Fréttablaðið - 03.06.2010, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 03.06.2010, Blaðsíða 72
52 3. júní 2010 FIMMTUDAGUR VISA-bikarkeppni karla: ÍBV - KR 0-1 0-1 Kjartan Henry Finnbogason (54.) Fram - ÍR 2-1 1-0 Ívar Björnsson (38.), 2-0 Ívar Björnsson (49.), 2-1 Guðjón Gunnarsson (90.+3.) Fjarðabyggð - Njarðvík 3-2 (2-2) Eftir framlengingu. BÍ/Bolungarvík - Völsungur 2-0 Víkingur R. - Sindri 7-0 KB - Víkingur Ó. 0-1 KA - HK 3-2 (2-2) Eftir framlengingu LEIKIR KVÖLDSINS Valur - Afturelding kl. 19:15 Leiknir R. - Stjarnan kl. 19:15 Þróttur R. - Grótta kl. 19:15 Haukar - Fjölnir kl. 19:15 Víðir - Fylkir kl. 19:15 Grindavík - Þór kl. 19:15 Keflavík - KS/Leiftur kl. 19:15 ÍA - Selfoss kl. 19:15 Breiðablik - FH kl. 20:00 Vináttulandsleikir Zimbabwe - Brasilía 0-3 Grikkland - Paragvæ 0-2 Aserbaídsjan - Hondúras 0-0 Noregur - Úkraína 0-1 Rúmenía - Makedónía 0-1 Hvíta-Rússland - Svíþjóð 0-1 Albanía - Andorra 1-0 Serbía - Pólland 0-0 ÚRSLIT FÓTBOLTI Fabio Capello skrifaði í gær undir nýjan samning við enska knattspyrnusambandið sem tryggir að hann verður áfram í starfi fram yfir EM 2012 sem fer fram í Póllandi og Úkraínu. Gamli samningur- inn hafði sama gildis- tíma en í þeim nýja voru fjarlægðar klásúlur sem gerði báðum aðilum kleift að rifta samningnum eftir HM í sumar. „Ég vildi alltaf vera í starfi út minn samn- ingstíma,“ sagði Capello á heimasíðu enska knatt- spyrnusambandsins. „Við munum nú einbeita okkur að HM í Suður- Afríku.“ Capello hafði verið orðaður við stjóra- stöðuna hjá Inter á Ítalíu en nú er ljóst að hann fer ekki þangað eftir HM í sumar. - esá Fabio Capello tekur ekki við Inter í sumar: Stýrir Englandi áfram FÓTBOLTI Þóra B. Helgadóttir og félagar í LdB Malmö unnu í gær öruggan 4-1 sigur á nýliðum Tyr- esö í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Þóra lék allan leikinn í marki Malmö en Dóra Stefánsdóttir, liðsfélagi hennar, er enn frá vegna meiðsla. Malmö er enn taplaust eftir tíu leiki og er með fjögurra stiga for- ystu á toppi deildarinnar. Kristianstad, lið Elísabet- ar Gunnarsdóttur, tapaði fyrir núverandi meisturunum, Lin- köping, á útivelli, 3-0. Guðbjörg Gunnarsdóttir stóð í marki Djurgården sem tapaði í gær en fjórða Íslendingaliðið, Örebro, gerði markalaust jafntefli við Sunnanå. - esá Sænska úrvalsdeildin: Öruggur sigur hjá LdB Malmö GUÐBJÖRG OG ÞÓRA Báðar í eldlínunni í Svíþjóð í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON HANDBOLTI Þrír leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í gær. Kiel er enn á góðri leið með að verða Þýskalandsmeistari en liðið gjörsigraði Balingen í gær, 32-21. Aron Pálmarsson skoraði eitt mark í leiknum en Kiel getur með sigri á Grosswallstadt í lokaumferð deild- arinnar á laugardaginn tryggt sér þýska meistaratitilinn. Alfreð Gíslason er nú á öðru ári sínu með Kiel en hann varð meistari með liðinu á síðasta ári. Um síðustu helgi sigraði svo liðið í Meistaradeild Evrópu eftir sigur á Barcelona í úrslitaleik. Flensburg gulltryggði sér þriðja sæti deildarinnar með sigri á Lemgo í gær, 34-31. Alexander Pet- ersson skoraði fjögur mörk fyrir Flensburg og Vignir Svavarsson eitt fyrir Lemgo. Logi Geirsson var ekki í leikmannahópi síðar- nefnda liðsins. Rhein-Neckar Löwen á nú góðan möguleika á að tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leik- tíð eftir að Göppingen tapaði fyrir Gummersbach á útivelli í gær, 32-22. Göppingen hefði með sigri í gær komist upp í fjórða sætið á kostnað Löwen sem dugir nú sigur á Wetzlar í lokaumferðinni til að tryggja sér þátttöku í Meistara- deildinni ásamt Kiel, Hamburg og