Fréttablaðið - 05.06.2010, Blaðsíða 92

Fréttablaðið - 05.06.2010, Blaðsíða 92
56 5. júní 2010 LAUGARDAGUR Á fimmtudaginn tilkynnti mennta- málaráðherra, Katrín Jakobsdótt- ir, hverjir hlytu Nýræktarstyrki Bókmenntasjóðs árið 2009. Þetta er í annað sinn sem Nýræktar- styrkjum er úthlutað úr Bók- menntasjóði. Athöfnin fór fram í Nýlistasafninu. Að þessu sinni eru Nýræktarstyrkir sex talsins, að upphæð tvö hundruð þúsund krón- ur hver. Alls bárust 27 umsóknir um styrkina. Styrkina hljóta tvö örsagnasöfn, þrjár ljóðabækur og ein barnabók. Nýræktarstyrkjum er ætlað er styðja við útgáfu á nýjum íslensk- um skáldverkum sem hafa tak- markaða eða litla tekjuvon en hafa ótvírætt menningarlegt gildi. Undir þetta svið falla skáld- verk í víðri merkingu þess orðs til dæmis sögur, ljóð, barnaefni, leik- rit, eða eitthvað allt annað, og leit- að var eftir breidd og fjölbreytni í umsóknum. Bókmenntasjóður vonast til að geta haldið áfram að styðja við fjölbreytta nýrækt í íslenskum skáldskap og bókmenn- ingu á næstu árum en er um það háður fjárveitingum. Nýræktarstyrki hlutu að þessu sinni eftirfarandi verk og höfund- ar: Svuntustrengur (örsögur og smásögur) eftir Sigurlínu Bjarn- eyju Gísladóttur, útgefandi er Nykur. Tónlist hamingjunnar (örsagna- safn) eftir Völu Þórsdóttur, útgef- andi óráðinn. Loðmar (barnabók) eftir Emblu Vigfúsdóttur og Auði Ösp Guð- mundsdóttur, útgefandi óráðinn. Tími hnyttninnar er liðinn (ljóð og prósar) eftir Berg Ebba Bene- diktsson, útgefandi JPV. Ljóðabók eftir Gunnar Má Gunn- arsson, útgefandi: Uppheimar. Myndir úr skilvindu drauma (ljóðabók) eftir Arngrím Vídalín, útgefandi: Nýhil. - pbb Nýliðar styrktir BÓKMENNTIR Hópurinn sem tók við styrkjunum á fimmtudag ásamt mennta- og menningarmálaráðherra, Katrínu Jakobsdóttur, og Þorgerði Öglu Magnúsdóttur forstöðukonu Bókmenntasjóðs. MYND FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Laugardagur 5. júní 2010 ➜ Gjörningar 20.00 Women with Kitchen Appli- ances Iceland flytja hljóðgjörninginn „Spiders in the Kitchen“ á horni Rauðar- árstígs og Háteigsvegar. Allir velkomnir og enginn aðgangseyrir. ➜ Tónleikar 12.00 Björn Steinar Sólbergsson org- anisti flytur verk eftir íslensk og frönsk tónskáld á hádegistónleikum í Hall- grímskirkju við Skólavörðuholt. 14.00 Um 40 stúlkur úr Stúlknakór Reykjavíkur undir stjórn Margrétar J. Pálmadóttur, verða með tónleika í Akur- eyrarkirkju við Eyrarlandsveg á Akureyri. 15.00 Latínkvartett Tómasar R. Ein- arssonar heldur tónleika á Jómfrúnni við Lækjargötu. Tónleikarnir fara fram utandyra á Jómfrúartorginu. Enginn aðgangseyrir. 20.30 Um 40 stúlkur úr Stúlknakór Reykjavíkur undir stjórn Margrétar J. Pálmadóttur, verða með tónleika í Húsavíkurkirkju á Húsavík. 21.00 Jóhann G. Jóhannsson og hljómsveit fara yfir blúsferil Jóhanns ásamt því að flytja önnur vinsæl lög hans á tónleikum í Salnum við Hamra- borg í Kópavogi. Tónleikarnir eru hluti af Jazz- og blúshátíð Kópavogs 2010. Nánari upplýsingar á Salurinn.is. 22.00 Bryndís Ásmundsdóttir og Rúnar Eff flytja bestu lög Tinu Turner og Erics Clapton á tónleikum á Græna hattinum við Hafnarstræti á Akureyri. 22.00 Kristjana Stefánsdóttir og Elvar Örn Frið- riksson flytja blús ásamt hljómsveit á tónleikum í Rósenberg við Klapparstíg. 23.00 Rusty Soul, Nögl, End- less Dark og Hoffman verða á Sódómu Reykjavík við Tryggvagötu. 23.00 Hljómsveitin Örför heldur tón- leika á Gallery-bar 46 við Hvefisgötu 46. Enginn aðgangseyrir. ➜ Opnanir 14.00 Sýning á verkum Guðrúnar Hall- dórsdóttur verður opnuð í Reykjavík Art Gallery að Skúlagötu 30. Opið alla daga nema mánudaga kl. 14-17. 