Fréttablaðið - 05.06.2010, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 05.06.2010, Blaðsíða 30
30 5. júní 2010 LAUGARDAGUR Fáir eiga betur heima á þessari blaðsíðu en ólík- indatólið Leonid „Kosmos“ Chernovetsky, borgarstjórinn í Kænugarði (hann er kallaður Kosmos með vísun í geiminn – hann hljóti að vera þaðan). Hann sneri sér að stjórnmál- um eftir að hafa stýrt einum stærsta banka landsins um árabil ásamt öðrum fjölskyldu- meðlimum. Almannarómur hermir að nýir starfsmenn bankans hafi þurft að sæta lygaprófum og að þar hafi verið notaðar „óhefðbundnar innheimtuaðferðir“. Chernovetsky hefur verið sakaður um að sinna embætt- isverkum sínum í fíkniefna- vímu og verið látinn gangast undir geðrannsókn. Hann er fjáður mjög og í áraraðir hélt hann uppi fílsunga í dýragarði borgarinnar með því að greiða til hans, mánaðarlega, þreföld mánaðarlaun sín úr eigin vasa. Unginn drapst í apríllok og svo virðist sem eitrað hafi verið fyrir honum. Í fyrra gaf borg- arstjórinn út hljómplötu þar sem hann syngur ýmis þekkt lög frá níunda áratugnum. Þegar spurningar vöknuðu um líkamlega heilsu borg- arstjórans í miðri kosninga- baráttu hans við boxarann heimsfræga Vitali Klitschko brá hann á það ráð að halda blaðamannafund á sundskýlu til þess eins að sanna hreysti sína. „Kosmos“ er nú fádæma óvinsæll í Kænugarði. E ina konan í þessari saman-tekt stýrði einni stærstu borg veraldar um þriggja ára skeið eftir aldamót. Marta Suplicy er aðals kona en hefur þó einkum talað máli fátækra í fjármálamið- stöð Suður-Ameríku, São Paulo, og sækir mest fylgi sitt til þeirra. Hún er einnig gallharður femín- isti og stuðningsmaður réttinda- baráttu samkynhneigðra í heims- hluta þar sem margir karlar úr valdastétt eru ekki par hrifnir af slíkum hugmyndum. Það er hins vegar bakgrunn- ur Suplicy sem hefur vakið hvað mestan áhuga fólks á henni. Hún er sálfræðingur að mennt og varð fyrst þekkt í Brasilíu sem hispurs- laus kynlífsráðgjafi í vinsælum sjónvarpsþætti. Æ síðan hefur hún reglulega laumað tvíræðum kyn- lífsvísunum í ræður sínar og viðtöl. Hárið eitt verðskuldar í raun sess í þessari samantekt. Beinhvítar, óbeislaðar lufsurnar á höfði Boris Johnson Lundúna- stjóra eru þó ekki það eina sem greinir hann frá flestum kolleg- um sínum. Þessi fyrrverandi rit- stjóri The Spectator og furðufugl hefur til dæmis nánast afbrigði- legan áhuga á reiðhjólum og ein- stakt lag á að koma sér í gagn- rýniverðar aðstæður. Hann hefur skrifað harðorðar greinar gegn íslamstrú og hjóna- böndum samkynhneigðra, sætt lögreglurannsókn fyrir meintan þjófnað á vindlakassa aðstoðar- manns Saddams Husseins, sakað íbúa Papúa Nýju-Gíneu um mann- át og sagt íbúa Liverpool-borg- ar búa yfir „einkar óaðlaðandi mannsanda“. Þá vakti það mikla athygli þegar borgarstjórinn tók þátt í góðgerðarknattspyrnuleik og tæklaði fyrrverandi landsliðsmann Þýskalands á afar ófyrirleitinn hátt, svo ekki sé meira sagt. Boris nýtur hins vegar allmik- illa vinsælda þrátt fyrir allt. Sérvitringurinn Antanas Mockus, sonur litháískra innflytjenda, komst fyrst í fréttir í Kólumbíu árið 1994. Hann var þá stærðfræði- prófessor við háskólann í höfuðborginni Bogota og hafði gripið til þess óhefðbundna ráðs til að ná athygli óstýrilátra stúdenta að bera framan í þá rassinn. Segja má að það uppátæki hafi slegið taktinn fyrir pólit- ískan feril hans. Eftir kjör hans sem borgarstjóri fór hann að sjást á götum úti íklæddur rauðgulum spandexgalla í gervi hins svonefnda Ofurborg- ara. Þetta gerði Mockus til að vekja almenning til vitundar um hvernig þeir gætu breytt umhverfi sínu til batnaðar. Hann hefur einnig farið í sturtu í beinni útsendingu til að kenna fólki að spara vatn og ráðið lát- bragðsleikara til að standa við