Fréttablaðið - 03.06.2010, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 03.06.2010, Blaðsíða 70
50 3. júní 2010 FIMMTUDAGUR sport@frettabladid.is 8 DAGAR Í HM FÓTBOLTI Valsmaðurinn Danni König er leikmaður 5. umferð- ar að mati Fréttablaðsins. Hann skoraði tvö mörk í 5-2 sigri Vals á Fylki og er nú markahæsti leik- maður deildarinnar með fjögur mörk í fimm leikjum. König gekk í raðir Vals frá Randers í Dan- mörku og hann sér ekki eftir því að hafa valið að spila knattspyrnu á Íslandi. „Þetta hefur verið mjög jákvæð reynsla,“ segir hann í samtali við Fréttablaðið. „Hér er allt miklu betra en ég bjóst við – bæði aðstæður og knattspyrnan sjálf. Öll liðin í deildinni eru góð og engin verulega slæm lið. Þetta er jöfn deild og það er jákvætt.“ Hann segir að honum hafi verið mjög vel tekið hjá Val. „Hér hafa allir hugsað mjög vel um mig – liðsfélagar, þjálfarinn og allir aðrir í kringum liðið. Mér líður því mjög vel.“ König segir enn fremur að honum hafi sífellt gengið betur að aðlagast leik liðsins eftir því sem líður á. „Þetta var svolítið stirt í byrjun og þá sérstaklega í fyrstu leikjum mínum á undir- búningstímabilinu. Ég þurfti að fá að kynnast liðsfélögunum og þeir mér. En þetta hefur orðið betra með hverjum leiknum sem er mjög gott. Gegn Fylki skoraði ég tvö góð skallamörk og ég er mjög ánægður með það,“ segir hann. „En ég verð líka að hrósa mínum félögum í Val. Martin [Pedersen] og Arnar Sveinn [Geirsson] gáfu góðar sendingar á mig í mörkun- um enda spilar enginn vel nema liðið sjálft spili vel.“ Hann þekkti ekki mikið til íslenska boltans áður en hann kom hingað en þekkti þó til leikmanna sem hafa spilað hér. „Bo Henriksen þjálfaði mig hjá Brönshöj en hann spilaði nú með Val á sínum tíma. Svo þekki ég líka Hans Mathiesen sem spilaði með Fram og Keflavík. Ég gat því ráðfært mig við þá.“ König var síðast á mála hjá Randers. „Þar fékk ég ekkert að spila. Ég áleit það því góðan mögu- leika að koma hingað til að fá að spila og sýna mig. Umboðsmaður- inn minn sagði mér að það væri vel fylgst með íslenska boltanum og því tel ég að þetta sé gott tæki- færi fyrir mig. Ég lít alls ekki svo á að ég hafi verið að gefast upp á danska boltanum með því að koma til Íslands – þvert á móti. Fyrst þjálfarinn hjá Randers vildi ekki nota mig gat þetta ekki orðið verra fyrir mig. Ég held því að það hafi verið góður kostur fyrir mig að ganga til liðs við Val,“ segir hann. König er samningsbundinn Val út árið og hlakkar til átakanna í sumar. „Það væri frábært ef okkur tekst að halda áfram á þessari braut og við náum að blanda okkur í titilbaráttuna fyrir alvöru. Núna er ég ánægður hjá Val og vil ekki hugsa um neitt annað en næsta leik. Við erum komnir á gott skrið og ef ég held áfram að skora þá höldum við áfram að vinna leiki.“ eirikur@frettabladid.is Vinnum ef ég held áfram að skora Valsarinn Danni König er maður 5. umferðar Pepsi-deildar karla að mati Fréttablaðsins. Hann skoraði tvö mörk í 5-1 sigri Vals á Fylki á mánudagskvöldið og er nú markahæsti maður deildarinnar með fjögur mörk. DANIRNIR Í VAL Danni König og Martin Pedersen áttu góðan leik gegn Fylki á mánu- daginn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Lið 5. umferðar (3-5-2) Markvörður: Albert Sævarsson, ÍBV Varnarmenn: James Hurst, ÍBV Guðmundur Viðar Mete, Haukum Tryggvi Sveinn Bjarnason, Stjörnunni Miðvallarleikmenn: Martin Pedersen, Val Haukur Páll Sigurðsson, Val Hólmar Örn Rúnarsson, Keflavík Haukur Baldvinsson, Breiðabliki Hilmar Geir Eiðsson, Haukum Sóknarmenn: Danni König, Val Matthías Vilhjálmsson, FH FÓTBOLTI Skagamaðurinn Jóhannes Karl Guð- jónsson skrifaði í fyrradag undir tveggja ára samning við enska