Fréttablaðið - 05.06.2010, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 05.06.2010, Blaðsíða 80
44 5. júní 2010 LAUGARDAGUR B ókmenntir eru mikil- vægur hluti andstöð- unnar við ríkjandi hugmyndir. Palest- ínumönnum er svo ranglega lýst í vest- rænum fjölmiðlum að fólk er hætt að líta á þá sem manneskjur. Ímynd fólks af Palestínumönnum er að þeir séu brjálaðir og ofstækisfullir. Bókmenntir búa yfir þeim töfrum að geta dregið hið mannlega fram í fólki. Með þeim er hægt að sýna fegurð fólks og menningar þess. Það er vegna þessa að bókmenntir eru öflugt mótstöðuafl. Það er erf- iðara fyrir fólk að láta sér standa á sama um þig ef það skilur að þú ert manneskja.“ Þannig lýsir hin pal- estínska Susan Abulhawa, höfund- ur bókarinnar Morgnar í Jenín sem nýverið kom út í íslenskri þýðingu, ástæðu þess að hún hefur pennann að vopni. Í Morgnum í Jenín rekur hver tragedían aðra. Atburðirnir sem lýst er í bókinni hafa allir átt sér stað og fjöldi fjölskyldna hefur mætt sömu skelfilegu örlögunum og sögupersónur hennar. Við lestur- inn er erfitt að ímynda sér að Pal- estínumenn geti enn þá borið von í brjósti um betra líf. „Þetta er bara raunveruleikinn sem þetta fólk býr við. En bókin er líka full af ást og að lokum er það ástin sem bjarg- ar aðalpersónum hennar. Ástin og vonin er það sem hefur hjálpað þeim að þola við. Vonin er eina leið- in til að halda lífi við svona aðstæð- ur. Ef fólk missir vonina veslast það upp og deyr.“ Berst fyrir betra lífi Undanfarin ár hefur Susan helg- að lífi sínu baráttunni fyrir Pal- estínu. Hún er meðal annars ein af upphafsmönnum verkefnisins Play- grounds for Palestine, sem byggir leikvelli fyrir börn á Vesturbakk- anum, á Gasa og í flóttamannabúð- um. Hún fer reglulega til Palestínu og þekkir vel þær aðstæður sem fólkið býr við. „Ég get ekki nægi- lega vel lýst því hvað aðstæður þarna eru hryllilegar. Enginn ætti að þurfa að lifa svona. Fólk þarf að fara í gegnum eftirlitsstöðvar oft á dag til að komast ferða sinna og er fullkomlega upp á náð og misk- unn átján ára hermanns komið, sem er ef til vill ekki í góðu skapi. Ég mun aldrei skilja viðbrögð alþjóða- samfélagsins og leiðtoga sem enn eru að rökræða þessi mál fram og aftur. Þetta er svo sáraeinfalt. Ísra- el hefur engan rétt á að neita fólki um mat, að ganga í skóla, byggja spítala eða veiða í hafinu. Eini til- gangur Ísraelsmanna með þessu er að tortíma palestínsku samfélagi.“ Byggt á eigin lífi Morgnar í Jenín er skáldsaga en vissir hlutar hennar vísa í líf Susan sjálfrar. Sem barn dvaldi hún á munaðarleysingjaheimili í Jer- úsalem, alveg eins og ein af aðal- söguhetjum bókarinnar. Foreldr- ar hennar voru flóttamenn frá því í stríðinu árið 1967 en hún fæddist í fátækt í Kúveit. Hún bjó ekki hjá foreldrum sínum sem barn, vegna erfiðra aðstæðna hjá þeim, heldur hjá fjölskyldumeðlimum. Þegar hún var þrettán ára flutti hún til Banda- ríkjanna en þangað var faðir henn- ar kominn. Faðir hennar staldraði ekki lengi við í Bandaríkjunum og frændi hennar, eini ættingi hennar þar, féll frá skömmu síðar. Hún var því alein í Bandaríkjunum strax á unglingsárum og var í fóstri þar til hún var