Fréttablaðið - 05.06.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 05.06.2010, Blaðsíða 16
16 5. júní 2010 LAUGARDAGUR SAMGÖNGUR Strandsiglingar eru álitlegur kostur fyrir vöruflutn- inga á Íslandi. Þetta er meginnið- urstaða skýrslu starfshóps sam- gönguráðuneytisins sem kynnt var í gær. Stungið er upp á þremur mögu- legum siglingaáætlunum í skýrsl- unni, en ein þeirra er talin sér- staklega álitleg. Sá kostur felur í sér siglingu á milli Reykjavík- ur og Akureyrar með viðkomu á Ísafirði. Hugsanlega væri einnig komið við á Sauðárkróki og Patr- eksfirði. Gert er ráð fyrir að slík sigling tæki fimm daga og senni- legt þykir að töluverður sparnað- ur fylgdi því að nota þessa flutn- ingsleið borið saman við flutninga á landi. Kristján L. Möller samgöngu- ráðherra sagði á blaðamannafundi sem haldinn var af þessu tilefni að til væru áhugasamir aðilar í land- inu sem hefðu mikið rætt við sig um strandsiglingar. Sagðist hann vonast til þess að einhver þeirra væri tilbúinn til að fara í verkefn- ið á markaðslegum forsendum en að hið opinbera þyrfti að huga að málinu með umhverfis- og umferð- aröryggismál í huga auk þess sem minna slit á vegum myndi að mati skýrsluhöfunda spara hinu opin- bera 200 milljónir á ári. Strandsiglingar á Íslandi lögðust af árið 2004 og mestallir þunga- flutningar fara nú fram með vöru- bílum. Rætt hefur verið um endur- upptöku þeirra allar götur síðan. Samgönguráðherra sagði í dag að skýrslan ætti að klára þá umræðu og vonaðist eftir að niðurstaðan yrði sú að þetta væri hægt. „Annað- hvort komum við strandsiglingum í gang núna eftir þessa skýrslu eða við viðurkennum bara að það sé ekki hægt.“ - mþl Starfshópur samgönguráðuneytisins skilar af sér skýrslu um strandsiglingar: Strandsiglingar álitlegur kostur til vöruflutninga ÁLITLEGUR KOSTUR Lagðir eru til vöru- flutningar milli Reykjavíkur og Akureyrar. SIGLT Á ÁNNI Þessir ballettklæddu nemendur tóku þátt í árlegri siglinga- keppni í borginni Tübingen í Þýska- landi í vikunni. NORDICPHOTOS/AFP Starfsmenntaráð auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna starfsmenntunar í atvinnulífinu, sbr. lög nr. 19/1992 um starfsmenntun í atvinnulífinu. Til úthlutunar eru 55 milljónir króna. Eingöngu er tekið við umsóknum á rafrænu formi. Umsóknir falli í annan hvorn flokkinn: Fræðsluverkefni sem stuðla að atvinnusköpun og fela í sér nýsköpun og þróun. Kostur er að um samstarf ólíkra aðila sé að ræða, t.d. frumkvöðla, framleiðenda og seljenda. Umsækjendur geta verið samstarfsklasar, félög og fyrirtæki og aðrir sem stunda sprotastarf. Þróunarverkefni á sviði fræðslu, ráðgjafar eða þjálfunar sem miða að því að vinna gegn neikvæðum áhrifum breytinga í kjölfar efnahagskreppu s.s. vegna breytinga á störfum, stöðu einstaklinga á vinnumarkaði og á starfsemi fyrirtækja og stofnana. Niðurstöður verkefna verða að hafa almenna skírskotun og geta yfirfærst á önnur svið. Gerð er krafa um samstarf við samtök atvinnurekenda og launafólks við gerð og framkvæmd viðkomandi verkefnis. Áhersla er lögð á að verkefni sem sótt er um styrk til séu vel undirbúin og umsóknir vandaðar. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Starfsmenntaráðs www.starfsmenntarad.is N NI R AP A KS AF O TS A G NIS L G U A Styrkir JAPAN, AP Japanska þingið kaus í gær Naoto Kan næsta forsætisráð- herra landsins. Forveri hans, Yukio Hatoyama, sagði af sér í vikunni þegar ljóst var orðið að honum tækist ekki að standa við stóru kosningaloforð- in, svo sem að losa íbúa eyj- unnar Okinawa við óvinsælan flugvöll Banda- ríkjahers. „Verkefni mitt er að byggja upp þessa þjóð að nýju,“ sagði Kan, sem var fjármálaráð- herra í stjórn Hatoyamas. Kan er 63 ára, hefur þótt yfir- lýsingaglaður, jafnvel kallaður lýðskrumari, en á langa reynslu að baki í stjórnmálum. Mikilvægasta verkefni Kans næstu vikurnar verður að endur- vekja traust almennings á stjórn- inni og stjórnarflokknum fyrir þingkosningar, sem haldnar verða í næsta mánuði. - gb Nýr forsætisráðherra í Japan: Þarf að endur- vekja traustið NAOTO KAN Auglýsingasími Allt sem þú þarft… VEÐUR „Hér er blæjalogn, milt og stillt veður, en dökkt yfir, aska á öllu. Ég sé aðeins sex hús, rétt niður í miðja næstu götu,“ segir Aðalheiður Sæmundsdóttir, íbúi á Hvolsvelli, í gærkvöld. Hún fer ekki úr húsi án grímu og þá aðeins inn í bíl. Hún segir ösk- una ná inn í hús þótt gluggar sé lokaðir. Öskumistur lá yfir öllu Suður- landi og suðvesturhorninu og náði inn í Borgarfjörð í gær. Á Suður- landi var skyggni lítið, minnst um hundrað metrar að talið var um miðjan dag á Hvolsvelli. Svif- ryksmengun fór þar í rúm 4.280 míkrógrömm á rúmmetra í gær. Heilsuverndarmörk eru fimmtíu míkrógrömm á rúmmetra. Frétta- stofa Stöðvar 2 sagði í gærkvöldi hætt við að öskumistur verði við- varandi vandamál í sumar, allt þar til snjóar í haust. Svifryksmengun á höfuðborg- arsvæðinu jafnaðist í gær á við mengun á gamlárskvöldi og fór skyggni niður í 1.500 metra. Svif- ryksmengun fór yfir 1.400 míkró- grömm á rúmmetra en var komin niður í 1.125 undir kvöld. Veðurstofan spáir austlægri átt í dag undir Eyjafjöllum og hvass- ast um tíu metrum á sekúndum. Þá má búast við minna öskufalli á höfuðborgarsvæðinu og stöku síð- degisskúrum. Ekki er þó útilokað að öskumistur verði yfir borginni þótt það verði sennilega eitthvað minna en í gær. - jab Skyggni lítið í dökku öskumistri á Suðurlandi: Búist við öskumistri yfir Reykjavík áfram REYKJAVÍK Í GÆR Öskumistur byrgði mönnum sýn í allan gærdag. Svifkryksmengun í borginni jafnaðist á við mengun á gamlárskvöldi. FRÉTTABLAÐIÐ PJETUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.