C-deildarliðið Hudders- field en hann lék síðast með Burnley í ensku úrvalsdeildinni. Samningur hans við Burnley átti að renna út í sumar en hann fékk sig lausan undan honum fyrr en áætlað var. „Mér stóðu fleiri kostir til boða en þegar Huddersfield kom til sögunnar leist mér það vel á félagið að ég ákvað að drífa mig í að skrifa undir,“ segir hann. „Mér leist bara langbest á þetta hjá þeim. Félagið sýndi mikinn áhuga á að fá mig og knattspyrnustjóri liðs- ins, Lee Clark, virðist vera toppná- ungi sem ætlar sér að koma þessu liði upp um deild.“ Hann segir það einnig mikilvægt að félagið búi við sterkan fjárhag. „Það eru fjölmörg félög á Englandi sem eiga í miklum rekstrarerfiðleik- um og enn fleiri sem eru að skera niður. Stjórn- arformaður Huddersfield er hins vegar afar vel stæður og félagið er skuldlaust. Þá er völlur félagsins stór og flottur og mikið af áhorfend- um á leikjum liðsins. Þetta er stærri klúbbur en margir halda,“ segir Jóhannes Karl. Hann hefur nú verið í atvinnumennskunni síðan 1998 og á þeim tíma hefur hann leikið með níu félögum í þremur löndum. Hann segir að þessi reynsla muni koma sér til góða. „Þjálfarinn vill fá meiri reynslu inn á miðjuna því liðið er ungt. Það vantaði lítið upp á að liðið kæmist upp um deild og ég vona að ég geti hjálpað til í þeirri baráttu,“ segir Jóhannes Karl sem er nú að fara að spila í ensku C-deildinni í fyrsta sinn. „Það er ágætt að fá að prófa það líka og ég set það alls ekki fyrir mig. Ég vona bara að tímabilið verði skemmtilegt og ég hlakka til að takast á við nýjar áskoranir.“ Það vakti athygli þegar Jóhannes Karl var settur í tveggja vikna launalaust leyfi hjá Burnley undir lok síðasta tímabils vegna ummæla sem hann lét falla á vefsíðunni Fót- bolti.net. Það leiddi svo til þess að hann losnaði fyrr undan samningnum sínum við félagið en áætlað var. „Ég fékk reyndar aldrei beinlínis að heyra það frá neinum en ég tel afar ólík- legt að það hafi hjálpað mér mikið þegar ég var að leita mér að nýju félagi,“ segir hann um þetta. „Ef ég hefði vitað fyrirfram að þessi ummæli myndu rata í ensku press- una hefði ég sjálfsagt aldrei látið þetta út úr mér. En maður lærir af þessu eins og öðru.“ - esá Jóhannes Karl Guðjónsson gerði tveggja ára samning við Huddersfield: Stærri klúbbur en margir halda JÓHANNES KARL Hér í leik með Burnley í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. NORDIC PHOTOS/GETTY Heimsmeistarar hafa ekki náð að verja titilinn síðan Brasilíumenn afrekuðu það á HM í Chile 1962. Brasil- íumenn höfðu titilinn í Svíþjóð fjórum árum áður. Ítalir unnu tvisvar í röð í tveimur síðustu keppnunum fyrir seinni heimsstyrjöldina (HM 1934 og 1938) og Úrúgvæ vann titilinn í fyrstu tveimur HM sem þjóðin tók þátt í (1930 og 1950). Heimsmeist- arar Úrúgvæ frá 1930 tóku ekki þátt í næstum tveimur HM-keppnum á eftir. Hanna Guðrún Stefánsdóttir og félagar í íslenska kvennalandsliðinu í handbolta tryggðu sér sæti í lokakeppni EM um síðustu helgi. Hanna skoraði 17 mörk í síðustu tveimur leikjum íslenska liðsins en það vissu færri að hún gerði það þrátt fyrir að hafa líklega verið með rifinn liðþófa. „Ég gæti trúað því að ég hafi rifið liðþóf- ann í byrjuninni á Frakkaleiknum þegar ég rann til á dúknum. Ég er á leiðinni í skoðun. Þess vegna haltraði maður pínu en samt ekkert mikið. Ég hljóp alveg mína spretti,” sagði Hanna sem skoraði 13 mörk í leiknum. „Þegar draumurinn er til staðar og maður ætlar sér eitthvað þá fer maður alla leið. Það þýðir ekkert væl. Ég reyndi bara að gleyma þessu og þegar adrenalínið var komið á fullt í leiknum þá tókst það,“ segir Hanna sem var markahæsti leikmaður íslenska liðsins í undankeppninni með 