nógu gömul til að sjá um sig sjálf. Jenín breytti lífinu Susan lærði líffærði og var við störf hjá lyfjafyrirtæki í Banda- ríkjunum þegar fréttir bárust af fjöldamorðum í Jenín árið 2002. Þá fann hún sig knúna til að fara til Palestínu. „Það sem ég varð vitni að þar breytti lífi mínu. Þegar ég sneri aftur í lyfjafyrirtækið, eftir að hafa verið að grafa lík upp úr rústum, sló það mig svo sterkt að aðaláhyggjuefni hálaunaðra sam- starfsmanna minna var að það stæði til að minnka við þá bónus- greiðslurnar. Þá sá ég að ég gat ekki verið þarna lengur. Guð var mér góður því stuttu seinna missti ég vinnuna,“ rifjar Susan upp og hlær. „Það var gott fyrir mig því ég var einstæð móðir og hefði ekki haft hugrekki til að hætta sjálf í vinnunni. Næsta dag lá ég í rúm- inu, grét allan daginn, og byrjaði að skrifa fyrsta kaflann í bókinni.“ Það gekk ekki þrautalaust fyrir sig að fá útgefanda að bók- inni. Susan var óþekktur höfund- ur og ekki hjálpaði þjóðernið eða umfjöllunarefnið til. Að lokum fann hún lítið útgáfufélag en vissi ekki að það var í fjárhagserfiðleik- um. Þegar tíminn var kominn til að gefa bókina út var fyrirtækið farið á hausinn. Í millitíðinni hafði bókin hins vegar verið gefin út á frönsku. Í gegnum útgáfufélagið þar komst Susan á mála hjá breska útgáfufé- laginu Bloomsbury og bókin var í kjölfarið gefin út á tuttugu tungu- málum, þar á meðal íslensku. Í gegnum Bloomsbury í Bretlandi var bókin svo gefin út hjá Blooms- bury í Bandaríkjunum. Ópólitísk í fyrstu Á fyrstu fullorðinsárum sínum lét Susan sig pólitík lítið varða og féll ágætlega að bandarísku sam- félagi. Það var ekki fyrr en hún fór að skrifa pólitískar greinar í blöð, komin á fertugsaldur, að hún fór að finna fyrir því að sumir litu hana tortryggnisaugum. „Þegar ég varð pólitískari og fór að láta í mér heyra fóru margir að líta mig horn- auga. Og eftir 11. september hættu margir að tala við mig – það varð til bylgja af hatri á öllu arabísku. En það voru líka mótviðbrögð við þessu frá öðrum Bandaríkjamönn- um. Yfirleitt eru Bandaríkjamenn góðar manneskjur, en þeir eru mjög barnalegir og hafa lítinn skilning á umheiminum. Í Evrópu finnst mér meiri skilningur – að minnsta kosti skilningur á því að Evrópa sé ekki endilega miðpunktur alheimsins.“ Von um frið Susan ber þá von í brjósti að ein- hvern tímann muni ríkja friður á milli Ísraelsmanna og Palestínu- manna. „Hvort sem útkoman verð- ur eitt, tvö eða tíu aðskilin ríki er mikilvægt að undir engum kring- umstæðum verði mannslífið mælt eftir húðlit eða þjóðerni. Palestínu- menn eiga að búa við grundvallar- mannréttindi. Heimurinn þarf á að horfast í augu við það óréttlæti sem hefur verið látið ganga yfir Palestínumenn og biðjast afsökun- ar á því.