Fréttablaðið - 05.06.2010, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 05.06.2010, Blaðsíða 76
6 fjölskyldan ferðalög skemmtun okkur saman... ALDREI SKAL SKILJA BARN EFTIR eftirlitslaust í nágrenni við vatn því hættur leynast við hvert fótmál. Í stöðuvötnum getur verið erfitt að sjá til botns og því hafa börn verið hætt komin þegar þau vaða og vatn dýpkar skyndilega. H ér líður tíminn hratt því svo ótal margt er að gera, enda koma hing- að allmargar fjölskyldur til tjaldbúskapar í langan tíma og margir með tjaldið sitt hér helgi eftir helgi,“ segir Hreiðar Oddsson, framkvæmdastjóri sum- arstarfs í Útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni, þar sem leynist eitt af barn- vænni tjaldsvæðum lýð- veldisins, enda skát- ar æskulýðshreyfing og svæðið útbúið sem griða- staður fyrir börn. „Skátastemning einkennir auð- vitað Úlfljótsvatn, en tjaldsvæð- ið er opið almenningi og hægt að detta inn í svefnpokapláss um helg- ar, en á virkum sumardögum eru hér sumarbúðir barna. Við höfum markvisst unnið að uppbyggingu tjaldsvæðisins frá því í kringum aldamótin, þegar við byrjuðum á byggingu stórs klifurturns og fjár- festum í bátum fyrir skátastarfið. Á Úlfljótsvatni hafa síðan bæst við klifurgrind, minigolf, golfvöllur, fótboltavöllur og strandblakvöllur, auk bátaleigunnar,“ segir Hreiðar og bætir við að fjölskyldufólki hafi fljótt þótt þægilegt að dvelja á Úlf- ljótsvatni með eldri börn. „Því sáum við að nú þyrftum við að gera meira fyrir yngstu börnin og opnuðum í fyrrasumar frábær- an leikvöll inni á miðju tjaldstæði þar sem litla fólkið getur endalaust brölt um og leik- ið sér,“ segir Hreiðar og ítrekar að tjaldsvæðið sé byggt upp með fjölskyldu- fólk í huga, en á staðnum er þjónustuhús með þvottavél og þurrkara, nettengingu og eldunaraðstöðu, auk sturtu- og salernishúsa. „Þessi ævintýraheimur hefur orðið til fyrir til- stuðlan skáta, en hér var gamall sveitabær og kirkja þegar við hófum uppbygg- ingu á Úlfljótsvatni fyrir sjötíu árum. Fyrsta kast- ið voru hér sumarbúðir í tjöldum þar sem strákar dvöldu sumar- langt, en í dag koma börn á mánu- degi og fara heim aftur á föstudegi í sömu viku. Því er skátatenging mikil á Úlfljótsvatni og ætlunin að vera með varðeld, skátasöngva og kvöldvökustemningu á laug- ardagskvöldum í sumar ef viðr- ar til þess,“ segir Hreiðar í ægi- fögru landslagi þar sem jafnan er fádæma veðursæld og einstakar kvöldstillur við vatnið, en á tjald- svæðinu lifir sólin lengi og sígur seint bak við fjöll. „Allir sem tjalda á Úlfljótsvatni fá veiðileyfi í vatnið þar sem hægt er að veiða villta bleikju og urriða úr Soginu og leigja árabát, kajak, kanó eða hjólabát út á vatnið. Þá er stutt í allar áttir frá Úlfljóts vatni, eins og á Þingvöll, Selfoss og í sund á Minni-Borg.“ - þlg Varðeldur í aftansól Þrautabraut Margt er hægt að bralla á Úlfljótsvatni Á Úlfljótsvatni Ævintýrasvæði fyrir alla fjölskylduna. MYNDIR/HREIÐAR ODDSSON Á Úlfljótsvatni hafa skátar byggt upp ævintýratjald- stæði fjölskyldufólks þar sem dagurinn endist vart til spennandi afþreyingar fyrir jafnt minnstu sem eldri börnin og þá fullorðnu. SAMVERA Burt með bílveikina! Bílveiki gerir stundum vart við sig hjá börnum á langkeyrslu en margt er hægt að gera til að fyrirbyggja slíkan gleði- spilli. Ef barnið kvartar undan vanlíðan eða ógleði er besta ráðið að fara út úr bílnum í ferskt loft. Ef ekki er hægt að stoppa bíllinn er ráð að opna alla glugga og hvetja barnið til að horfa á útsýnið í stað þess að stara inn í bílinn. Forðist tormeltan mat fyrir ferðalög og hafið meðferðis þurrar kexkökur til að maula ef bílveiki vaknar. Allir út! Notið tækifæri til að stoppa sem oftast á leiðinni, jafnvel þótt það sé ekki nema í nálægum almenningsgarði eða á skyndibitastað með leiksvæði. Þótt slíkt sé dálítill tímaþjófur gerir það ferðalagið áhugavert fyrir barnunga ferðala nga, auk þess sem stutt stopp leysir úr læðingi orku svo allir fara aftur í bílinn endurnærðir. Hreiðar Oddsson framkvæmda- stjóri sumarstarfs í Útilífsmið- stöð skáta á Úlfljótsvatni SAMVERA Vögguvísur Ferðist í bíl með svefntíma barna í huga. Margir foreldrar leggja af stað þegar kvöldar og láta þá börnin sofa á leiðinni, meðan aðrir gera sitt besta til að leggja í langkeyrslu á daglúrstíma barna. Þetta er mikilvægt atriði þar sem útkeyrt barn sem rænt hefur verið svefni er allt annað en skemmtilegur ferðafélagi. Bannað að slást! Takið með nóg af leikföngum, spilum, bókum og bílanesti handa hverju barni fyrir sig til að halda rifrildum og slagsmálum í lágmarki. Einnig er gott að láta eldra barn sem uppfyllir tilskilin skilyrði sitja fram í meðan fullorðinn fer í aftursætið til yngra barnsins. Þá er mikilvægt að hafa hlutverkin á hreinu: bílstjórann og skemmtikraftinn, svo sá fyrrnefndi geti einbeitt sér að akstrinum meðan hinn heldur friðinn og fjölskyldunni allri ánægðri og öruggri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.