56 mörk í 6 leikjum. Hanna var búin að bíða einna lengst af öllum í lið- inu eftir að komast á stórmót. „Þetta var bara snilld. Ég vissi ekki hvað ég átti að gera eftir leikinn, hvort ég ætti að grenja eða öskra. Ég stóð bara í smástund og vissi ekkert hvað ég átti að gera,“ segir Hanna sem missti þó eiginlega af sigurstundinni með íslenska liðinu. „Ég var mest svekkt yfir því að ég var tekin í lyfjapróf strax eftir leikinn og við fórum beint inn í einhvern búningsklefa. Svo heyrði ég bara í stelpunum öskra og syngja inn í klefa. Ég hitti þær síðan ekki fyrr en einum og hálfum tíma seinna þegar ég var búin að klára þetta lyfjapróf. Þá hitti ég þær loksins og fékk að fagna með þeim,“ segir Hanna. Hanna hefur ekki áhyggjur af að þessi meiðsli trufli hana í undirbúningnum fyrir næsta tímabil. „Ég kalla þetta bara smámeiðsli eftir að ég fór í gegnum það að brjóta á mér bakið. Ég verð alveg klár í haust. Ég hlýði öllum skipunum, æfi vel og styrki mig vel og þá er þetta komið,“ sagði Hanna. HANNA GUÐRÚN STEFÁNSDÓTTIR: SPILAÐI MEÐ RIFINN LIÐÞÓFA Í LEIKJUNUM Á MÓTI FRAKKLANDI OG AUSTURRÍKI Heyrði bara í stelpunum öskra og syngja inn í klefa HANDBOLTI Saed Hasanefendic, þjálfari Gummersbach, var val- inn þjálfari ársins í þýsku úrvals- deildinni í handbolta og hafði hann dágóða forystu á Alfreð Gíslason hjá Kiel sem varð annar í kjörinu. Undir stjórn Hasanefend- ic varð Gummersbach Evrópu- meistari bikarhafa í vor en liðið er nú í sjötta sæti deildarinnar. Kiel er í efsta sæti og á titilinn vísan auk þess sem liðið varð um helgina Evrópumeistari eftir sigur í Meistaradeild Evrópu þar sem liðið lagði spænsku risana Ciudad Real og Barcelona. Gummersbach vann þó Kiel í fjórðungsúrslitum þýsku bikar- keppninnar í febrúar síðastliðn- um en tapaði svo fyrir Rhein- Neckar Löwen í undanúrslitum. Róbert Gunnarsson leikur með Gummersbach og Aron Pálmars- son með Kiel. - esá Þýski handboltinn: Alfreð ekki þjálfari ársins ALFREÐ GÍSLASON Hefur náð frábærum árangri með Kiel en var þó ekki valinn þjálfari ársins í þýsku úrvalsdeildinni. NORDIC PHOTOS/BONGARTS KÖRFUBOLTI Úrslitaeinvígi LA Lakers og Boston Celtics hefst í nótt en allir leikirnir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þetta er í tólfta skiptið sem þessi sigursælustu félög í sögu NBA mætast í úrslitaeinvíginu. Lakers á harma að hefna, ekki aðeins fyrir að hafa tapað 9 af þessum 11 úrslitaeinvígum held- ur einnig fyrir tapið í úrslitun- um fyrir tveimur árum þegar Boston-vörnin slökkti hreinlega á Kobe Bryant, vann einvígið 4-2 og lokaleikinn með 39 stiga mun. „Við skulum sjá hversu mikið við höfum þroskast. Þetta var besta vörnin sem ég hef lent í í úrslitakeppni,“ sagði Kobe um umrædd einvígi. Það var 17. meistaratitill Boston en Lakers vann sinn fimmtánda þegar liðið tryggði sér titilinn í fyrra og þá fór Kobe á kostum. - óój Úrslitaeinvígi Lakers og Celtics: Byrjar í kvöld TVEIMUR ÁRUM SEINNA Boston fór illa með Lakers 2008. MYND/GETTYIMAGES FÓTBOLTI Ingólfur Sigurðsson er aftur á leið til hollenska félagsins Heerenveen þar sem hann var í eitt ár, frá 2007 til 2008. Heer- enveen hefur komist að sam- komulagi við KR um kaupverð en Ingólfur á sjálfur eftir að semja um kaup og kjör við Hollending- ana. Þetta staðfesti umboðsmað- ur hans, Ólafur Garðarsson, við Fréttablaðið. Ingólfur er sautján ára gamall og þykir einn efnilegasti leik- maður sem Ísland á í dag. Hann hefur hins vegar ekkert fengið að spreyta sig með KR á tímabil- inu til þessa en hann skoraði eitt mark í þremur leikjum á síðasta tímabili. - esá Ingólfur Sigurðsson á leið út: Heerenveen og KR náðu saman
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.