Yoko vill að Oasis komi saman aftur og geri nýja plötu. DICAPRIO Leik- arinn skoðaði trúlofunarhringa í Beverly Hills. LIAM Liam Gallagher talar ekki við bróður sinn Noel. Mariah Carey á von á barni. Þetta kemur fram á fréttamiðl- inum Radar Online, sem hefur þetta eftir heimildarmanni sem ku vera tengdur Carey og eigin- manni hennar, skemmtikraftin- um Nick Cannon. Carey og Cannon endurnýjuðu hjúskaparheitið í maí þannig að nýjustu fréttir af hjónakornunum koma ekki á óvart. „Þau eru bæði mjög spennt og ham- ingjusöm,“ er haft eftir heimildar- manninum. Fjöl- miðlafulltrúi Carey neitar ekki frétt- inni og sagði í sam- tali við Radar að hún hefði ekki leyfi til að ræða per- sónuleg mál- efni Mariuh Carey að svo stöddu. „Mari- ah og Nick vilja halda þungun- inni leyndri eins lengi og þau geta,“ sagði heimildar- maðurinn enn fremur. Carey ólétt VERÐANDI MAMMA Mariah Carey og Nick Cannon eiga von á barni sam- kvæmt fréttamiðl- inum Radar Online.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.