Fréttablaðið - 05.06.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 05.06.2010, Blaðsíða 18
18 5. júní 2010 LAUGARDAGUR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is greinar@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Forsætisráðherra sýndi sterkustu viðbrögðin við kosningaúrslitunum fyrir viku. Hún sagði þau marka endalok „fjórflokksins“. Það þýðir endalok hennar eigin flokks. Þrátt fyrir þetta afdráttarlausa sjálfsmat sá hún á hinn bóginn enga ástæðu til að axla ábyrgð á þeirri stöðu. Aðra ályktun er tæpast unnt að draga af þessari misvísun milli ummæla og athafna en þá að ráð- herrann hafi einfaldlega ekki meint neitt með viðbrögðum sínum. Þeim var ætlað að gilda fyrir eina svip- stund í sjónvarpi en ekki lengur. Ástæðulaust þótti að skýra út fyrir fólkinu í landinu daginn eftir hvers vegna engin ábyrgð fylgdi því sem sagt var. Þetta sýnir í hnotskurn að margir þeirra sem mestu máli skipta í íslenskri pólitík virðast lítið hafa lært af því sem gerst hefur. Þetta er líka vísbend- ing um að rík- isstjórnin ætli ekki að bregð- ast við kosninga- úrslitunum með nýrri stefnumörk- un af sinni hálfu eða með nýjum viðhorfum um breiðari pólitíska ábyrgð á endurreisn Íslands. Sigurvegarar kosninganna í Reykjavík fóru fram undir kjör- orðunum: „Alls konar fyrir aum- ingja.“ Þeir töldu Samfylkinguna besta fallna til samstarfs undir þeim merkjum. Lítill ágreiningur virðist vera um það. Stjórnmálafræðingar allra háskóla keppast nú við að ráða í hina dýpri merkingu kjörorðanna. Flestir virðast á einu máli um að þau beri vott um kímnigáfu. For- ystumenn Reykvíkinga hafa allir lofað því að verða skemmtilegri á nýju kjörtímabili. En var fólkið að biðja um skemmtilega stjórnmálamenn? Getur ekki eins verið að kosninga- úrslitin hafi verið ákall um stjórn- málamenn sem leggja meir upp úr ábyrgð en gríni og þrætubók? Stjórnmálamenn sem hafa eitt- hvað að segja og meina það sem þeir segja. Stjórnmálamenn sem kunna annað og meira en að gleypa vind almenningsálitsins. SPOTTIÐ ÞORSTEINN PÁLSSON AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR „Alls konar fyrir aumingja“ úrslit Reykjanesbær á eitt sam-merkt með Reykjanes-vitanum. Úrslitin þar eru ágætis leiðarljós í úfnum sjó við túlkun á niðurstöðum kosn- inganna með hliðsjón af landsmála- pólitíkinni. Hreinn meirihluti sjálfstæðis- manna hefur ráðið ríkjum í bæjar- félaginu í tvö kjörtímabil. Umsvif hafa verið mikil og fjárhagsþreng- ingar að sama skapi alvarlegar. Óvíst er að meirihlutinn hefði hald- ið ef fjárhagsmálefnin hefðu verið höfuðmál kosninganna. Hitamálið í Reykjanesbæ laut hins vegar að grundvallarvið- fangsefni landsmálapólitíkurinn- ar: Framkvæmd efnahagsáætlunar Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins um orkunýtingu, orkufrek- an iðnað og möguleika á að nýta erlent fjármagn eftir að auðlindir og orkuframleiðsla voru aðskilin. Hér höfðu frambjóðendur sjálf- stæðismanna skýra sýn. Frambjóð- endur Samfylkingar og VG voru á hinn bóginn fulltrúar hinnar dauðu handar ríkisvaldsins. Fólkið veit að án nýrrar fjárfestingar í atvinnu- málum skapast ekki ný störf og vel- ferðarkerfið verður ekki varið. Úrslitin í Reykjanesbæ réðust af því að frambjóðendur meirihlutans hagnýttu sér einfaldlega sterkan pólitískan vind með kröfum um verðmætasköpun. Á þessu mála- sviði er Samfylkingin hins vegar í fjötrum VG. Haldi samstarf ríkisstjórnar- flokkanna áfram í sama fari má draga þá ályktun af úrslitunum í Reykjanesbæ að við lok kjör- tímabilsins verði vindstrengurinn þaðan ríkjandi í flestum kjördæm- um landsins. Málefnalega eru þetta sterkustu skilaboð kosninganna. Lærdómurinn er þessi: Meðan forsætisráðherrann kallar eftir stjórnlagaþingi kallar fólkið eftir atvinnu. Reykjanesviti landsmálanna Fleira þarf til en orkufrekan iðnað svo verðmætasköpun eflist á ný. Rétt er að nefna tvö lykilverkefni í því sam- hengi: Eitt er að ná jöfnuði í rekstri rík- issjóðs. Það kallar á mikinn niður- skurð. Vinstri armur VG hefur nú hafnað því markmiði. Spurningin er: Ætlar forsætisráðherra að sitja áfram með því að friðmælast við þá sem þannig tala? Þá fer illa. Annað er að tryggja mesta mögu- lega stöðugleika í