umferðargötur og gera grín að lögbrjót- um, enda sé fólk viðkvæmara fyrir háði en refsingum. Mockus var vinsæll borgarstjóri, einkum meðal ungs fólks, og var valinn Lithái ársins 2004 af stærsta dagblaði Litháens. Mockus er nú kominn í lokaumferð kólumbísku forsetakosninganna sem lýkur senn. H inn litríki stjórnandi Tirana er sönnun þess að óhefðbund- inn bakgrunnur og starfsaðferð- ir geta verið prýðilegt veganesti fyrir borgarstjóra. Edi Rama er fyrrverandi landsliðsmað- ur í körfubolta og listmálari sem þrífst vel í sviðsljósinu. Hann er þekktur fyrir litskrúðugar skyrt- ur og í kosningabaráttu sinni steig hann á svið með rapphljómsveit- inni West Side Family og flutti með þeim þemalag kosningabar- áttu sinnar, mikinn óð um Tirana. Þegar Rama tók við taumunum var heldur lágt ris á Tirana. Með óvenjulega áræðnum aðgerðum hefur það snöggbreyst. Rama lét jafna flest ósjáleg hverfi við jörðu til að breikka götur og búa til iðja- græna almenningsgarða og lét einnig mála mörg gömul hús borg- arinnar í einkennislitum sínum, gulum, grænum og fjólubláum. Uppátækin hafa mælst misvel fyrir en hafa bætt laskaða ímynd borgarinnar svo um munar. Fyrir vikið var Rama kjörinn borgar- stjóri heimsins árið 2004 og árið eftir var hann að finna á lista Time yfir 37 manneskjur sem stuðlað hafa að bættum heimi. ■ MARTA SUPLICY São Paulo, Brasilíu. Kjörin 2001 og hætti 2004. Alls konar borgarstjórar Landskunnur grínisti og gamall pönkari var í gær kynntur sem næsti borgarstjóri Reykjavíkur. Óhefðbundnir borgarstjórar hafa komist til valda víðar og notið mismikillar velgengni. Stígur Helgason kynnti sér nokkra sem fóru ótroðnar slóðir og gera enn. ■ LEONID CHERNOVETSKY Kiev, Úkraínu. Kjörinn 2006 og er enn við völd. ■ BORIS JOHNSON London, Englandi. Kjörinn 2008 og er enn við völd. Borgarstjóri höfuðstaðar fjárhættuspils í heiminum var á árum áður kallaður málpípa mafíunnar. Lögmaðurinn Oscar B. Good- man var enda einn þekktasti verjandi bandarískra mafíósa í 35 ár. Hann er nú andlit Bombay-gins og þiggur fyrir það margmilljónir á ári sem hann gefur til góðgerðarmála. Frægt varð þegar níu ára dreng- ur spurði hann í skólaheimsókn hvaða tvo hluti hann myndi vilja taka með sér á eyðieyju. Ekki stóð á svari frá Goodman: „Sýningarstúlku og flösku af Bombay-gini.“ Ekki vakti það minni athygli þegar hann sagði í viðtali að réttast væri að skera þumalinn af veggjakroturum í beinni sjónvarpsútsendingu. Honum virtist full alvara. Goodman er þar að auki kvensamur og hefur verið gestaljósmyndari hjá Playboy. Árið 2003 var hann valinn gagnslausasti kjörni fulltrúinn í Bandaríkjunum af lesendum tímaritsins Review-Journal. ■ OSCAR B. GOODMAN Las Vegas, Bandaríkjunum. Kjörinn 1999 og er enn við völd. ■ ANTANAS MOCKUS Bogota, Kólumbíu. Kjörinn 2001 og hætti 2003. ■ EDI RAMA Tirana, Albaníu. Kjörinn 2000 og er enn við völd. Þegar Stuart Drummond ákvað að sækjast eftir borgarstjóra- starfinu í Hartlepool á Eng- landi árið 2002 var hann algjör- lega óþekktur. Hliðarsjálf hans, apinn H‘Angus, var hins vegar vel þekkt, enda lukkudýr knatt- spyrnuliðs borgarinnar. Þótt nafn Drummonds hafi verið á kjörseðlinum var það í raun apinn H‘Angus sem var í framboði, og það að undirlagi knattspyrnufé- lagsins. Apinn hafði eitt stefnumál – að gefa öllum börnum borgarinn- ar ókeypis banana – og tók engan þátt í hinni hefðbundnu kosninga- baráttu. Öllum að óvörum sigraði H‘Angus kosningarnar, fyrstur frambjóðenda í beinni kosningu í borginni. Drummond sagði í kjöl- farið af sér sem lukkudýr, fór á stjórnunarnámskeið og hefur síðan verið endurkjörinn í tvígang. ■ STUART DRUMMOND Hartlepool, Englandi. Kjörinn 2002 og er enn við völd. M YN D IR /A FP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.