Flensburg. Róbert Gunnarsson skoraði fjögur mörk fyrir Gummersbach í leiknum í gær. Gummersbach er í sjötta sæti deildarinnar með 45 stig en Lemgo, Grosswallstadt og Füchse Berlin koma næst með 40 stig. Minden og Düsseldorf eru fall- in úr úrvalsdeildinni en Dormagen þarf að mæta annaðhvort B-deild- arliðunum Emsdetten eða Bergis- cher HC í umspili um sæti í þýsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. - esá Þrír leikir í þýska handboltanum í gær: Miklir yfirburðir Kiel DANIEL NARCISSE Var markahæstur hjá Kiel í gær með sex mörk ásamt Filip Jicha. NORDIC PHOTOS/BONGARTS FÓTBOLTI Enskir fjölmiðlar full- yrtu margir í gær að stjórn Liverpool hefði boðið Rafael Ben- itez þrjár milljónir punda fyrir að hætta sem knattspyrnustjóri hjá liðinu. Liðið varð í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar í vor og féll úr leik í riðlakeppni Meistara- deildar Evrópu á nýliðnu tímabili og vill stjórn félagsins að hann láti af störfum. Benitez skrifaði hins vegar undir fimm ára samning fyrir rúmu ári síðan og á samkvæmt honum rétt á sextán milljónum punda í skaðabætur verði hann rekinn. Þessar fregnir voru þó óstað- festar í gærkvöldi. - esá Enskir fjölmiðlar um Liverpool: Stjórnin vill að Benitez hætti RAFA BENITEZ Hefur verið orðaður við Inter á Ítalíu. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Fram er komið í 16-liða úrslit VISA-bikarkeppni karla eftir 2-1 sigur á 1. deildarliði ÍR á Laug- ardalsvelli í gær. Ívar Björnsson skoraði bæði mörk Fram í leiknum en Guðjón Gunnarsson minnkaði muninn fyrir Breiðhyltinga undir lok leiksins. Aðstæður til knattspyrnuiðkun- ar voru til fyrirmyndar í Laugar- dalnum þegar Fram mætti ÍR í 32-liða úrslitum Visa-bikarkeppn- innar. Fram byrjaði leikinn betur, tók öll völd á miðjunni og skap- aði sér helling af færum. ÍR-ingar náðu ekki skoti að marki allan fyrri hálfleikinn og virtust hrein- lega ekki vera tilbúnir í leikinn. Framarar sóttu látlaust og brutu ísinn á 38. mínútu þegar Sam Tillen tók hornspyrnu sem Ívar Björnsson skallaði í netið. Staðan var því 1-0 í hálfleik en hún gaf þó ekki rétta mynd af leiknum enda Fram með yfirburði og hefði með réttu átt að klára leikinn í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikurinn fór einnig fjörlega af stað og strax á 49. mín- útu bætti Fram við marki. Almarr Ormarsson átti þá fallega sendingu inn á Ívar Björnsson sem kláraði færið af mikilli yfirvegun. „Við vorum afar kærulausir fyrir framan markið,“ sagði Ívar eftir leikinn. „Við sundurspiluð- um þá og létum þá hlaupa á eftir okkur. En þegar við komum inn í teig urðum við bara kærulaus- ir þar til við náðum að skora og brjóta ísinn.“ Eftir annað mark Fram kviknaði loks á ÍR-ingum. Davíð Már Stef- ánsson átti góðan leik á kantinum hjá ÍR og fór mikinn í sóknarleik liðsins. Á 89. mínútu náðu ÍR-ingar að minnka muninn með marki frá Guðjóni Gunnarssyni sem skoraði í autt netið eftir mikinn hamagang inn á teig Fram. Eftir það fjaraði leikurinn út og Fram því komið í 16-liða úrslit Visa-bikarsins. „Það eru vissulega vonbrigði að detta út úr bikarnum en við getum þá einbeitt okkur að deildinni frek- ar, það er auðvitað númer eitt hjá okkur,“ sagði Árni Freyr Guðna- son, fyrirliði ÍR-inga, svekktur eftir leikinn. „Það er meiri áhersla lögð á leikinn gegn Fjarðarbyggð á laugardaginn þó svo að það sé vissulega gaman að taka þátt í bikarkeppni. Auðvitað vildum við vera þar sem lengst.