gjaldmiðilsmál- um. Sveigjanleiki krónunnar felldi fyrirtækin. Óbreytt ástand í þeim efnum verður hindrun í vegi end- urreisnar atvinnulífsins. Hvorki forsætisráðherrann né efnahags- ráðherrann vita hvort þeir eru að koma eða fara í þeim efnum. Þess vegna þora fáir að fjárfesta. Hin hliðin á þessum tveimur málum er afstaða stjórnarand- stöðuflokkanna. Hafa þeir skiln- ing og afl til að leysa þá hnúta sem fjötra ríkisstjórnarsamstarf- ið á þessum sviðum? Þó að stjórn- arandstöðuflokkarnir hafi kom- ist betur frá kosningunum nú en ríkisstjórnarflokkarnir losna þeir ekki við að svara þessum spurning- um áður en langt um líður. Standi þessi spurningamerki enn þegar gengið verður til alþingis- kosninga er eins víst að allt fari á sömu lund. Ódýr brandari verð- ur að dýru spaugi. Hætt er við að pólitíkin verði þá eins og Fimmta- tröð í tilfinningu Einars Ben.: „... uppgerðarasi og erindisleysa með dugnaðarfasi.“ „Erindisleysa með dugnaðarfasi“ Þ að er eitthvað skrýtið við samfélag sem vantar fólk í vinnu en er með marga á atvinnuleysisskrá,“ sagði Jón Ágúst Þorsteinsson, forstjóri Marorku, í samtali við Markaðinn, sérblað Fréttablaðsins um viðskipti, síð- astliðinn miðvikudag. Þar átti hann við að mörg fyrirtæki á sviði tækni og hönnunar vantar þjálfað starfsfólk sem er ekki til á íslenzkum vinnumark- aði. Jón Ágúst segir eitt til tvö þúsund störf verða til á ári í hug- verkaiðnaðinum sem nú standi undir fimmtungi af útflutnings- tekjum þjóðarinnar. Þar er átt við fyrirtæki eins og Marorku, Marel, Össur og mörg fleiri sem ganga vel og vaxa þrátt fyrir kreppu. Jón Ágúst bendir á að 28 milljörðum króna sé nú varið í atvinnuleysisbætur. Hann legg- ur til að peningunum verði að hluta til varið í að endurþjálfa fólk á atvinnuleysisskrá, þannig að hægt sé að koma því í ný störf í tækniiðnaði. Hann segir að hér sé að verða grundvallarbreyting; Ísland sé að breytast úr landi frumframleiðslu í sjávarútvegi og landbúnaði í tækniland. Í alþjóðlegum samanburði, sem einnig var birtur í Markaðnum á miðvikudaginn, kemur fram að Ísland er aftarlega á merinni meðal Vesturlanda hvað varðar hlutfall ungs fólks, sem menntað er í stærðfræði, vísindum og verkfræði. Svo aftur sé tekið dæmi af Danmörku, er hlutfallið þar rúmlega 16 prósent, en hér er það um tíu prósent. Jón Ágúst bendir líka á að á íslenzkum vinnumarkaði sé mikið af fólki með grunnþekkingu í atvinnulífi sem er að hverfa og á þar við landbúnað og sjávarútveg. Þetta eru greinar sem áfram munu skipta máli en vaxa klárlega miklu hægar en tækni- og hönnunargeirinn. Námsframboð í framhalds- og háskólum verður að fylgja áherzlum atvinnulífsins og stjórnvalda. Þetta er eitt af því sem þarf að hafa í huga þegar stjórnvöld forgangsraða í menntamál- um, sem nú er óhjákvæmilegt. Það væri til dæmis lítið vit í því nú, þegar umfangsmikill niðurskurður stendur fyrir dyrum í rík- iskerfinu, að leggja megináherzlu á að mennta fólk til að vinna hjá ríkinu. En þeim mun meira vit í að efla greinar sem mennta fólk til að starfa í sprotafyrirtækjum á sviði tækni og hönnunar – sem stjórnvöld segjast vilja styðja. Samvinna menntakerfis og atvinnulífs verður að koma til, eigi fyrirtækin að fá fólk með menntun sem nýtist þeim. Endurmennt- un fólks á atvinnuleysisskrá, sem Jón Ágúst leggur til, getur verið algjört lykilatriði til að draga úr atvinnuleysi, um leið og komið er til móts við þarfir atvinnulífsins. Hvorki hinar hefðbundnu framleiðslugreinar né hið opinbera munu skapa flest ný störf á komandi árum. Það verður tækni-, þekkingar- og hugverkaiðn- aður sem verður vaxtarbroddurinn. Áherzlur í atvinnulífinu breytast og menntunarkröfurnar með: Tæknilandið Ísland Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Sumargleði félagsmanna FAAS Miðvikudaginn 9. júní mun FAAS – félag áhuga- fólks og aðstandenda Alzheimerssjúklinga og annarra með skylda sjúkdóma - fagna sumri með félagsmönnum og þeim sem hafa áhuga á að kynna sér félagið. Gleðin verður haldin í Fríðuhúsi að Austurbrún 31 frá kl 17 til 19. Léttar veitingar í boði. Stefán Helgi Stefánsson söngvari tekur lagið Vonumst til að sjá sem fl esta Með sumarkveðju, stjórn FAAS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.