15.00 Hanna Hlíf Bjarnadóttir opnar sýningu í Cafe Karólínu við Kaupvangs- stræti á Akureyri. Opið mán.-fim kl. 11.30-01, fös. og lau. kl. 11.30-03 og sun. kl. 14-01. ➜ Bæjarhátíðir Lista- og menningarhátíðin Bjartir dagar stendur yfir í Hafnarfirði til 6. júní. Tónleikar, myndlistarsýningar, söng- leikja- og leiksýningar og margt fleira. Nánari upplýsingar og dagskrá á www. hafnarfjordur.is Landnámsdagur verður haldinn í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá víða um sveitina. Nánari upplýsingar á www. sveitir.is. Fjölbreytt dagskrá verð- ur á Reykjavíkurhöfn í tengslum við Hátíð hafs- ins sem fer fram 5-6. júní. Nánari upplýsingar á www.hatidhafsins.is. ➜ Dansleikir Hvanndalsbræður og Skriðjöklar verða á SPOT við Bæjarlind í Kópavogi. Hljómsveitin Sixties verður á Kaffi 59 við Grundargötu á Grundarfirði. Dj Impulze verður á Venue við Tryggva- götu 22. Dansleikur með Pöpum og Buffi verður haldinn í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. ➜ Leikrit 20.00 Leikhópurinn CommonNons- ense sýnir verkið Af ástum manns og hrærivélar í Kassanum, sýningarrými Þjóðleikhússins við Lindargötu. Nánari upplýsingar á www.leikhusid.is. ➜ Málþing 13.00 Í Þjóðmenningarhúsinu að Hverfisgötu 15 verður haldið málþing þar sem fjallað verður um Reykjavík og ímynd hennar frá sjónarhóli lista og fræðigreina. Nánari upplýsingar á www. thjodmenning.is. ➜ Húðflúr Alþjóðleg tattoo-festival á Sódómu Reykjavík við Tryggvagötu. Innlendir og erlendir húðflúrarar sýna listir sínar kl. 12-23 á laugardag og kl. 12-20 á sunnudag. Sunnudagur 6. júní 2010 ➜ Leiðsögn 15.00 Hafþór Yngvason verður með leiðsögn um sýning- una „Vanitas - Kyrralíf í íslenskri samtímalist“ sem nú stendur yfir í Lista- safni Reykjavíkur við Tryggvagötu. Enginn aðgangseyrir. ➜ Tónleikar 15.00 Lokatónleikar kórastefnu við Mývatn 2010 fara fram í Félagsheim- ilinu Skjólbrekku. Fram koma Copen- hagen Girls Choir og Gradualekór Lang- holtskirkju. Nánari upplýsingar á www. korastefna.is. 16.00 Hulda Björk Garðarsdóttir, Kjartan Valdemarsson, Ásgeir Ásgeirs- son og Ólafur E. Stolzenwald flytja lög Gershwins á stofutónleikum í húsi skáldsins að Gljúfrasteini í Mosfellsdal. 19.00 Í Gamla bókasafninu við Mjó- sund í Hafnarfirði verða tónleikar þar sem fram koma hljómsveitirnar Örför, Ourlives, Cliff Claven, We Made God, Endless Dark, Global Battle of the Bands, Vulgate og As We Sleep. ➜ Söfn Sveinssafn í Krýsuvík er opið fyrsta sunnudag í hverjum mánuði yfir sum- artímann kl. 13-17.30, nú í fyrsta skipti sunnudaginn 6. júní. ➜ Opið hús Burstabærinn Krókur á Garðaholti í Garðabæ verið opinn almenningi á hverjum sunnudegi í sumar frá og með 6. júní kl. 13-17. Enginn aðgangseyrir. ➜ Dansleikir Dansleikur Félags eldri borg- ara í Reykjavík og nágrenni fer fram að Stangarhyl 4 kl. 20- 23.30. Danshljómsveitin Klassík leikur fyrir dansi. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid. is Sundnámskeið Íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík fyrir börn hefst 7. júní. Kennt verður í Sundlaug Sjálfsbjargar, Hátúni 12. Skráning fer fram í Íþróttahúsi ÍFR Hátúni 14 eða í síma 561 8226. Námskeiðið er opið öllum. Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík Sundnámskeið BÍ, BÍ OG BLAKA Hin sívinsæla handbók Íslenskur fuglavísir eftir Jóhann Óla Hilmarsson er nú fáanleg að nýju FALLEG BÓK FYRIR ALLA NÁTTÚRUUNNENDUR YFIR 500 LJÓSMYNDIR OG SKÝRINGARMYNDIR www.forlagid.is Á ÍSLENSKU, ENSKU OG ÞÝSKU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.