“ - es Fram komið áfram í 16-liða úrslit bikarkeppninnar eftir 2-1 sigur á ÍR: Ívar skaut Fram áfram í bikarnum FRAM ÁFRAM Almarr Ormarsson, leik- maður Fram, í baráttunni í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI KR vann í gær sinn fyrsta sigur á tímabilinu er liðið vann 1-0 sigur á ÍBV í 32- liða úrslitum VISA-bikarkeppni karla. Þetta var enn fremur fyrsti bikarsigur KR í Eyjum síðan 1989 en það var Kjartan Henry Finnbogason sem tryggði KR sigurinn með marki snemma í síðari hálfleik. Bæði lið gerðu breytingar á sínu liði frá síð- asta leik. Eyþór Helgi Birgisson kom aftur inn í lið ÍBV eftir að hafa tekið út leikbann og Grétar Sigfinnur Sigurðarson spilaði sinn fyrsta leik í sumar. Hann missti af upphafi tímabilsins vegna meiðsla og kom inn fyrir Viktor Bjarka Arnarsson. Leikurinn byrjaði af krafti en strax á 15. mínútu leit fyrsta færi leiksins ljós. Þar var að verki Eyþór Helgi eftir hornspyrnu James Hurst en Lars Ivar Moldsked varði glæsilega í marki ÍBV. Baldur Sigurðsson átti svo gott færi fyrir KR er hann skallaði að marki ÍBV en Albert Sæv- arsson, markvörður Eyjamanna, náði að verja með tilþrifum í slána. ÍBV varð svo fyrir áfalli á 36. mínútu þegar Andri Ólafsson þurfti að fara meiddur af velli og tók Yngvi Magnús Borgþórsson hans stöðu í liðinu. Staðan var því markalaus í hálfleik en eina mark leiksins kom fljótlega eftir að flautað var til leiks í þeim síðari. Sendingin kom inn í teig ÍBV frá vinstri kantinum og barst boltinn til Kjartans Henrys sem urðu á engin mistök og afgreiddi knöttinn laglega í netið. Albert kom engum vörnum við. Eyjamenn reyndu að jafna metin undir lokin og sóttu stíft að marki KR en án árangurs. „Við vorum að mér fannst sterkari aðilinn í leiknum,“ sagði Logi Ólafsson, þjálfari KR, sem var vitanlega ánægður með sigur sinna manna. „Varnarleikurinn var að smella vel saman. Við vissum að það yrði erfitt að koma á Hásteinsvöll og var það lykilatriði að hafa náð að spila vel í vörninni.“ Hann segir að sitt lið sé á réttri leið. „Það hefur verið góður stígandi í liðinu og þetta er nú annar leikurinn í röð þar sem við fengum ekki á okkur mark. Það er mikil framför,“ sagði Logi. Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, var að sama skapi óánægður með að hafa tapað á heimavelli og fallið úr leik í bikarkeppninni. „Það var einfaldlega greinilegur munur á þessum liðum. Við vorum að spila erfiðan leik fyrir þremur dögum síðan en þeir ekki. Ég er hundfúll og svekktur vegna þessa taps en leik- mennirnir eiga hrós skilið að hafa gefið allt sitt í leikinn. Við höfum að miklu leyti verið að keyra áfram á sama mannskapnum en margir okkar leikmanna voru einfaldlega með tóman tank undir lok leiksins.“ Alls fóru sjö leikir fram í 32-liða úrslitum VISA-bikarkeppni karla í gær. ÍBV er eina úrvalsdeildarliðið sem er fallið úr leik. Fjarðabyggð og KA þurftu fram- lengingar í sínum leikjum til að komast áfram í næstu leikjum. KA vann HK en Fjarðabyggð hafði betur gegn Njarðvík. Báðum leikj- um lyktaði með 3-2 sigri eftir að staðan var jöfn, 2-2, að loknum venjulegum leiktíma. Þá vann Víkingur frá Reykjavík öruggan 7-0 sigur á Sindra og Víking- ur frá Ólafsvík vann góðan 1-0 sigur á KB á útivelli. Þá hafði BÍ/Bolungarvík betur gegn Völsungi á heimavelli, 2-0. - vsh, esá Langþráður sigur hjá KR í Eyjum Kjartan Henry Finnbogason tryggði KR fyrsta sigurinn á tímabilinu er liðið bar sigurorð af ÍBV, 1-0, í 32- liða úrslitum VISA-bikarkeppni karla. Þetta var þar að auki fyrsti bikarsigur KR í Eyjum í 21 ár. ÞJÁLFARINN Logi Ólafsson var ánægður með sigurinn á ÍBV í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL KJARTAN HENRY FINNBOGASON Skoraði sigurmark KR í Vestmanna- eyjum í gær. FRÉTTBLAÐIÐ/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.