“ En hefur hún raunverulega trú á að Ísraelsmenn og Palestínumenn geti lifað friðsamlega á sama landi? „Sögulega er Palestína land margra þjóðerna og trúarbragða. Þannig á það að vera. Sagan sýnir að það er hægt að koma réttlæti á, án þess að þeir kúguðu snúi sér strax við og reyni að útrýma fyrrum kúgur- um sínum, eins og margir virðast óttast. Sjáðu bara Suður-Afríku og réttindabarátta svartra í Banda- ríkjunum. Það er engin ástæða til að ætla að þetta verði öðruvísi í Palestínu. Það var ekki byggt á neinu jafnræði, þegar fólkið sem lifði af helförina sneri sér við og fór sjálft fremja hræðilega glæpi á fólkinu sem fyrir var. Með því að veita Palestínumönnum sömu réttindi og Ísraelsmönnum er ekki verið að veita þeim nein völd yfir þeim. Palestínumenn vilja ekki lifa í hefnd eða við stöðugt ofbeldi. Þeir eru bara fólk sem vill fá að lifa sínu lífi með reisn.“ Vonin er allt sem við eigum SUSAN ABULHAWA Á sínum yngri árum féll hin palestínska Susan Abulhawa vel að bandarísku þjóðfélagi. Þegar hún fór að skrifa pólitískar greinar með málstað Palestínu- manna breyttist hins vegar staða hennar og margir sem hún þekkti hættu að heilsa henni á götu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Þeir sem eru löngu búnir að missa þráðinn í því sem kallast ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs ættu að fá sér friðsæla göngu út í bókabúð og ná sér í skáldsöguna Morgnar í Jenín. Hún er þörf áminning um hryllinginn sem Pal- estínumenn hafa búið við, kynslóð fram af kynslóð. Hólmfríður Helga Sigurð- ardóttir hitti höfund bókarinnar, baráttukonuna Susan Abulhawa, í vikunni. Um árás ísraelskra hermanna á skipalestina, sem var á leið til Gasa með hjálpargögn og 700 manns á mánudag, hafði Susan meðal annars þetta að segja: „Ísrael hafði ekki nokkurn rétt til að gera þetta. Skipið var á alþjóðlegu hafsvæði sem Ísrael hefur engan yfirráðarétt yfir. Ég kenni alþjóða- samfélaginu um það hvernig staðan er. Það hefur leyft Ísraelsmönnum að fara sínu fram án þess að það hafi minnstu afleiðingar. Ég held að núna þurfi þeir heldur ekki að takast á við neinar afleiðingar. Ríkisstjórnir munu fordæma árásirnar og ákveða að hefja rannsókn á því hvað fór úrskeiðis, en munu láta þar við sitja.“ Hún ber enga von í brjósti um að ríkisstjórnir heims eða þjóðarleiðtog- ar stöðvi framgöngu Ísraelsmanna gagnvart Palestínumönnum. Von sína leggur hún hins vegar á almenna borgara um alla heimsbyggðina. „Eina vonin sem ég ber í brjósti er til annars fólks. Að fólkið í heiminum neiti að standa þögult hjá á meðan verið er að fremja hryllilega glæpi, í Palestínu sem annars staðar. Smám saman er fólk að átta sig betur á hvað er að gerast þarna og farið að taka málin í sínar hendur. Ég held að ríkisstjórnir heims muni fyrst bregðast við af alvöru þegar þær fara að finna almennilega fyrir vaxandi óþolin- mæði sinna eigin þegna. Ekki fyrr.“ Susan þekkir aðstandendur Free Gasa-hreyfingarinnar, sem bar ábyrgð á skipalestinni. Hún var ekki í vafa um að ísraelsku hermönnunum hafði ekki stafað nokkur hætta af þeim. „Þessi hreyfing samanstendur af friðsælu fólki sem er að reyna að breyta rétt, sem stjórnvöldum þeirra eigin ríkja hefur mistekist. Það neitar að sætta sig við framferði Ísraels gagnvart Palestínumönnum. Þetta fólk vinnur aðdáunarvert starf, kemur alls staðar að úr heiminum og reynir að koma mat, lyfjum og öðrum nauðþurftum til þessa fólks, sem ekki er hægt að segja annað en að búi í fangabúðum.“ Ábyrgðin hvílir á fólki um alla heimsbyggðina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.