Fréttablaðið - 05.06.2010, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 05.06.2010, Blaðsíða 49
LAUGARDAGUR 5. júní 2010 3 „Við höfum fengið alveg stórkostleg viðbrögð við þess- ari vörulínu og það kom okkur reyndar dálítið á óvart hversu móttökurnar hafa verið góðar frá Íslend- ingum, því upphaflega markmiðið var að ná til ferðamanna,“ segir Kristín Stefánsdóttir, sem ásamt frænku sinni, Kolbrúnu Eddu Júlín- usdóttur, setti vörumerkið Aunts Design Iceland á fót í desember síðastliðnum. Mark- mið þeirra er að bjóða upp á ýmsar vandaðar vörur þar sem íslenska lopapeysumunstrið er haft í fyrirrúmi. Frænkurnar hafa báðar mikla reynslu í bransanum, en Kristín stofnaði og hannaði NONAME-förðunarlínuna og Kolbrún er textíl-hönnuður. Hugmyndina fengu þær á síð- asta ári þegar þær sinntu báðar hlutastörfum. „Við fórum að velta fyrir okkur sniðugum hlutum til að gera í kreppu og leist vel á ferðamannaiðnaðinn, sem við trúðum að yrði stór á næstu árum. Hugmyndin kviknaði þegar yngri sonur minn gat ekki klæðst lopapeysu vegna kláða og það var vönt- un á bolum með áprentuðu lopamunstri,“ segir Kristín og bætir við að mynstrið sem notað er á fyrstu vörurnar sé fengið frá peysu sem tengdafaðir Kolbrúnar fékk að gjöf á sjöunda áratugnum. Frænkurnar ákváðu þó að einblína ekki á boli heldur settu stefnuna á að þróa og hanna heilsteypta vörulínu sem samanstendur af könnum, glösum fyrir snafsa og kerti auk handprentuðu bol- anna sem fást í öllum stærðum, fyrir karla, konur og börn. „Það hefur ansi mikil vinna farið í að hanna munstrið og grafíkina, en auk þess leggjum við mikið upp úr því að umbúðirnar séu fallegar og hver vara sé í raun tilbúin, falleg gjöf. Þar höfum við notið aðstoðar grafíska hönnuðarins Róberts Einars- sonar,“ segir Kristín. Hún segir von á nýjungum í vörulínunni fljótlega, jafnvel strax í haust, enda vinna frænkurnar eftir þriggja ára áætlun sem felur í sér að sinna innanlandsmarkaði vel í upphafi. „Við erum afar stoltar af þess- um vörum og ekki síst því að mestöll vinna við vörurnar fer fram hér á Íslandi,“ segir Kristín. Frekari upplýsingar um línuna og útsölustaði má finna á auntsdesign.is. kjartan@frettabladid.is Frænkur hanna saman Lopapeysa sem klæjaði undan kveikti hugmyndina að vörulínunni Auntsdesign hjá frænkunum Kristínu Stefánsdóttur og Kolbrúnu Eddu Júlínusdóttur. Íslenska lopapeysumunstrið er í fyrirrúmi á vörum þeirra. Snafsaglösin rúma u.þ.b. tvöfaldan snafs og eru seld fjögur saman í öskju. Kertaglös fyrir venjuleg sprittkerti. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Frænkurnar Kristín og Kolbrún Edda eru margreyndar í bransanum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Tilurð mínigarða má rekja til grasa- fræðingsins Nathaniels Ward árið 1829 þegar hann tók eftir því að burkni sem hann ræktaði tók að blómstra þrátt fyrir að vera í þétt- lokaðri sultukrukku. Svo frumleg þótti sú uppgötvun hans, og gagn- leg á tímum sjóferða, að Evrópu- búar gátu nú tekið heim með sér hitabeltisplöntur á ferðum þar sem vatn var af skornum skammti, en burkni Wards var sýndur á heims- sýningunni 1851 sem jurt sem hafði ekki verið vökvuð í átján ár. Það er leikur einn að útbúa eigin mínigarð og krefst lítils ann- ars en gleríláts, malar, moldar og plantna. Fyrst er sett möl í botninn og svo pokastrigi eða mosi yfir möl- ina. Því næst eru sett viðarkol og að síðustu mold, en þá er tíma- bært að koma fyrir plöntum, helst smávöxnum og tiltölulega harðger- um sem una sér vel í meðalröku umhverfi, eins og burkna, berg- fléttu og bromeliu. Haltu jarðveginum rökum en vökvaðu sparlega og gættu þess að ekki myndist of mikill raki en þá myndast þétting á glerið og sveppagróður sest á plöntur og jarðveg. Hagræddu lokinu til að stjórna rakamagninu, því á end- anum kemst á jafnvægi. Mínigarð- ar án loks þurfa meiri vökvun og umsjá þar sem uppgufun verð- ur meiri. Þeir áköfustu skreyta mínigarða sína með steinum og hvers kyns fígúrum, en í görðum sem þessum myndast dásamleg lítil veröld sem hægt er að hafa inni fyrir þá sem ekki geta keypt sér landareign úti í náttúrunni. Leynigarður í glasi MÍNIGARÐAR Í HVERS KYNS KRUKK- UM ERU AFTUR AÐ SLÁ Í GEGN. Mínígarðar eru sveipaðir dulúð þar sem þeir lifa og dafna í eigin loftslagi. Íslensk hönnun er auðlind til framtíðar Kraum í Aðalstræ , Kjarvalsstöðum, Hönnunarsafni Íslands og Kraum-ung í Hafnarhúsi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.