Fréttablaðið - 05.06.2010, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 05.06.2010, Blaðsíða 50
 5. júní 2010 LAUGAR-4 Kynning „„Hvað settir þú út í drykkinn, dreng- ur,“ er algengasta spurning sem ég fæ eftir að fólk hefur prófað Aada-drykk- inn í nokkra daga. Þegar ég spyr á móti hvaða áhrifum viðkomandi finni fyrir, heyri ég hinar ótrúlegustu sögur,“ segir Ólafur. Hann viðurkennir að um galdur virðist vera að ræða. Vörumerkið er My Secret enda er aðferðin við fram- leiðsluna algert leyndó að sögn Ólafs þó að hráefnið sé gefið upp og sé 100% náttúrulegt. Engifer- ið er í aðalhlutverki og nú ætlar Ólafur til Indlands á næstunni að hitta ræktendur þar og velja hrá- efnið eftir sínu höfði. „Það eru til margar tegundir af engifer og það sem mig langar að fá á að vera best en fæst ekki hér. Ég vil koma með öflugt engifer heim og fá það síðan með flugi til mín einu sinni í mánuði,“ segir hann. Þegar Ólafur var að læra grunninn að tæ- lenskri matargerð úti í Tælandi fyrir áratug heyrði hann fyrst um hina mörg hundruð ára notkun engifers í Asíu. „Þar líta margir á engi- fer sem töfra, tala um „the magic of gingers“ og stilla því upp næst Búdda,“ lýsir hann. „Drykkur í þessum flokki er samt ekki til í Asíu. Ég hitti á að búa hann til fyrir þremur og hálfu ári og uppgötvaði mánuði seinna að ýmis- legt sem hafði plagað mig var allt í einu horfið. Smátt og smátt bættust fleiri notendur í hópinn og virknin sannaði sig. Mér finnst frábært að heyra frá mann- eskjum sem eru búnar að þjást af ein- hverjum vandamálum í mörg ár en liggja nú niðri. Ég passa að segja ekki læknast, því ég get ekki lofað fullum bata.“ Hráefnið í drykknum er engiferrót, fersk myntulauf, límóna og hrásykur að ógleymdu íslensku vatni. Ólafur tekur fram að það sé ekki sama með hverju engifer sé soðið, heldur þurfi vissan skammt af sýru, myntu og sykri til að ná réttum áhrifum. Framleiðslan fer fram í Hveragerði í stórum pottum sem hitaðir eru með jarðguf- um. Nú eru þúsundir manna á Íslandi sem drekka aada dag- lega og neytendahópurinn fer sístækkandi að sögn Ólafs. „Nýlega varð nokk- urs konar blossi í vin- sældunum því drykkur- inn er að virka á fólk, aðrir heyra af því og NÝR MERCEDES-BENZ E-CLASS verður frumsýndur hjá Öskju í dag. Nýi bíllinn er aflmeiri og stærri en samt mun sparneytn- ari en fyrri gerð. „Í dag snýst dagskrá Bjartra daga fyrst og fremst um börnin og boðið er upp á viðburði sem gerast bæði undir berum himni sem og innan- húss,“ segir Marín Hrafnsdóttir, menningar- og ferðamálafulltrúi Hafnarfjarðar, um freistandi fjöl- skyldudag í tilefni 102 ára afmæl- is bæjarins. „Tilvalið er að byrja daginn á fuglaskoðun í Höfðaskógi og við Hvaleyrarvatn með vönum fugla- skoðurum, en fuglalíf er ríkulegt við þessa náttúruperlu bæjarins. Gangan hefst klukkan tíu við Selið, bækistöð Skógræktarfélagsins, og tekur um tvo tíma,“ segir Marín sem heldur áfram upptalningu á skemmtidegi í Hafnarfirði. „Í Ásvallalaug verður fjölbreytt dagskrá fyrir börn og unglinga frá 10.30 til 16 og boðið upp á prufu- tíma í ungbarnasundi, krakkasund- æfingu, sundknattleik fyrir 12 til 16 ára og prufuköfun með köfunar- skólanum Kafarinn.is fyrir 15 ára og eldri,“ segir Marín og minnir næst á spennandi kost fyrir ungl- inga. „Í Músík og mótor er æfingaað- staða fyrir tíu unglingahljómsveit- ir og fá gestir að skoða aðstöðuna. Þar munu mótorhjólamenn einnig vera með opið verkstæði og boðið verður upp á grillaðar pylsur fyrir gesti og gangandi.“ Hápunktur barnadagskrár dags- ins er sýning leikhópsins Lottu á Hans klaufa í heillandi heimum Hellisgerðis. „Hans klaufi og hans vinir munu sprella með krökkunum milli tveggja ókeypis fjölskyldusýninga og munu ráða ríkjum í Hellisgerði frá klukkan 13 til 17. Einnig verð- ur ratleikur um Hellisgerði þar sem börn þurfa að finna svör við spurningum um allt milli himins og jarðar sem tengist Hellisgerði og Hafnarfirði, en vísbendingar eru í garðinum. Þá verður einnig skemmtilegur ratleikur um högg- myndagarðinn á Víðistaðatúni þar sem tvinnast saman skemmtileg fræðsla og útivist fyrir alla fjöl- skylduna.“ Sjá nánar um dagskrá Bjartra daga um helgina á www.hafnar- fjordur.is. thordis@frettabladid.is Sprell með Hans klaufa Það er sannkallaður dýrðardagur fyrir börn á Björtum dögum í Hafnarfirði í dag og hægt að flakka milli staða til að skoða fugla, leika sundknattleik, skoða mótorhjól og skottast um með Hans klaufa. Marín Hrafnsdóttir, menningar- og ferðamálafulltrúi Hafnarfjarðar, í ævintýralegri umgjörð Hellisgerðis sem í dag mun lifna við af fjöri og leik. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Á leið til Indlands í leit að besta Uppfinningamaðurinn Ólafur Sólimann er að setja engiferdrykkinn aada á markað í litlum flöskum sem kosta álíka mikið og góður kaffibolli. Áður fékkst drykkurinn í fimm lítra umbúðum og Þátttökumet hefur verið slegið á sumarsýningu Hundaræktar- félags Íslands sem verður um helgina. „Það eru hundrað fleiri hund- ar skráðir heldur en á sumarsýn- inguna í fyrra,“ segir Valgerður Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Hundaræktarfélags Íslands, en 746 hreinræktaðir hundar af 80 hunda- kynjum eru skráðir til leiks. „Við áttum ekki von á þessu því það var metþátttaka á síðustu sýningu. “ Valgerður segir að þessi mikli fjöldi hafi komið aðstandendum Hundaræktarfélags Íslands mjög á óvart. „Við erum alltaf að bíða eftir niðursveiflunni og þetta kom okkur algerlega í opna skjöldu,“ segir Val- gerður brosandi. Dagskráin hefst klukkan níu á laugardag. „Dómar byrja klukkan níu báða dagana og þá eru tegundir dæmdar,“ segir Valgerður og held- ur áfram: „Um hálf þrjú leytið eru úrslit og þeir sem vinna á laugar- deginum koma aftur á sunnudaginn að keppa um besta hund sýningar- innar.“ Sýningin er haldin í reiðhöllinni í Víðidal og hefst klukkan 9 bæði á laugardag og sunnudag. - mmf Þátttökumet slegið Hundrað fleiri hundar hafa verið skráðir á sumarsýningu Hundaræktarfélags Íslands heldur en í fyrra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.